Ég var í dag farþegi í dag á um 90 km hraða og svo þurfti bílstórinn að hægja á sér á eftir bíl sem var á undan honum. Hann beið hvers færis til að fara fram úr bílnum og þegar frekar þröngt var um þá skellti hann sér frammúr bílnum á undan sem var eflaust á um 20 km hraða.
Hann hafði ekki mikinn tíma og þegar hann fór framúr bílnum á undan þá þurfti hann að skella sér skyndilega inn rétt fyrir framan bílnum á undan þar sem bíll var að koma á móti.
Þetta hefði eflaust verið í lagi ef ekki hefði verið þriggja manna hjólreiðahópur á undan manninum á undan. Þeir hjóluðu vel útí kanti og voru ekkert fyrir nema að bíllinn fyrir aftan þá vildi greinilega ekki þrengja óþarflega að þeim.
En þegar bíliinn fór frammúr þá fór hann svo snöggt inn fyrir framan hinn bílinn að tveir af þrem hjólreiðamönnunum neyddust til að fara útí kant og annar datt og meiddist. Mitt föruneyti stoppaði og athugaði hvernig hjólreiðamennirnir hefðu það og meiðslin voru sem betur fer bara skrámur og einn skurður.
Við vorum með sjúkrakassa í bílnum og sem betur fer þurftu þessir ferðalangar ekki að hætta ferðinni vegna þessa.
En að sama skapi er þetta nákvæmnlega það sem ég óttast mest þegar ég hjóla á þjóðvegum að það er ekki bíllinn fyrir aftan heldur fíblið sem tekur frammúr sem er hættulegt.
Ef þú hefur ekki góðan tíma til að taka frammúr .... þá slepptu því... það gæti eitthvað leynst fyrir framan bílinn á undan. Eða eins og fyrirsögnin segjr að bíll númer 2 getur drepið óvarða umferð fyrir framan fremsta bíl.
Athugasemdir
Þörf ábending. Mig langar að spyrja þig út í eytt sem er þessu alveg óviðkomandi þó.
Ég er að spá í að fá mér stól fyrir strákinn minn aftan á hjólið hjá mér, en fór svo að spá í hversu hættulegt það getur reynst honum að vera fastur aftan á hjólinu ef ég dett eða einhver keyrir á mig.
Er það talið æskilegt að vera með barn bundið í stól aftan á reiðhjóli?
S. Lúther Gestsson, 2.8.2008 kl. 01:57
Það er alla vega klárt að það er stórhættulegt að gera númer 2 á miðjum þjóðvegi.
Guðmundur A (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 14:06
Ef þessi sem var á eftir hjólafólkinu, hefði farið strax framúr, þá hefði ekki myndast nein hætta. Það er oft fyrsti bíll sem skapar hættuna!! Sem segir manni að það sé alveg kominn tími á að endurflytja vinsælan útvarpsþátt, JÓNAS, aftur, en honum var það eitt að skapi að safna sem flestum fyrir aftan sig og ef einhver svo mikið sem reyndi framúrakstur, þá gaf hann í, því hann var jú fyrstur í röðinni! Og eitt að lokum, það eru engin fíbl! (FÍFL) í umferðinni bara fólk sem ætlast til að tillit sé tekið til þeirra, en ekki öfugt!
tatum, 2.8.2008 kl. 21:14
Sæll S. Lúther.
Ég hjólaði með strákinn minn í svona barnastól aftan á hjólinu. Það var alveg frábær lífsreynsla bæði fyrir mig og hann. Það sem skiptir mestu er að höfuðið á barninu nái ekki upp fyrir stólbakið og lappirnar passi í fótastatífið. Þá verndar stóllinn barnið ágætlega gegn falli og hossum á hjólinu en ég fór samt aldrei á hjólinu á staði þar sem mér fannst ég vera að setja okkur í einhverja hættu varðandi bílaumferð og fleira.
Ég datt einu sinni á hliðina með strákinn í stólnum og það kom ekkert uppá við það enda var alls öryggis gætt og hann fann ekki fyrir neinu.
Ég allavega hjólaði hægar en þegar ég var einn en þetta er svo þess virði og krakkar njóta þess til fullnustu að vera í svona stólum.
Vilberg Helgason, 3.8.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.