Ef þú mættir velja

Hvernig ætlar þú að fara á tónleikana í Húsdýragarðinum á morgun, sunnudag.

Ætlar þú með fjölskylduna á bíl eða kannski taka strætó eða jafnvel prófa að hjóla þetta.

 Allavega eru Stuðmenn,  Nýdönsk og einhverjir að spila þarna og því vert að fara ef maður er í borginni. Þrátt fyrir að gerðurinn sé ekki búin því að taka við hundruðum hjóla þá mæli ég með því að fólk mæti á morgun og taki sér bara bílastæði undir hjólið sitt og fari og skemmti sér vel.

Enda verður þetta ekkert nema hin besta skemmtun.

En allavega hjólum saman í Húsdýragarðinn á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Þú ert nú svolítið skrítinn. Kvartar undan því að bílum sé lagt þar sem ekki á að leggja þeim. Á gangstéttum og hjólastígum, sem er auðvitað óþolandi. Nú hvetur þú til að leggja hjólum í bílastæði. Hver er munurinn?

kop, 2.8.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: tatum

Þú ert að hvetja hjólreiðafólk til að leggja hjólum í bílastæði! Þá ætla ég að hvetja fólk til að leggja bílum sínum í hjólastæði!  Og ekki blogga svo yfir því að bílar séu fyrir þér!  Þetta hjólablogg þitt er farið að ganga út í öfgar, minnir á alkahólista sem ekki þolir að vín sé selt í búðum því þá myndi viðkomandi falla. 

tatum, 3.8.2008 kl. 10:05

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Það er svolítið merkilegt að fyrir utan húsdýragarðinn eru grindur fyrir kannski 20 hjól en marga tugi bíla.

Þegar fólk kemur á hjóli þá getur það skilið hjólin sín eftir á gangstéttum og torginu fyrir framan garðinn en þá er lítið pláss fyrir gangandi vegfarendur. 

Málið er að það er að ef maður þarf að velja tugum hjóla stað á svona svæði sem getur ekki tekið við almennilegum fjölda hjóla á sómasamlegan hátt myndi ég telja eðlilegast að kannski 20-30 hjólum væri komið í hvert bílastæði. Enda eiga reiðhjól tilverurétt á götum og þar með hljóta þau að eiga rétt á því að nýta stæði fyrir farartæki ef annað er ekki í boði.

En að sjálfsögðu eiga hjólreiðamenn að sýna tillitssemi eins og aðrir og vera ekki að raða 1 hjóli í stæði því þá er hugmyndafræði hjólreiða farin fyrir lítið þar sem hún gengur meðal annars útá að ekki eigi að þurfa fjöldann allan af bílastæðum.

Og Tatum ef þú gætir fundið handa mér hjólastæði sem þú ætlar að hvetja bíla til að leggja í þá myndi ég glaður vilja vita hvar það er því það eru engin hjólastæði t.d. við kringluna, smáralind, matvöruverslanir eða eiginlega neinstaðar nema það eru örfáar jú grindur í Reykjavík sem hægt er að setja hjólin sín í en þær eru langt frá því að ná að vera á 10% af þeim stöðum sem hjólreiðamenn þurfa að leggja hjólum sínum til að sinna erindum við stofnanir, þjónustustaði og verslanir.

Vilberg Helgason, 3.8.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Morten Lange

Vilberg :

Það er greinilegt að margir séu ekki tilbúnir enn til að sjá skynsemin í svona löguðu.  Þegar Náttúrutónleikarnir voru í sumar var hvatt til þess að menn mundu koma gangnadi eða hjólandi.  Á kortum voru sum bílastæðin sýnd sem svæði ætluð bæði reiðhjólum og bílum.  En ég sá ekki að neitt var gert ráð fyrir reiðhjólum á staðnum.   Flest hjólin sem ég sá voru sett við girðinga meðfram aðalsstígnum í gegnum Laugardalnum, enda ágætt að læsa hjólin þar.  

Vörður Landamær og tatum :

Það er eitt og annað sem þið gleymið : 

  • Með því að mæta á hjóli sparast bílastæði, því eitt bílastæði tekur á að giska tíu hjól. Tíu hjól á bílastæði sem ein fjölskylda, einn vinahópur  eða einn einstaklingur hefði annars notað
  • Munurinn á að leggja hjól einhversstaðar miðað við að leggja bíl, liggur meðal annars í því að hvergi er (mér vitanlega) bannað að leggja reiðhjól samkvæmt almennum lögum, ólíkt bílum.  Skýringin á því er meðal annars að finna í því hversu lítið pláss reiðhjól tekur,  hversu létt það sé, og því að það mengi ekki.
  • Afleiðingin af þessu er að það sé iðulega ólöglegt að hafa bíl þar sem sérstök stæði eru útbúin fyri reiðhjól, því þau eru oftast á gangsétt og svipuðum stöðum þar sem ekki má keyra né leggja bíl. ( Nema etv í viðhaldsvinnu og álíka )
  • tatum :Hvernig heldur þú að samfélagið mundi breytast ef að  brot á venjum og meint brot á reglum (en sem í raun ekki sakar neinn svo neinu munar) yrðu svöruð með hatur og hatursfulla  hvatningu til ólöglega aðgerða eins og þú gerir  ? 
  • Ég var óbeint að segja hérna fyrir ofan að Vilberg hafði kannski verið óraunhæfur með þessa hvatningu til að nota bílastæðin undir reiðhjól, en ef reiðhjólin yrðu virkilega mörg (segjum 500) og að bílunum fækkuðu á móti um 200, þá væri það að nota  bílastæðin (líka) eina skynsami lausnin. Borgin gékk hálfa leið í þessa átt við stórtónleika í dalnum í sumar.   Ekki viljum við hefta för gagandi um garðinn með hrúga af hjólum, frekar en með hrúga af bílum. 

Morten Lange, 3.8.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Morten Lange

Ég skil vel að  sársaukafullt geti verið fyrir suma að horfa upp á breytingar.

En trúið mér, trúið sérfræðinga, trúið reynsu borgarbúa um allan heim : það er á heildina lítið öllum til framdráttar ef þeir sem hjóla og ganga fara að njóta sambærilegra réttar og þeirra sem aka, og að þeim fjölgi sem stunda heilbrigðar samgöngur. Draumsýn flestra sem hafa skoðað málin af alvöru er : Allt í bland, bæði bílar, reiðhjól, almennings-samgöngur og ganga. Bara hækka nokkuð hlutfall af hinum síðarnefndum, og stuðla að fækkun bíla í umferðinni á móti.  Ef  jafnræði samgöngumáta er haft í havegi, gerist það  kannski sjálfkrafa. Sennilega þarf líka öflug umræða og hvatningu  og að snúa við fordóma gegn heilbrigðum samgöngum.

Ef einhverjar öfgar eru varðandi bílastæðin í dalnum, þá er málið að hver gestur á bíl fær rausnaraleg meðgjöf þegsar hann leggur gjaldfrjálst, því ekki eru bílastæðin í sjálfu sér ókeypis. Landið í Laugardalnum er mjög dýrmætt. Að hafa þarna gjaldfrjáls bílastæði er því ekki allveg í samsvari við markaðshagkerfinu. Þeir sem ganga fá ekkert, og þeir sem hjóla nota 20% eða minna af því plássi sem þeir á bíl nota. Ef að lesendur halda svo að bílaeigendur hafa þegar greitt fyrir sín snúð í gegnum skatta oþh, þá er það rangt. Þetta er einmitt öfugt farið, og allveg sérstaklega ef heildarmyndin er skoðuð : Vegagerð, virði dýrmæts lands, heft aðgengi fyrir aðrar samgöngumáta, óheilsa og ótímabær dauði sökum ofnotkunar á bílnum, óhagstætt borgarskipulag, og svo allar tjáningar og kostnaður sem fylgja bílslysum, stórum sem smáum. Og enn mætti telja upp kostnaðarliði sem oft vilja gleymast.

Morten Lange, 3.8.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Hjóla, ekki spurning. :)

Róbert Þórhallsson, 3.8.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband