Einn af mínum uppáhaldsdögum ársins er að fara á gleðigönguna. Þetta er litskrúðug og virkilega skemmtileg framkvæmd þessi hátíð. Engu haldið aftur og allir sem taka þátt fá að njóta sín. Hvort sem um er að ræða sýnendur eða þáttekendur. Í fyrra voru einhverjar stelpur á mótorhjólum í leðurgöllum sem fylgdu í göngunni.
Er ekki málið í ár að auka veg hjólreiða og einhverjir samkynhneigðir hjólreiðamenn skella sér á reiðhjólum í gönguna í vel samkynhneigðum hjólreiðagöllum. Allavega hef ég fengið comment að hjólreiðagallarnir mínir séu hommalegir þar sem þeir eru litríkir og aðsniðnir frá þeim sem þurfa að hafa skoðanir á þeim.
En er ekki málið að það verði smá Gay Ride í Gay Pride í ár.
Er svo að sjálfsvögðu ekki málið fyrir alla sem ætla að koma og horfa að mæta á reiðhjólum og spara aðeins mengun, bílaumferð og bílastæði í miðborginni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.