"Það var svo furðulegt að ég gat hjólað endalaust en svo þegar ég var kominn á leiðarenda gat ég varla gengið upp tröppur"
Þetta var uppáhaldslýsingin mín í fréttinni því ég þekki þetta svo sannarlega og allir sem hafa hjólað eitthvað ættu að þekkja þetta. Maður hættir aldrei fyrr en maður er komin það sem þarf hverju sinni og hjólreiðar bjóða uppá að þrekið virðist endalaust, ólíkt því að hlaupa eða stunda aðrar íþróttir því ef maður heldur púlsinum í réttum gír þá virðast fæturnar endast og endast.
En Hávarður. Þú ert hetjan mín þessa vikuna og virkilega til hamingju með þetta og vonandi að maður sjái þig á þjóðvegunum næsta sumar líka því svona stórafrek hlýtur að vera upphafið að enn stærri verkefnum.
Sjáumst á hringveginum næsta sumar
Hjólaði frá Reykjavík til Bolungarvíkur á 3 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eina skiptið sem ég hef ælt af áreynslu var á hjóli. Þrjóskan við brekkurnar og norðanvindinn bar líkaman ofurliði.
Mæli samt ekki með að fólk geri þetta að staðaldri.
Jón Ragnarsson, 7.8.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.