Hvað eru almenningssamgöngur

Eru almenningssamgöngur bara eitthvað sem þarf lækkun á Olíugjaldi og sitji við sama borð og hópferðaakstur.

Ég er samt fylgjandi því að auka eigi veg strætó eins mikið og auðið er. Það er samt ekki bara gert með því að veita þeim peninga og einhverja skattaafslætti. Það þarf að sama skapi að gera kröfur um að þjónustan sé eitthvað sem henti öllum.

Strætó þarf að vera þannig að gamalt fólk fái tíma til að setjast í sæti sín áður en vagninn fer af stað. Vagnarnir þurfa að vera mannaðir fólki sem talar íslensku svo börn og aðrir sem ekki tala ensku og pólsku geti fengið leiðbeiningar þegar farið er af stað í strætó. (þetta hefur ekkert með að ég sé á móti erlendu vinnuafli heldur bara að strákurinn minn á í stökustu vandræðum að ferðast með strætó oft á tíðum) Og svo að sjálfsögðu þarf að vera aðstaða til að taka reiðhjól með sér í strætó. Því til þess að svona samgöngur virki uppá sitt besta þarf fólk að geta komist milli hverfa og svo nýtt sér reiðhjól eða gengið það sem eftir er.

Svo myndi ég vilja sjá reiðhjólagrindur við strætóskýli svo hægt sé að hjóla að samgöngupunktum strætó og geyma hjólið sitt.

Ætli vandamál strætó sé ekki bara að þeir hjakkast í sama farinu og gera ekki annað en grenja um peningaleysi og gera ekkert til að bæta þjónustuna og hafa ekki komið með neinar nýjungar síðan ég man eftir mér nema kannski auglýsingaskilti á strætóskýlin. Væri ekki málið að gera þjónustuna meira aðlaðandi og fá jákvæðari mynd af strætó til þess að fá fólk til að nota hann.


mbl.is Vilja átak í almenningssamgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband