Einn eitt slysið sem engin fær að vita hvað gerðist.

Hvernig átti slysið sér stað?. Hjólaði barnið fyrir ökumanninn eða keyrði ökumaðurinn á barnið á göngubraut eða hvernig voru tildrög slyssins. Hver var í rétti og hver olli slysinu ?.

Gott að vita að barnið var með hjálm en spurning er hvort að ef aðstæður hefðu verið betri að barnið hefði lent í þessum aðstæðum. Og svo er það spurningin hvort barnið lenti fyrir bílnum eða bílinn keyrði á barnið.

Samkvæmt fréttinni má túlka að hjólreiðamaðurinn (barnið) hafi verið í órétti því hann varð fyrir bílnum eða þannig er allavega mín túlkun á þessu. Ég vill sjá nánari túlkun á tildrögum svona slysa og hvernig þau urðu frekar en að börn verða fyrir bíl á hjóli. Auðvelt að meta málið þannig að óvitaskapurinn hafi ollið þessu en ég myndi vilja vita meira.

Svo er það náttúrulega fréttaflutningurinn sem snýst alltaf um hjálm / ekki hjálm en ekki hvort aðstæður barnsins hafi verið viðundandi.

Með slysið á Suðurlandsbraut snýst allt um aðstæður en þegar hjólreiðamenn lenda í einhverju er ekkert fjallað um aðstæður heldur einungis um hjálm. Menn eru að missa sjónar á því sem skiptir máli.

 


mbl.is Ekið á dreng á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Er innilega sammála þér, sumar fréttirnar eru svo snubbóttar og óljósar.

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 14.8.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: tatum

Þú skrifar alltaf um hjólreiðar sem "einhvern heilagan gjörning" sem eigi að eiga allan rétt hvernig sem sólin snýst um jörðina! eða jörðin um sólina!  Eitt sinn kom ökumaður með ungan son minn heim, "ökumaðurinn alveg brjálaður" og lýsti því hvernig hann (sonur minn) hefði hjólað fyrir bílinn hjá honum, ég sem foreldri, og ökumaður, tók son minn og brýndi fyrir honum hversu heppinn hann var að ökumaðurinn var með fullri rænu og gat stöðvað í tíma!!!!!  Og það held ég að við þurfum að gera meira af að gera hjólandi fólki grein fyrir því að stöðvunarvegalengd vélknúinnna ökutækja er lengri en gangandi og fótknúinna.... og líka það að gangandi (hjólandi) sjá ökuljós betur en ökumenn sjá gangandi og hjólreiðafólk.... Lífið snýst um gagnkvæma virðingu, ekki hver á réttinn hverju sinni.....  Sýnum hvort öðru virðingu þá gengur lífið betur.... ekki að einn eigi meiri rétt en einhver annar.   Öðru sinni keyrði ökumaður á börnin mín tvö fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu, hann hringdi á lögregluna, í næsta húsi, og biðin var 35 mínútur, hann keyrði þau síðan heim, elskulegur ökumaður, bað mig um að láta sig vita ef einhver einkenni kæmu fram á börnunum síðar, (oft koma áverkar fram síðar), sem betur fer sluppu þau, en þau fengu alveg lesturinn um umferðina heima, og hafa gætt sín síðan...... sem sagt þetta snýst um að sýna gagnkvæma virðingu, einn á ekki meiri rétt en annar.... öðruvísi tekst þetta ekki.....   Þetta hjólablogg þitt hefur á stundum gengið útí öfgar hvað réttindi varðar....  gagnkvæm virðing, þá hefst þetta.

tatum, 14.8.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Já Tatum....

Ég held að þú hafir algjörlega misst sjónar af því sem ég var að meina í færslunni minni.

Aðalatriðið var að allt snýst um hjálma ekki um hvernig ökumaðurinn ók eða hvernig barnið hagaði sér eða hjólaði. Það sem þetta á að snúast um er hvorugt heldur að meta aðstæður sem hjólreiðamenn og þá sérstaklega hjólreiðabörn þurfa að búa við.

Börn þurfa að þvera götur við enda göngustíga og eigum við að gera ráð fyrir því að börn átti sig á því að stígur endar og þau eigi að stoppa því stígur endar án nokkurra merkinga og gata sér beint fyrir framan ?. Það sama gildir með aðra hjólreiðamenn.

Ég held að málið sé ekki að ég sé öfgafullur eða of kröfuharður heldur er ég eingöngu að benda á hversu aftarlega aðstæður hjólreiðamanna á Íslandi séu lakar og hversu lítið aðstæður okkar virðast koma málinu við.

Svo ég noti fyrri samlíkingu úr fyrri færslu hjá mér þá er það þannig að ef gata hefði verið grafin í sundur og bíll ekið ofan í skurðinn hefði fréttin snúist um skurðinn og þar með aðstæðurnar bílaumferðar en ekki hvort bílstjórinn var með öryggisbelti eða ekki. Alveg eins og öll umfjöllun með slysin milli hveragerðis og Selfoss snúast um aðstæður ekki um öryggisbelti.

Ég er á því að aðstæður hjólreiðamanna/barna séu langt undir því sem þær ættu að vera og fréttaflutningur snýst ekki um það sem skiptir máli heldur bara um hjálma.

Það á að snúa þessum flutningi yfir í aðstæður eða tildrög slysa svo hægt sé að átta sig á vandanum.

Og varðandi Gagnkvæma virðingu þá þurfum við hjólareiðamenn að sýna bílaumferð virðingu með því að tefja hana ekki og við þurfum að sýna gangandi umferð virðingu á göngu/hjólastígum með því að veita henni forgang en hvergi eigum við heimtingu á einhverri virðingu því við erum allstaðar undir í öllum umferðarlögum.

Ég myndi vilja byrja á því að fá einhverja virðingu í umferðarlögum þó ekki væri nema gagnkvæm frá einhverjum af öðrum samgöngumátum lagalega séð.

Vilberg Helgason, 15.8.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Friðrik Thor:

Málið snýst ekki sérstaklega um hver var í rétti heldur á ekki að snúast um hvort barnið var með hjálm eða ekki. Það er tískuklisja allra hjólreiðaslysafrétta hingað til. Það sem ég hefði viljað sjá væri hvernig tildrög slyssins voru og hvernig aðstæðurnar voru hverju sinni. Það virðist alltaf vera tími til þegar um umferðarslys er að ræða en þegar um hjólreiðaslys er skrifað þá er þetta alltaf að barn/hjólreiðamaður varð fyrir bíl.

Hvað um Ökumaður/bíll ók á barn/hjólreiðamann eða einhverja smá athugasemd um aðstæðurnar.

Um daginn hjólaði barn á bíl á Akureyri og það var fréttin og þegar grenslast var aðeins um það var barnið á hjólinu á göngustíg niður Kaupvangsstræti og bíll sem var að fara útúr bílastæði þvera göngustíginn og barnið lenti í hliðinni á bílnum en samt snérist fréttin um að barn hjólaði á bíl ekki að bíl keyrði fyrir barn ?

Málflutningur allra hjólaslysafrétta eru yfirleitt bílnum í hag við fyrsta lestur og það er eitthvað sem þarf að laga.

Vilberg Helgason, 15.8.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Eftir minni reynslu þá bera keyrandi ökumenn minni virðingu fyrir hjólafólki hérna á Íslandi heldur en í öðrum löndum (t.d. Danmörku). Allt önnur tilfinning að fara yfir gatnamót þar heldur en hérna.

Hver er annars lagalegur réttur hjólreiðafólks í umferðinni? Hvaða rétt höfum við gagnvart bílunum og ökumönnum þeirra.

Róbert Þórhallsson, 15.8.2008 kl. 00:31

6 identicon

Þetta blogg er fáránlegt. Þessi frétt snýst um slasaðan ungan dreng en ekki rétt bíla og hjólreiðamanna. Ég held þú ættir að hugsa aðeins um það áður en þú ferð í einhverja fáránlega röksemdafærslu um hjóla og bílamenningu á Íslandi.

bestaskinn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:22

7 Smámynd: Vilberg Helgason

Bestaskinn.

Er ekki líka málið að bæta þurfi aðstæður fyrir börn í umferðinni og að draga megi úr slysahættu með því að benda á vandamálin og hvað skapar hættuna.

Fréttamiðlar hafa ekki áhuga á tildrögum slysa tengdum hjólreiðamönnum en í lok frétta um slys þar sem bíll keyrir útaf eða tveir bílar lenda saman eru tildrög slysanna yfirleitt tiltekin í fréttinni eða sagt að tildrög slyssins séu óljós. Samanber útafaksturinn í Aðaldal í fyrrinótt þar sem tekið var fram að hraður akstur á lausamöl hefði ollið því að bíllinn fór útaf.

það eina sem fréttamiðlar fjalla um er hvort viðkomandi var með hjálm eða ekki sem er gott og blessað en það þarf að bæta upplýsingar varðandi reiðhjólaslys og þá sérstaklega hjá börnum þannig að hægt sé að taka á þessum málum og að foreldrar átti sig betur á þeim hættum sem að börnum stafar í umferðinni og geti frætt þau betur.

Vilberg Helgason, 15.8.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Auðvitað á þetta að snúast um hjálma! Það er grundvallar atriði að börn - og allir hjólreiðamenn - sýni þá skynsemi að vera með hjálm.

Svo er þetta nú einu sinni þannig leikurinn verður ansi ójafn þegar bíll og hjól lenda í samstuði.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.8.2008 kl. 12:11

9 Smámynd: Vilberg Helgason

Kristín Björg.

Sammála því að fólk eigi að nota hjálma og hefur hjálmur nýst mér einstaklega vel þegar ég lenti sjálfur í hjólreiðaslysi.

Það sem ég er samt að fara er að í stað þess að einu athugasemdir fréttamiðla tengd öryggi séu hvort hjólreiðamaðurinn var með hjálm eða ekki eigi að taka fram aðra þætti líka.

Það sem ég myndi vilja að fylgdi með var t.d. "barn kom hjólandi eftir gangstíg sem lá beint útá götuna en aðstæður voru slæmar þar sem ekki var neitt hlið eða neitt til að sporna við því að barnið færi beint útá götuna"

Kannski mætti þetta vera betur orðað en oft eru tildrög þessarra slysa og þá sértaklega hjá börnum að gangstígar enda og götur taka við. Jafnvel blindhorn fyrir ökumenn þar sem girðingar geta verið sitthvoru megin við gangstíginn og svo framvegis. 

Það er á allt of mörgum stöðum bæði í Reykjavík og annarsstaðar slysagildrur fyrir börn þar sem stígar mæta götum án þess að neitt sé til að hefta að börn/fullorðnir sem eru á reiðhjólum, hlaupahjólum eða línuskautum geti farið óhindrað á talsverðri ferð útá götu og oft líka halli niður að götunni á þessum stígum.

Þetta er það sem ég vill sjá koma fram í fréttum til að vekja aðhygli á slæmri aðstöðu þeirra sem þarna eiga leið um. 

Um leið og aðstæður bílstjóra eru hættulegar/slæmar ratar það á síður fjölmiðla

Vilberg Helgason, 15.8.2008 kl. 13:57

10 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Held að fólk missi svolítið af inntakinu, það verður bara fúlt yfir að drengurinn skuli ekki fá meiri samúð.  En það er nákvæmlega það sem við viljum vita, hvernig bar þetta slys að og hvernig getum við fyrirbyggt að það verði sams konar slys á sama stað og öðrum svipuðum stöðum.

Ég er raunar nokkuð viss um hvernig þetta slys bar að.  Hlíðarvegur og Túngata liggja samsíða.  Á milli þeirra eru þrjár brattar brekkur, og það er mjög algengt að þeir sem koma niður brekkurnar eigi erfitt með að stoppa, hvort sem þeir koma hlaupandi, hjólandi eða á vélknúnu farartæki.  Hornið við miðjubrekkuna er mjög blint og ég man eftir að hafa sloppið með skrekkinn eftir að hafa hjólað niður hana.  Gangstéttirnar í efri hluta Ísafjarðarbæjar eru ekki færar hjólreiðafólki, það hjóla allir á götunum.  Enda umferð ekki mikil þar.  Ég hef meira að segja farið á sleða og snjóþotu niður þessa brekku (eins gott að mamma lesi þetta ekki )

Ein 7 ára frænka mín komst í fréttirnar í fyrra þegar hún hjólaði á bíl (það er biðskylda þarna á þá sem koma niður brekkuna) en hún slapp með eina lausa tönn og nokkrar rispur.  Það blæddi alveg svakalega mikið og hún var höfð inni á sjúkrahúsinu yfir nótt, en sem betur fer slapp hún án alvarlegra meiðsla.  Hún hjólaði sum sé of hratt niður brekkuna og gat ekki stoppað í tíma.  Ökumaður bílsins bremsaði líka, en náði ekki að forða árekstri. 

Nákvæmlega ári seinna hjólaði besti vinur stelpunnar niður sömu brekku og hjólaði á bíl.  Þurfti að sauma nokkur spor í hökuna á honum.  Ekki lærði hann af mistökum vinkonu sinnar.  Og mig grunar að þessi drengur hafi lent í svipuðu óhappi.

Hvað væri hægt að gera til að fyrirbyggja fleiri slys á sama stað?  Kannski setja biðskyldu á þá sem fara um Túngötuna, en þá kannski fara ofurhugar bæjarins allir að láta sig húrra niður miðbrekkuna trekk í trekk og athuga hvað þeir komist hratt þegar þeir þurfa ekki lengur að bremsa neðst í brekkunni.

Hjóla-Hrönn, 22.8.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband