Er Akureyri hjólahöfuðborg sumarsins

Ég er búin að vera á Akureyri undanfarna daga og hef verið að þvælast hérna og fylgjast með hjólamenningunni miðað við í Reykjavík.

Það sem mér finnst alveg frábært hérna er að umferð reiðhjóla hérna er alveg ótrúlega mikil, sama hvort um er að ræða fólk á götunni eða stígum eða gangstéttum. Alltaf virðist fólk vera úti að hjóla hérna. 

Alveg ótrúlega stórt hlutfall reiðhjóla eru með barnastóla og yfirleitt fylgir barn með og jafnvel vagn aftaní með öðru barni. Það sama má segja um heilu fjölskyldurnar sem eru hjólandi úti á kvöldin og yfir daginn. Bara alveg frábær.

Þetta er nefnilega alveg ótrúlega skemmtileg stemming hérna og útí kjarnaskógi getur verið fjöldinn allur af reiðhjólum á góðviðrisdögum og við sundlaugina líka.

Ég held að Akureyrarbær ætti að fara að kynna hjólastefnu sína sem  og fara að koma henni í framkvæmd því allur þessi fjöldi hjólreiðamanna hérna á hana skilið. Ég fjallaði einmitt um þegar frétt birtist á textavarpinu um hana og síðan hefur ekkert heyrst né gerst.

Hér má sjá færsluna http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/552134/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef verið mikið á Ísafirði og Bolungarvík í sumar, en þar er töluvert hjólað enda allt á láglendi og auðvelt að hjóla á milli þessara bæja.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Frábært að heyra Rafn.

það er alveg ótrúlegt gleðiefni hvað margir virðast orðið hjóla. Og þessi aukning mun bara halda áfram. 

Vilberg Helgason, 16.8.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband