Helvítis landsbyggðarliðið þarf annaðhvort að eiga bíl eða leggja fram 30.500 krónur fyrir korti hjá Strætó til að komast til skóla á höfuðborgarsvæðinu vetur.
Enda líklega kominn tími til að draga úr þessum jöfnunarsjóðum sveitafélaga og hætta almennt að styrkja krakka til náms utan þeirra bæjarfélaga sem þau koma frá . Enda ef við horfum á þetta raunhæfum augum þá er það gjörsamlega foreldrum barna á Hellu sem dæmi að kenna að þau alast ekki upp í sveitafélagi með Háskóla eða framhaldsskóla hvað þá heldur.
Þessvegna skil ég næstum því stefnu Reykjavíkurborgar og Strætó í fínu grænu skrefunum sínum að allir aðkomunemendur sem stunda nám í skólum í Reykjavík og nágrenni hafi ekki rétt á því að fá frítt í strætó eins og þeir sem hafa lögheimili í Reykjavík.
Ég held að næsta raunhæfa skref sé að Reykjavíkurborg fari að niðurgreiða skólagjöld sinna þegna og láta landsbyggðarpakkið halda uppi háskólunum eins og þeir virðast ætla að láta landsbyggðarpakkið halda uppi strætó í vetur.
Allavega langar mig að hrósa Sjálfsstæðisflokknum og grænu skrefunum hans fyrir þetta hvetjandi framtak og þessa skemmtilegu aðskilnaðarstefnu sem á að ráða ríkjum í vetur í fínu höfuðborginni okkar íslendina.
En hérna eru skilyrðin á heimasíðu strætó fyrir nemakorti, og nemar þurfa að uppfylla bæði:
- Þú ert með lögheimili innan sveitarfélags sem tekur þátt i Nemakortunum (Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Álftanes).
- Þú ert skráður nemandi í framhalds- eða háskóla sem staðsettur er á höfuðborgarsvæðin
Eða eins og þeir auglýsa án frekari skilgreininga "kostar ekki NEMA ekkert"
Svo er spurning hvort það sé löglegt að auglýsa svona því NEMI og NEMI virðist ekki vera það sama.
Flokkur: Samgöngur | 25.8.2008 | 22:35 (breytt kl. 22:49) | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér. Þetta er auðvitað bara eðlilegt. Ríkisstjórnin hefur bisað við það nú í mörg ár að búa til almennilega stéttarskiptingu í landinu og bara kominn tími til að fara nú í almennilegt manngreiningaálit eftir búsetu. Mér finnst bara eðlilegt að mitt fólk á landsbyggðinni þurfi að borga meira í strætó en aðrir. Við erum hvort eð er að borga fyrir húsnæði og mat (ólíkt mörgum Reykvíkingum sem búa heima hjá mömmu og pabba á meðan þeir eru í skóla) og getum því alveg bætt strætókorti við. Og ef þetta eykur líkurnar á því að landsbyggðafólk hafi ekki efni á því að fara í háskóla þá er það bara bónus. Og nú ætla ég að fara og kasta upp.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.8.2008 kl. 01:10
Almenningssamgöngur á Rvíkursvæðinu eru GREIDDAR VERULEGA niður af sveitasjóðunum.
Garðabær KAUS að hætta í samvinnu um, ókeypis í strætó og því var ekki annað hægt, ef halda skyldi samræmi milli kosnaðar og þjósnustu.
fFramlög til almenningssamgangna er EKKI úr ríkissjóði og því er skylda manna, að skoða hvernig kosnaður verður til og hvernig honum er mætt.
EF heimasveitafélög KJÓSA að bjóða sínum íbúum frítt í Strætó, er þeim hægur vandi, að senda með viðkomandi aur til þess arna, líkt og sveitafélög sem eru upp talin í auglýsingunni KJÓSA að gera.
Miðbæjaríhaldið.
Bjarni Kjartansson, 26.8.2008 kl. 08:44
Í fyrra var nemafyrirkomulag þar sem lögheimilsmálið var ekki haft með og þessvegna gátu allir nemar við háskóla og framhaldsskóla í Reykjavík fengið svona kort.
Og með Grænum skrefum sjálfstæðisflokksins sem á meðal annars að stuðla að auknum almenningssamgöngum þá er þetta ekki rétta skrefið.
Ég hefði frekar viljað sjá grunnskólanema bætast við í hópinn um frítt í strætó en að sjá dregið úr þessarri nemaþjónustu.
Og svo auglýsa þeir grimmt eins og þetta sé fyrir alla nema og leika sér með orðið NEMA í auglýsingunni og orða hana einhvern vegin svona "kostar ekki NEMA ekkert" þeir hefðu betur notað orðið NEMA sem fyrirvara en einhvern sniðugan orðaleik í auglýsingunni.
Vilberg Helgason, 26.8.2008 kl. 10:30
Væri ekki nær að fara fram á að hvert og eitt sveitarfélag niðurgreiði strætókort fyrir sína þegna í stað þess að ætlast til þess að útsvarsgreiðendur Reykjavíkur borgi brúsann?
Sindri (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:33
Nokkuð til í þessu,er samála því að borgin á ekki að halda uppi "landbyggðapakkinu"ég skil ekkert í því þegar ég kem í borgina að hún skuli gefa mér frítt í bílastæði bara vegna þess að ég er á vistvænum priusbíl en borgarbarnið þarf að borga,mjög óréttlátt. Vegna skorts á landsæði í borginni undir villur og fyrirtæki þá finnst mér að ríki og borg ætti að stuðla að því að allir framhaldsskólar yrðu fluttir út á landsbyggðina svo þið gætuð verið í friði fyrir okkur,við erum óþolandi afætur á borginni og því þarf að linna. Ég öfunda ykkur í borginni að fá að alast upp í óreiðunni og óörygginu sem er í miðborginni,það er örugglega mjög spennandi líf þarna,alltaf eitthvað að gerast,fólk barið,rænt,og skilið eftir á víðavangi og þá oftast úti á "landsbyggðinni" tala nú ekki um spennuna sem er í borgarstjórn,alltaf eitthvað nýtt að ske þar á bæ,spennandi bíómynd.Ég segi ykkur það alveg satt:ÉG ÖFUNDA YKKUR AF LÍFSGÆÐUNUM
Guðmundur Hall Ólafsson, 26.8.2008 kl. 11:39
Nei þetta er alveg rétt hjá honum. Þegar ég fer í bíó ætlast ég til þess að aðrir borgi fyrir mig. Ef ég sé foreldra einhvers sem er með mér í bekk borga fyrir hann, fer ég í miðasöluna og segi "hei, ég er í sama bekk og þessi, foreldrar hans greiddu fyrir hann miðann og hljóta því líka að eiga að greiða fyrir mig..."
Kristján (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:42
"Væri ekki nær að fara fram á að hvert og eitt sveitarfélag niðurgreiði strætókort fyrir sína þegna í stað þess að ætlast til þess að útsvarsgreiðendur Reykjavíkur borgi brúsann?" - Sindri skrifar
Jú það væri alveg sjálfsagt, um leið og heimasveitafélagið fengi hlutinn af þvi sem námsmaðurinn eyðir í Reykjavík og setur inn í veltuna þar.
Það þarf nefnilega að skoða málin í heild
Rúnar Haukur Ingimarsson, 26.8.2008 kl. 15:24
Af hverju ætti hvert og eitt sveitafélag að borga fyrir sitt fólk.
Þetta fólk er í skóla og skilar þar með ekki skatti því það er jú varla að vinna mikið. En öll neysla og útgjöld eiga sér stað á svæðinu sem þau eru að læra á.
Að sama skapi væri kannski hægt að krefjast þess að hluti af tekjum af neyslu þessa fólks færi til baka til sveitafélagsins. Ekki er þá eðlilegt að Reykvísk fyrirtæki hafi gott af veru þessarra nema í borginni því ef þau gætu sótt sama nám í heimabyggð myndu þau örugglega velja það.
Vilberg Helgason, 26.8.2008 kl. 19:18
Sorry Rúnar Haukur.... Ég var ekki búin að lesa commentið þitt þegar ég svaraði en mitt er greinilega endurtekning á þínu ;)
En samt er það þannig að allir penngar liggja til Reykjavíkur. Allur skattur fyrirtækja er greiddur í Reykjavík þar sem höfuðstöðvar fyrirtækjanna eru þar ekki til sveitafélaga út frá útibúum útá landi.
Ætti þá ekki jafnt að fara að huga að því að fyrirtæki í Reykjavík fari að greiða skatt til sveitafélaga eftir hagnaði miðað við veltu á fyrirtækjunum í hverju sveitafélagi fyrir sig ?.
Vilberg Helgason, 26.8.2008 kl. 19:20
Leysum þetta og margt annað með því að sameina öll sveitafélög í eitt.
Elías Theódórsson, 26.8.2008 kl. 19:54
Ég er með hugmynd sem gæti virkað ... sveitarfélögin utan af landi gætu hæglega styrkt viðkomandi nemenda til að kaupa árskort í strætó.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:29
Vitð þið að ég er alveg sammála um að sveitafélög utan af landi öll þessi 200 eða hvað sem þau eru mörg gætu styrtk sína menn til strætókorta.
En að sama skapi stórefast eg um að það hafi nokkurntíma verið í boði eða nokkuð sent þeim um breytt fyrirkomulag á þessu kerfi og því gæti tekið heilt skriffinskuár að koma þessu í samt lag. Enda aðeins örfáar vikur síðan þetta leystist meðal sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Og á meðan svona er að þessu staðið sé ég ekki af hverju nemar sem búa í reykjavík, lifa í reykjavík, eyða öllu sínu í reykjavík og munu eflaust neyðast til að flyta til reykjavíkur til að fá starf við hæfi eftir nám þurfi að bera þennan aukakostnað á meðan þeir þurfa að bera aukakostnað af húnsæði, fæði og samgöngum sem þeir myndu ekki þurfa að bera ef framhaldsskóli eða háskóli væri í þeirra sveitafélagi.
Punktur.
Vilberg Helgason, 26.8.2008 kl. 21:51
Ég er einn af þessu óþolandi landsbyggðarpakki sem býr í Reykjavik (er frá Akureyri). Málið er að ég asnaðist til að mennta mig og desvær, þá er lítið um fína drætti í mínu fagi nema við HÍ. Svo ég auðvitað flyt suður, eftir að hafa notið allrar þeirrar þjónustu sem mitt sveitfélag hafði að bjóða. Núna bý ég í Reykjavík og borga mitt útsvar þar. Hvað haldið þið að það séu margir sem búa í Reykjavík BARA vegna þess að hér er hefur ríkið kosið að hafa Háskólann hér? Ef háskólinn hefði verið settur á miðhálendið, þá væri ég þar. En ég er hér, og útsvarið mitt er hér í Reykjavík (sem borgaði ekki mína grunnskóla- og menntaskólamenntun). Þannig að mín skoðun er sú að auðvitað á að vera frítt fyrir alla nema, en ekki bara útvalda sem voru svo "heppnir" að vera fæddir uppaldir á Stór-Reyjavikursvæðinu
baddi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.