11 ára strákur varð fyrir áreiti hugsanlegs barnaníðings meðan hann var gangandi heim úr skólanum.
Á sama tíma og háskóla og framhaldsskólanemendur eru að fá strætókort frítt frá borginni er þá ekki málið að bæta grunnskólabörnum við í þennan hóp... Margar góðar ástæður eru til að grunnskólabörn fái strætókort og núna má greinilega bæta við þeirri ástæðu að ef börn geta tekið strætó frá skóla til heimilis og öfugt er búið að draga úr barnaníðingaveiðilendum.
Á Akureyri þar sem frítt er í strætó taka grunnskólabörn á öllum aldri strætó milli 2ja stoppistöðva bara til að stytta sér leiðina. Eflaust má mæla gegn því með minni hreyfingu barna þar sem þau þurfa að ganga styttra til skóla en er þá ekki alveg eins hægt að álasa foreldrum fyrir að kaupa sér hús of nálægt skólum.
En þetta er augljóslega enn ein ástæðan fyrir því að frítt á að vera í strætó fyrir alla í Reykjavík.
Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 29.8.2008 | 21:57 (breytt kl. 21:58) | Facebook
Athugasemdir
ég var einmitt að hugsa um þetta fyrr í kvöld og ræða við 13 ára soninn, hve asnalegt er að grunnskólanemar þurfi að borga í strætó meðan fullorðið fólk fær farið gratís.
Brjánn Guðjónsson, 29.8.2008 kl. 23:36
Mér finnst að ALLIR eigi að fá frítt í strætó og þá auðvitað sérstaklega börn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.8.2008 kl. 08:18
Orð í tíma skrifuð - hefur alveg rétt fyrir þér
Rúnar Haukur Ingimarsson, 30.8.2008 kl. 10:22
Auðvitað á að vera frítt í Strætó fyrir alla, óháð aldri og búsetu.
Held samt að það sé ekki lausnin gegn barnaníðingum, sérstaklega ekki í Reykjavík þar sem grunnskólar eru yfirleitt inni í íbúðarhverfum og jafnvel utan strætóleiða. Það er þá frekar umhugsunarefni að skólarnir séu lokaðir inni í íbúðarhverfum sem eru yfirleitt mannlaus af fullorðnu fólki á daginn.
Hanna, 30.8.2008 kl. 13:46
...að börnin fengu frítt í strætó myndi líka hjálpa kennurum og skólum mikið því okkur er skylt að fara með börnin í vettvangsferðir en fáum ekkert fjármagn til þess. (ég veit þetta er leiðinlegt innlegg) En það er náttúrulega alveg fáránlegt að leikskólanemendur, framhaldsskólanemendur og háskólanemendur fái frítt í strætó en grunnskólanemendur eigi að borga...!!!
Janus, 30.8.2008 kl. 16:48
Auðvitað á að vera frítt í strætó fyrir alla nemdur, og þó fleiri væru. Það er hins vegar því miður þannig að barnaníðingar eru langflestir aðilar sem barnið þekkir. Þessi ókunnugi pervert með nammið eða skutlið er algjör undantekning.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.