Hver er vondi kallinn. Akureyrarbær eða Strætó í Reykjavík.
Ég skrifaði færslu um daginn um að strætó væri með þessa mismunun milli lögheimilis notenda þess, þeas að nemar í Reykjavík þyrftu að hafa lögheimili í borginni til að fá strætókort frítt frá strætó.
Ég fékk athugasemdir eins og að af hverju Reykvískir skattgreiðendur þyrftu að borga fyrir landsbyggðarpakkið í strætó og svo framvegis og ég var að sumu leiti sammála þessu á því augnabliki og fór að hugsa af hverju sveitafélög eins og Akureyri og fleiri ættu ekki að taka þátt í þessu og borga kort fyrir sína menn. Ég meina af hverju áttu Reykvíkingar að borga fyrir helvítis landsbyggðarpakkið í strætó ?.
En svo fór ég að velta fyrir mér hvort að Akureyrarbær sem er með frían strætó fyrir alla spurji alla um skilríki og sendi svo gíró á hin sveitafélögin. Það eru jú í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Háskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri fólk frá öllum landshlutum sem notar þessa þjónustu þar. Er þá ekki jafn raunhæft að Akureyringar fari að taka niður lögheimili og senda gíró?.
Svo fékk ég athugasemd frá manni sem nam í framhaldsskóla á landsbyggðinni og fór svo í Hákóla til Reykjavíkur og endaði með lögheimili í Reykjavík þar sem vinnuframboð fyrir hans menntun er ekki til staðar og hann benti einnig á að þegar hann var í framhaldsskóla greiddu foreldrar hans útsvar í sveitafélaginu hans og svo fór hann í skóla til Reykjavíkur og býr þar sem þýðir að útsvar foreldra hans sem fór í hans menntun endaði á því að hans útsvar fór til Reykjavíkur, ekki til sveitafélagsins sem hann ólst upp í.
Þannig að spurningin er hvort Reykjavík sé virkilega stætt að neita nemum af landsbyggðinni um að fá frítt í strætó þar sem yfirgnæfandi líkur eru á því að þeir muni greiða sitt útsvar í Reykjavík í framtíðinni. Það er allavega á hreinu hvar fólksfjölgunin er.. hún er ekki á landsbyggðinni.
Strætó og Reykjavíkurborg.... Hættið þessu kjaftæði og bjóðið öllum nemum frítt í stætó sama hvaðan þeir koma því þeir munu jú eflaust borga útsvar til borgarinnar í framtíðinni.
Flokkur: Samgöngur | 30.8.2008 | 22:50 (breytt kl. 22:51) | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki betur en að nemendur utan af landi eigi rétt á sérstökum styrk sæki þeir nám í höfuðborginni. Geta þeir ekki bara borgað strætókort af þeim peningum?
Egill Óskarsson, 31.8.2008 kl. 03:37
Ég fór og flétti uppá þessu Egill og sá á heimasíðu Lín að jöfnunarstyrkur er eitthvað sem framhaldsskólanemar geta fengið, ekki háskólanemar.
Svo er ég nokkuð viss um að þessi jöfnunarstyrkur brúi varla bilið við kostnað að koma í stóla frá Vopnafirði eða Höfn eða eitthvað miðað við að eiga sitt heimili hjá foreldrum í Reykjavík. Miðað við að bara flut er komið í um 20.000 fram og til baka ef fólk ætlar í kaffi til mömmu. Svo er það náttúrulega allir hinir kostnaðarliðirnir.
Þetta er bara einfalt.... Frítt í strætó fyrir alla
Vilberg Helgason, 31.8.2008 kl. 10:49
Ég vil nú að fyrst fá allir íbúar Strætó.bs frítt, áður en nemum af landsbyggðinni verði boðið frítt í Strætó.
Ekki fá nemar af Akranesi frítt í Strætó, þó hann gangi þangað uppeftir. allaveg var sá bær, ekki talinn með þeim sveitarfélögum sem buðu framhaldskólanemun fríar ferðir.
Þegar elsta barnið mitt fór í framhaldskóla hérna í Borginni, þá vorum við búsett fyrir norðan. Þ´´a verð sveitarfélagið að borga einhvern kostnað fyrir hana. Ekki man ég hver hann var, en oddvitinn kvertaði yfir þessu við mig. Og þá spurði ég hann, hvort hann vildi að hún flytti lögheimilið til ömmu sinnar í Reykjaví. Það var fátt um svör, þá.
En hún flutti lögheimilið úr því það var verið að kvarta yfir sér úr heimsveitinni, þar sem hún fæddist og ólst upp.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:31
Hvað er það sem ég er að misskilja í þeassarri umræðu? Var ekki ástæða þess að ekki var frítt fyrir alla framhaldsskólanema sú að ákveðin sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu neituðu að borga brúsann fyrir sitt fólk?Þar af leiðandi neyddust þau svetafélög sem vildu bjóða sínum nemum upp á frían strætó að binda það við lögheimili í sínu sveitarfélagi.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 14:38
Jú, þannig skil ég það allavega. Og þá flytja nemarnir lögheimili sitt til þeirra sveitarfélaga sem borga fyrir þá.
Þeir þurfa samt ekki endilega að búa þar raunverulega. Bara eiga lögheimili.
Er nokkurn tíman tékkað á þessu, hvort sem er?
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 14:52
Þetta snýst náttúrulega um að garðabær klúðraði þessu.
En það getur engin nema Strætó og Reykjavíkurborg leyst þetta. Ef þeir hafa viljan til þess þá verða þeir að beita sér fyrir lausn á þessu máli.
Reykjavíkurborg á víst að hafa sent ályktun eða eitthvað álíka til strætó þar sem þeir hvöttu þá til að leyfa öllum nemum að fá frítt. Ef rétt er þá er það skref í rétta átt. En Reykjavík er það stórt bákn að þeir eiga ekki að láta Garðabæ halda sér í gíslingu í þessu máli.
Vilberg Helgason, 31.8.2008 kl. 15:38
Garðabær hefur hingað til lagst á móti því að nokkuð sé gert til að það verði frítt í strætó á nokkurn hátt, jafnvel þó það myndi leiða til betri nýtingu almenningssamgangna og fækkun bíla á einum þeim kafla þar sem í sífellu myndast langar umferðarteppur. Bæjarstjórinn þar vill fvíst rekar að það verði hækkað í strætó og rekið samkvæmt "arðesmissjónarmiðum", nokkuð sem eru frekar hæpnar forsendur þegar kemur að almenningsþjónustu sem fyrir marga eru hrein og klár nauðsyn.
En það er mjög erfitt að segja að Reykjavík geti leyst þetta nema að fara að leggja mun meira í sjóðinn hlutfallslega en aðrir því valdadreifiningin innan fyrirtækisins er frekar skökk. Reykjavík hefur aðeins eitt atkvæði á móti sex atkvæðum hinna sveitarfélaganna, nokkuð sem hefur ekki skilað góðum hlutum þegar kemur að ákvörðunum. Fyrir nokkrum árum þegar Leið 7 upp í Árbæ, sem var ein af best nýttu leiðunum, var skert með fækkun ferða o.fl., þá var það einmitt að undirlagi hinna sveitarfélaganna og þá sérstaklega Kópavogs Þessi leið var farinn frekar heldur en að skerða þjónustu við illa nýttar leiðir innanbæjar í Kópavogi og einnig var að mig minnir, ekki skert þjónusta við Garðabæ sem hafði mjög illa nýttar leiðir.
Með þetta í huga og hvernig bæjarstjóri Garðbæinga lætur þegar kemur að strætó, þá held ég að það besta fyrir okkur Reykvíkinga, væri hreinlega að kljúfa okkur frá þessu byggðasamlagi og láta hvern sjá um sig, eða þá hreinlega að borgin taki yfir allan reksturinn og stjórnun Strætó og selji svo hinum sveitarfélögunum þjónustuna sem yrði þá í samræmi við það sem menn væru tilbúnir að borga.
AK-72, 1.9.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.