Í dag fór ég og var viðstaddur setningu Samgönguviku sem sett var í foldaskóla í Grafarholti. Utanvið að ég fekk þessar fínu kleinur og hlustaði á skemmtilegan barnakór syngja þá voru þarna rafmagnsreiðhjól sem Reykjavíkurborg hefur keypt til að nota fyrir starfsmenn sína til að sinna erindum milli stofnana og fleira.
Mér finnst þetta nefnilega frábært framtak hjá Reykjavíkurborg. Fyrir nokkru keyptu þeir hjól handa starfsmönnum sínum til að nota í skreppum sem voru þónokkuð notuð þar sem ég þekki til og svo bæta þeir um betur og kaupa nokkur rafmagnsreiðhjól. Með þessi móti spara þeir bílastæði, stytta ferðatíma starfsmanna og hvetja til notkunar grænna samgöngumáta.
Ég fékk að prófa eitt svona hjól í dag hjá borginni við setningu Samgönguviku og þetta var alveg þrælskemmtileg græja og ætti að vera lausn fyrir alla sem sjá hjólreiðar sem eitthvað svitabað þegar komið er til vinnu á hjóli því þarna er hægt að komast nánast áreynslulaust milli tveggja staða án þess þó að gera ekki neitt. Þetta þarf ekki að vera erfiðara en að labba rösklega, jafnvel róglega og svo er ferðatíminn alveg ótrúlega stuttur og ferðamátinn þægilegur.
Reykjavíkurborg fær A++ fyrir þetta framtak.
Flokkur: Samgöngur | 16.9.2008 | 16:46 (breytt kl. 16:48) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.