Strætó BS er milli steins og sleggju í þessu máli því þetta væri allt slétt og fellt ef hið bláfætæka sveitafélag Garðabær gat ekki hugsað sér að taka þátt í þessu verkefni eins og í fyrra. Heldur þurftu þeir að skera sig úr og skemma þetta samstarfsverkefni.
Það er náttúrulega erfitt að bjóða námsmönnum allra sveitafélaga landsins frítt í strætó á meðan Garðabær getur ekki greitt það sem þeim ber til að þetta gangi allt upp.
Væri ekki málið bara að Strætó BS hættir að ganga í Garðabæ og þeir geti átt sitt eigið strætókerfi svo hægt sé að láta þetta mál ganga upp.
En svo er líka spurning af hverju við þurfum að hafa skoðun á þessu máli því miklu nær er að allir fái frítt í strætó og nemar verði bara einir af þeim í stað þess að vera einhver sérfríðindahópur.
![]() |
Segja þvert nei við kostnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að hafa ókeypis í strætó er fyrst og fremst til að leysa skipulagsklúður í Reykjavík, flestir framhaldsskólar eru í vesturborginni. Svo er líka umhugsunar efni að eyða 100milj. meira í strætó ef það sparar sömu upphæð í gatnakerfi eða meir.
Sturla Snorrason, 21.9.2008 kl. 20:39
Af hverju ekki að úthluta kortunum eftir skóla frekar en lögheimili?
Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:52
Það er akkúrat það sem mér finnst Bjarney.
Núna er kominn flótti af landsbyggðinni og allar byggðartölur eru að skekkjast þar sem krakkar sem eru í skóla í Reykjavík eru að flytja lögheimili sitt þangað.
Ef það hefði bara verið farið eftir skólum væru allir sáttir
Vilberg Helgason, 22.9.2008 kl. 18:01
Ónei. það er allt of mikið að gera það. Við ungu strákarnir(BMX) erum alltaf að taka strætó í garðabæinn til að komast á skate parkið þarna til að hjóla. Ef það verður tekið frá okkur þá verðum við alveg brjálaðir því þetta er mest eftirsóttasta park í Reykjavík. Það væri þá miklu sniðugara að dreifa strætómiðum í hverfi.
Gísli Már Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.