Ég fæ iðulega margar fyrirspurnir vegna bloggsins míns enda býð ég fólki að vanti því ráð eða eitthvað tengt hjólreiðum þá sé ég boðinn og búin.
En ég fékk alveg frábærannn póst í dag þar sem viðkomandi spurði mig hvernig hann gæti hjólað án þess að fá alltaf rasssæri því hann hreinlega hefði ekki efni á að keyra lengur. Hann ætti jeppa sem kostar hann hann 600 kall að keyra til og fá vinnu miða við verð á dísel í gær (um 185 kall). En það væri eflaust komið yfir 700kallinn í dag og yrði örugglega 1000 kall á næstu vikunni.
Ég svaraði honum að hægt væri að kaupa mýkri hnakk en líklega borgaði sig að skella sér í hjólreiðabúð og fá sér hjólreiðastuttbuxur með púða í klofinu. Ég hjólaði allavega alltaf í svoleiðis.
Þá svaraði hann svona snilldarlega. "núna þarf ég að velja milli þess að verkja í rassgatinu eða vera tekinn í það af peningamálastjórn landsins en það er frábært að hægt sé að fá eitthvað sem eyðir sársaukanum við hjólreiðar en ég er vonminni um að hægt sé að fá einhverja skyndilausn við hinu"
Og núna mæli ég með því að fólk fari og noti hjólaútsölur landsins (markid er t.d. að auglýsa 20 til 50% afslátt) til að kaupa sér góð reiðhjól fyrir veturinn til að eiga möguleikann á því að hjóla. Þó það sé ekki endilega langar vegalendir heldur bara í sjoppuna eða álíka. Þetta telur allt og ég efast ekki um að bensínið verði komið í hæstu hæðir innan nokkra daga og svo hækka bara hæstu hæðirnar eftir það.
Ég vil bara ýtreka það að ef fólki vanti ráðgjöf til að hefja hjólreiðar þá er sjálfsagt að senda mér póst á vilberg.helgason@gmail.com
Athugasemdir
Í þessu efni skulum við ekki gleyma því að stuttu túrarnir á köldum mótor kosta mun meira bæði í eldsneyti og sliti á vél en vegalengdin sjálf segir til um. Það munar því meira um það að hjóla stuttu vegalengdirnar en fólk gerir sér almennt grein fyrir.
Sigurður M Grétarsson, 2.10.2008 kl. 10:01
Það var að koma frétt um væntanlegan olíuskort. Manni hefur dreymt lengi um að fólk minnki notkun á bílum, en þetta yrði harður veggur fyrir marga.
Ætli sveitafélögin gefi eftir gjaldtöku í strætó?
Verður opinberri gjaldtöku af hjólum, varahlutum og viðgerðum hætt?
Árni Már (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:06
Bara að flytja norður, ókeypis í strætó fyrir alla á Akureyri sama hvað sveitarfélagi þú tilheyrir
Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.10.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.