Á miðvikudaginn er gott að byrja

amsterdam_winter_bikesÞað eina sem þú þarft að eiga er sæmilegur útivistarfatnaður, þessvegna pollabuxur, helst vatnsþolnir kuldaskór og svo bakpoki. Bakpokinn er ef þú þarft að fara langt og gætir þurft að skipta um föt þegar þú ert kominn á staðinn s.s. fyrir aukaföt. Síðan er ágætt að vera með góða vettlinga því mest hætta er á að þér verði kalt á puttum og tásum en aðrir líkamshlutar sjá um að halda á sér hita með hreyfingunni sem fylgir.

Af hverju að byrja á Miðvikudag en ekki á morgun eða í dag er ekki heilagt en sniðugt er að fara og finna til gallann og taka reiðhjólið fram. Með því að byrja að hjóla þá ert þú að fá þér ókeypis sálfræðimeðferð í kreppunni því hjólreiðar hreinsa hugann og þó fólk sé eitt á ferð þá ná neikvæðar hugsanir ekki til manns því það er margt sem maður er að hugsa á hjólinu.

Þú hugsar um næstu beygju, hraðann sem þú ert á, ert að sjá fullt af nýjum hlutum á leiðinni, hugsa hversu langt þú ert búin að hjóla, hvað það er langt eftir og svo ertu stoltur eða stolt af þér fyrir að vera að huga að heilsunni, spara pening og lengja líf þitt.

Fyrir mörgum er fyrsti hjólatúrinn á veturna hálf óhugnaleg tilhugsun en það er engin ástæða til að hugsa það þannig því ánægja af vetrarhjólreiðum er ekki minni en af sumarhjólreiðum og því engin ástæða til að hjóla ekki.

Það verður engin hálka í þessarri viku og því ágætt að byrja og meta svo hvort það borgi sig að fara og kaupa Nagladekk undir hjólið.

Ef þig langar að byrja að hjóla og hefur einhverjar spurningar þá er ekkert sjálfsagðara en að svara spurningum ykkar ef þið sendið mér tölvupóst á vilberg.helgason@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mælirðu með einhverri sérstakri gerð nagladekkja fyrir Reykjavíkina?

Bjarni (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband