Sá að Fjallahjólaklúbburinn er að auglýsa Vetrarundirbúningsnámskeið fimmtudaginn næstkomandi 9. okt.
Þetta er alveg kjörið fyrir þá sem vilja byrja að hjóla í vetur og koma vel upplýstir útí veturinn. Fjallahjólaklúbburinn hefur verið með þetta námskeið undanfarin ár og það fer enginn vonsvikinn af því enda Fjölnir sem sér um það algjör snillingur þegar kemur að vetrarhjólreiðum og hjólar sjálfur í gegnum 4 sveitafélög fram og til baka á vinnudögum allt árið.
En hér má sjá textann af vef fjallahjólaklúbbsins varðandi námskeiðið (www.ifhk.is) :
Vetrarundirbúningsnámskeið - Grunnur verður haldið 9. október á neðri hæð í viðgerðaraðstöðu. Á þessu námskeiði fer Fjölnir Björgvinsson yfir það helsta og algengasta sem ber að hafa í huga þegar hjól og knapi er búinn undir veturinn. Tekin verða fyrir helstu þættir eins og ljós, nagladekk, val á bremsum, gírhlífar, bretti, ryðvörn ofl fyrir hjólið. Eins talað um fatnað sem hentar knapa í mismunandi veðurfari yfir haust og vetrarmánuðina.
Skráning fer fram hjá Sesselju Traustadóttur í síma: 864 2776.
Námskeiðið er frítt félagsmönnum ÍFHK en aðrir greiða 1000.-
Flokkur: Samgöngur | 7.10.2008 | 20:29 (breytt kl. 20:31) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.