Jákvæð fækkun en sorglegar forsendur hennar

Það er mér mikil ánægja að fólk sé farið að keyra minna til vinnu og nota reiðhjól, strætó eða samnýta bíla til að komast leiða sinna í meira mæli. Að sama skapi og það er sorglegt að það þurfi svona fjárhagslega krísu til þess að fólk sjái aðra möguleika.

Það er nú samt þannig að ég á þessu bloggi mínu og fleiri hafa haldið því fram að Ísland sé með bílahvetjandi stefnu sem þýðir að allt er gert til að auka vægi bílsins og gera hann að augljósum fyrsta kosti. Þetta er gert með nægum bílastæðum, fjölgun akgreina og vonlausu strætókerfi sem er það fyrsta sem sparað er í. Og það er ekki bara sparað í strætókostnaði þegar ílla árar heldur hefur strætó verið sveltur fjármagni í góðærinu á meðan nóg var til að milljörðum til að byggja og breikka götur fyrir bílaumferð.

Það er bara vonandi að ríkið / sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu noti tækifærið og hjálpi fólki að geta komist leiðar sinnar með öðrum kosti en einkabílnum. Og þá meina ég öflugri og ókeypis strætó, bættri aðstöðu reiðhjólafólks með því að merkja hluta gatnakerfisins fyrir reiðhjól.

Það væri jafnvel ekki úr vegi að taka eitthvað af eldsneitinu sem til er í landinu og leggja til hliðar til að tryggja að strætó hafi aðgang næsta árið af olíu því ef fer sem hugsanlega stefnir að það verði krísa í innflutning á olíu þá er strætó, lögreglan, sjúkrabílar og slökkvilið það seinasta sem má verða olíulaust.

 


mbl.is Dregur úr bílaumferð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég er hætt að hjóla til vinnu.  Það er nú bara af því ég hef ekki vinnu til að hjóla til lengur

En ég mun hjóla allt annað sem ég get.  Krakkarnir verða settir í hörkuþjálfun, hér eftir verða þeir að hjóla eða labba í skólann.  Ekkert skutl lengur!  Vont veður er bara hressandi, Íslenskt og gott. 

Ég var í arfaslöku formi í vor, með allt of mikið af aukakílóum.  En eftir að hafa hjólað til vinnu og frístunda síðan í apríl er ég í langtum betra formi og búin að missa 15 kíló og bara í fínu formi.  Núna mun ég náttúrulega hjóla eins og sveppur og reyna að koma mér í enn betra form, svo ég sé gjaldgengari á markaðnum. 

Já, sorrí, það er nú bara þannig, að hávaxið, grannt, dökkhært fólk fær frekar vinnu og fær hærri laun.  Ég hef tvennt af þessu, hávaxin og dökkhærð.  Nú er bara að hjóla það þriðja niður í núllið.  Þ.e. aukakílóin :)

Hjóla-Hrönn, 10.10.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Sæl Hjóla-Hrönn mín. Ég finn virkilega til með þér og öllum þeim í Landsbankanum sem Björgvin lofaði óbreyttu ástandi fyrir og vonandi að það rætist sem best úr öllu hjá þér og þínum þrátt fyrir þetta áfall.

En finnst samt frábært að þú ætlir ekki að leggja hjólið á hilluna enda fyrir mína parta eru hjólreiðar sú sálárró sem ég þarf á að halda þegar að mér steðjar. Sjáumst á götum/stígum borgarinnar að halda áfram að koma okkur í form.

Því ég byrjaði að hjóla til að létta mig og hef misst fjöldann allan af kílóum eins og þú og á ennþá svolítið í land með að klára það verkefni.

Vilberg Helgason, 10.10.2008 kl. 13:58

3 identicon

Sæll Vilberg, og Hjóla Hrönn.

Vilberg; mjög sammála því sem þú skrifar í upphafi þessarar blogggfærslu.

Ekki er nóg að hvetja fólk til að nota einkabílinn minna, og jafnvel þvinga fólk til slíks, ef ekkert úrræði kemur í staðinn.

Strætókerfið er ekki alveg að virka fyrir mig, og marga aðra. Þjónustulund fólks sem vinnur hjá strætó finnst mér þó vera til fyrirmyndar, þá sjaldan sem ég nýti mér þjónustu þeirra.

Aðstæður til hjólreiða í Reykjavík fara í heild versnandi. Lítið sem ekkert lagast, einn og einn kafli á útivistarstíg er malbikaður, eða breytt til hins betra. Dæmi um viljandi vítaverða verri  breytingu fyrir hjólreiðafólk er t.d. breyttur frágangur á gangbrautum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.

Við hönnun umferðarmannvirkja í Reykjavík virðist flest hugsað út frá þörfum einkabílsins.

Þegar ég flutti aftur til Reykjavíkur fyrir 2 árum, þá átti ég einn bíl og tvö reiðhjól. Nú eru fimm, já fimm bílar á heimilinu, eða meira en bíll á mann. Reiðhjólunum hefur ekki fjölgað, þó mig dreymi um að eignast betri og fullkomnari reiðhjól. Sé ekki raunhæfar forsendur fyrir fjölgun reiðhjóla á mínu heimili.

Er  löngu hættur sem félagi í hjólreiðaklúbb og gengin í bílaklúbb í staðinn.

Hvet ekki nokkrun mann lengur til að hjóla á Höfuðborgarsvæðinu, þó ég hjóli sjálfur. 

Hjóla-Hrönn: Leitt að þú skyldir missa vinnuna, þú verður ekki ein um það á  næstunni. Dama á besta aldri, í blóma lífsins með þekkingu og reynslu fær vinnu aftur, fyrr eða síðar.  Líttu á þetta sem tilbreytingu og tækifæri til jákvæðra breytinga.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson. 

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband