Með fréttum af minnkandi umferð og að nóg væri orðið af bílastæðum í 101 Reykjavík þá er greinilegt að fólk er farið að halda aftur af sér í akstri.
Núna er hægt að "græða" 800 þúsund kall á því að kaupa sér RangeRover og svo sá ég 300 þúsund kall með einum BMW. Það er greinilegt að eitthvað blæðir í þjóðfélaginu og fólk er farið að hugsa sér annað fyrirkomulag en 2 bíla á heimili og að það sé nauðsynlegt að eiga flottari bíl en nágranninn.
Í dag átti ég þátt í samræðum þar sem menn voru að bera sig saman eins og íslendingar gera oft og þá voru menn að tala um að þeir hefðu átt sparifé sitt á venjulegum reikningum og hefðu því ekki glatað öllu sínu og því væru þeir klárari en hinir sem voru með peningana sína á sjóðareikningum eða í hlutabréfum. Alltí einu voru þeir orðnir klárir og betri.
Sjálfur er ég svo heppin að ég hef aldrei haft vit á peningum og aldrei átt sparifé og þarf því ekki að blæða sparnaðinum mínum í þessari krísu sem hér er. Ég náði þó að eyða honum í sjálfan mig áður en ílla fór.
Ég eyddi honum aðallega í Hjólin mín. Ég á nokkur reiðhjól og þau eru þónokkurs virði og á helling af góðum aukabúnaði á hjólin mín s.s. góð ljós, góða hjólagalla og aðallega á ég góða heilsu eftir hjólreiðar. Sama hvernig kreppan fer þá á ég alltaf hjólin mín og hjólabúnaðinn minn áfram og mun halda áfram að bæta heilsu mína með hjólreiðum. Kannski þetta hafi bara verið góð fjárfesting eftir allt.
Ég hugsa að fleiri hefðu farið mína leið og komið sér upp góðum hjólabúnaði og hjólum í góðærinu ef aðstæður til Hjólreiða væru betri á Íslandi. Gaman hefði verið ef yfirbyggður stígur eftir gjörvöllum vesturlandsveg/Miklubraut/Hringbraut hefði verið gerður til að gera okkur kleyft að hjóla allt árið í sæmilegu veðri og ef eitthvað af bílastæðum hefðu verið nýtt fyrir yfirbyggðar hjólageymslur. Þetta hefði aðeins kostað svona eins og ein mislæg gatnamót eða svo jafnvel minna og þá væru aðstæður til hjólreiða boðlegar allt árið.
Núna þegar herðir að er erfitt fyrir fólk að velja sér aðrar samgönguleiðir sökum veðurfars og aðstæðuskorts. Þeas allir halda að það sé vonlaust að taka reiðhjólið út og fara að hjóla í stað þess að keyra en svo er sem betur fer ekki því vetrarhjólreiðar eru vel mögulegar og í raun frábær kostur og sérstaklega efmaður blandar strætó inní pakkann því það má jú fara heim með hjólið í strætó ef maður nennir ekki að hjóla.
En er ekki málið núna að Borg og Ríki taki sig til og komi upp almennilegum vetraraðstæðum fyrir ódýrasta, heilsusamlegasta og skemmtilegasta samgöngumáta sem völ er á. Ég meina að Norðmenn geta þetta og hvetja til, af hverju ekki Íslendingar.
Athugasemdir
Tiltekin frétt sem þú vitnar í tekur ekki tillit til þess að það er lesvika hjá háskólunum. Fréttin er því að nokkru leyti ómarktæk þar sem um 8-10 þús. námsmenn vantar inn í töluna...
Þór Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 02:00
Strætó er orðinn smekkfullur, það eru hellingur af lausum bílastæðum fyrir utan MR sem var ekki fyrir stuttu, og tölur um minnkandi akstur eru vonandi bornar saman við tölur frá sama tíma í fyrra, ekki bara frá því fyrir vikum. Og var ekki lesvika þá ?
Vilberg Helgason, 11.10.2008 kl. 11:31
Það venst að hjóla í roki og rigningu, snjó og frosti. Ég fer alltaf til og frá vinnu á hjóli og finnst ég aldrei lengi á leiðinni. Jafnvel þó hvass mótvindur dragi úr hraða, eykur það ekki tímann sem tekur að komast neitt umtalsvert. Versti farartálminn er bílaumferðin. Það þarf stundum að bíða leiðinlega lengi eftir að komast yfir götu.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.