Það er mér mikið ánægjuefni að bílum fari fækkandi á götum borgarinnar. Því fylgja margir kostir eins og minnkandi útblástur, minna svifryk, minna slit á vegum, minna af gúmmíögnum útí andrúmsloftið og minna af allri þessarii mengum sem fylgir bílum.
Svo er það náttúrulega að fólk er farið að hreyfa sig meira með því að auka við sig hjólreiðar, strætó og fleiri kosti sem eru í boði.
Svo lækkar náttúrulega slysatíðni með þessarri fækkun og þar með dauðsföllum í umferðinni vonandi.
Minni þörf er orðin fyrir fjölgun akgreina, byggingu mislægra gatnamóta og viðhalds á vegum.
Endalusir kostir.
En leiðinlegt er að ekki sé hægt að mæla nákvæmnlega aukningu í annarri umferð svosem hjólreiðum. Einu forsendur sem ég hef fyrir aukinni hjólaumferð miðað við árstíma er það sem ég sé og hvað mig minnir að hafi verið í fyrra. Svo er náttúrulega hægt að sjá fleiri hjól fyrir utan skólana og fyrirtækin.
Það væri kannski ekki úr vegi að settir yrðu hjólateljarar á 3 vinsælustu stíga borgarinnar.
Svo er bara að halda áfram að hjóla og ef þú ert ekki byrjaður eða byrjuð þá er bara að prófa svona svosem eina ferð og fatta hvað það er gaman að hjóla í rigningunni
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtileg skrif góð síða,hef sjálfur óendanlegan áhuga á reiðhjólum og öllu sem því við kemur,bý ekki á Íslandi eins og er því er gaman að fylgjast með
takk Orri
orri (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.