Hjólavísar minna ökumenn á rétt hjólreiðamanna

hjolavisar.jpg

Frétt úr fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni : Loks gert ráð fyrir
hjólum á götunum

"Reykjavíkurborg hefur undanfarnar vikur sett hjólamerkingar á götur. Hjólasamgöngur ættu að verða raunhæfari kostur í kjölfarið. Á síðustu vikum hafa margir reykvískir vegfarendur rekið upp stór augu yfir hjólreiðamerkingum sem skotið hafa upp kollinum á tilteknum akreinum borgarinnar.
Merkingar þessar eru hugsaðar til þess að létta þeim lífið sem nýta sér hjólið sem samgöngumáta, en víst er að fjölgað hefur talsvert í þeim hópi upp á síðkastið. Hjólamerkingarnar gera þannig hjólreiðafólki ljóst hvar er best fyrir það að halda sig á götunni, en minna bílstjóra einnig á að vera vakandi fyrir hjólandi umferð.


Hjólamerkingarnar er að finna á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og á Einarsnesi. Slíkar merkingar verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og á Laugarásveg. Einnig styttist í tvöföldun hjólaog
göngustígsins sem liggur meðfram Ægisíðu, en þar stendur til að gera sérreinar fyrir hjólafólk og gangandi vegfarendur til þess að greiða götu beggja hópa."

Frábært framtak hjá Landssamtökum hjólreiðamanna og Reykjavíkurborg þessir hjólavísar og einnig er skemmtilegt að þeir hafa fengið smávægilega umfjöllun. Hef heyrt frá nokkrum að þeir viti ekkert hvernig á að haga sér þegar kemur að hjólavísum og að ökukennarar séu reknir á gat þegar þeir fara með nemendur sína um þessar götur. 

Í Kjölfar þessarra hjólavísa er mikilvægt að kynna þá vel og kynna vel hvernig ökumenn eiga að haga sér og hver réttur hjólreiðamannsins sé á hjólavísum og á götum almennt.

Með minnkandi auglýsingasölu í sjónvarpi er þá ekki málið að umferðarráð eða einhverjir geri SKETSA um hvernig ökumenn og hjólreiðafólk á að haga sér og hver réttur þeirra sé í kringum hjólavísana.

En til hamingju Reykjavík, þetta er mikil búbót og vonandi aðeins upphafið af því að maður fari að sjá þetta útum allt

sjá meira um þetta á www.lhm.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef hjólað alfarið á gangstéttum lengi og hefur það gengið afar vel og hef ég aldrei lent í minnstu vandræðum með aðra vegfarendur þar. Þetta er mjög auðvelt, þú þarft bara að sýna að þú sért vakandi og með umhverfið á hreinu og þá rennur þetta áfram af sjálfu sér. Eins og í annarri umferð snýst þetta um að forðast eftir megni óvæntar uppákomur. Og ef þú hjólar mikið og af ábyrgðartilfinningu þá mun umhverfið smám saman taka þér sem slíkum og hliðra til fyrir þér ósjálfrátt og allt mun ganga enn betur.

En vandinn með gangstéttirnar er drasl sem sprengir dekkin og því væri vissulega kærkomið að geta af öryggi hjólað á götunum sjálfum auk þess sem alveg sléttan flöt og hagkvæman er að ræða.

Baldur Fjölnisson, 31.10.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Ég bý í vesturbænum og hjóla alltaf eftir Suðurgötunni. Mér dauðbrá að sjá þetta :)

Róbert Þórhallsson, 10.11.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband