Ég verð að viðurkenna að þegar góðærið var og olíu og bensínverð hækkaði uppúr öllu fannst mér það pínu gott á bílavelferðarkerfið á íslandi sem alltaf hefur verið númer 1 . 2 og þrjú í samgönguáætlunum á íslandi.
En síðan kom kreppa og svo kom kreppa og svo enn meiri kreppa og ég hætti að sjá hag minn í því að sjálfsumglaðir íslendingar sem þurftu 2 bíla á mann á hverju heimili fengu loksins að finna fyrir því. Kannski og örugglega var ég pínu grunnhygginn vegna þess að ég og aðrir hjólreiðamenn höfum alltaf verið í aukahlutverki í öllum fjárútlátum sveitafélaga og ríksins.
En í dag er fólk farið að hugsa um hvernig best sé að hagræða og hvað sé best að gera til að draga úr útgjöldum heimilisins og jafnvel búið að draga hjólagarminn úr bílskúrnum og svo framvegis til þess að auka aðeins aukapeninginn á heimilinu. Með öðrum orðum að draumur minn varð að veruleika að fólk myndi fara að hjóla meira og átta sig á því að hjólreiðar eru hagkvæmur og raunsær kostur til samgangna á íslandi.
En í dag var mér samt öllum lokið þegar ísland og þá meina ég ísland með litlu í ákvað að hækka álögur á bensín og olíu til þess að auka aðeins fé í ríkiskassann. Þetta hefði eflaust verið í lagi að mínum hluta nema að þeir hafa ekkert gert til að bjóða fólki uppá aðra kosti.
Það er jú búið í Reykjavík að draga úr snjómokrsti í þeim hverfum sem verktakar sjá um á sama tíma og þau hverfi sem eru á umsjá borgarinnar eru í topp þjónustu. (eins gott að vita hvaða hverfi tilheryra hverjum hér eftir uppá búsetuplan) og svo er borgin að fækka strætóferðum ???????
.......
Hvaða kosti höfum við... jú að styrkja bensínstöðvar því ennþá er jú ódýrara að fara og gefa brabra bauð með einkabíl en með stætó. Það kostar eina fjölskyldu yfir 1000 kall að fara niður í bæ og gefa bra bra brauð og fara svo til baka á meðan það kostar nokkur hundrað kalla að keyra öflugan jeppa úr grafarbæ og til baka.
Er ekki málið að allir þessir stjórnarmenn landsins hvort sem það er borg eða bær taki sig saman og geri okkur kleift að ferðast með öðrum kostum en einkabíl ????
Til að það gangi þarf að tryggja aðgang að strætó á sanngjörnu verði, tryggja aðgang að nagladekkum á reiðhjól bæði fyrir börn og fullorðna með því að veita gjaldeyri í það og moka stíga almennilega í öllum hverfum borgarinnar.
Ástand hjólreiðamanna var slæmt fyrir kreppuna og ástand þeirra sem stunda almenningssamgöngur var líka nógu slæmt fyrir kreppuna en núna er ekkert gert til að hjálpa fólki að eiga ekki bíl.
Athugasemdir
Fyrir utan að við þurfum að borga verðbætur fyrir þessar hækkanir hvort sem við notum krónu á bensínstöð eður ei.
Héðinn Björnsson, 12.12.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.