Það var ánægjulegt að meiðsl drengsins sem ekið var á séu óveruleg. Ég hefði samt viljað sjá hver tildrög slyssins voru.
En þetta er fyrsta slysið í vetur þar sem hjólreiðamaður á í hlut þrátt fyrir mikla fjölgun fólks sem hjólar til og frá vinnu eða skóla í vetur.
Nú er lag fyrir borgina að tryggja öryggi okkar hjólreiðamanna með því að gefa okkur aukið vægi í umferðinni. Einnig eru hjólavísar sem búið er að setja ágætis búbót fyrir okkur hjólreiðamenn en sjást ekki nógu vel þegar fennir á göturnar.
Með bættri aðstöðu fyrir hjólreiðamenn er verið auka veg hjólreiða í Reykjavík og þar með draga úr bílavandanum, draga úr rekstrarkostnaði heimilana og bæta heilsu borgarbúa. Þessvegna skora ég á borgina að hafa almenningssamgöngur í forgangi í gerð fjárhagsáætlunnar borgarinnar.
Ekið var á dreng á reiðhjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér þarna, gott að ekki virðist hafa farið illa.
Nú verða ekki bara borgaryfirvöld heldur sveitarfélögin sem heild hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu að taka sig saman og gera verulegar úrbætur í málum hjólreiðarmanna. Leiðir úr Hafnarfirði í Reykjavík eru sumstaðar til háborinnar skammar og oftar en ekki eru hjólastígar lagðir uppá alla mögulega hóla og hæðir sem á leið stígamanna voru. Og við Efrileiðina(framhjá Vífilsstöðum) er ekki gert ráð fyrir neinum hjólum og ef maður ætlar að nota axlirnar til að fara í Breiðholtið þá er maður neyddur trekk í trekk út á akbrautirnar. Mér vitandi eru ekki komnir stígar sem hægt er að nota sem samgönguæðar, þ.e. milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ...
Örvar Már (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 00:57
Þarna vantaði í setninguna: Mér vitandi eru ekki komnir hjólastígar á þeirri leið sem hægt er að nota sem samgönguæðar, þ.e. milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ...
Kv. Örvar
Örvar Már (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 01:00
Mér finnst þessi grindverk sem er búið að koma upp á öðru hvoru götuhorni vera beinlínis hættuleg hjólreiðafólki. Fyrst þegar ég var að fara í gegn um svoleiðis fattaði ég ekki að það væri annað ljós fyrir seinni akreinina, ég var önnum kafin við að þræða í gegn um völundarhúsið án þess að reka mig í, og bara rétt slapp við bíl sem var að taka vinstri beygju á grænu ljósi. Það var sum sé rautt ljós hjá mér (seinna ljósið), en þar eð hindrunin tók alla mína athygli, þá sá ég það ekki. Mér finnst börn og lágvaxið fólk vera fremur ósýnilegt innan um grindverkið, ef ég er á bíl, það má deila um hvort svona útfærslur auki öryggi gangandi vegfarenda. Og svo komast moksturstækin ekki í gegn um þetta, og þá er kominn annar faktor sem tekur athygli þess sem fer um völundarhúsið, hann er að klofa yfir snjóruðninga og reyna að finna greiða leið yfir.
En mönnum er virkilega annt um velfarnað gangandi og hjólandi vegfarenda, þá er mun heppilegra að hafa umferðarþung gatnamót 100% ljósastýrð (sleppa hægri afreinum, fólk þurfi að taka hægri beygju á ljósum (mörg gatnamót eru nú þegar þannig) og hafa leiðina yfir gatnamótin beina, breiða og án sjónrænna truflana.
Hjóla-Hrönn, 27.12.2008 kl. 11:50
Menn ættu ekki að nota orðið "hjólastígar". Það er til nóg af þeim. Í pólitíkinni er orðið "hjólastígur" notað yfir gangstéttir sem eru nær undantekningalaust ónothæfar til hjólreiða. Notum orðið "hjólreiðabrautir" Það er mikill munur á þessu á sama hátt og ökumenn vilja akbrautir en ekki vegslóða.
Það er forgangsatriði að leggja aðgreindar hjólreiðabrautir meðfram ÖLLUM stofn og tengivegum á höfuðborgarsvæðinu. Munum að hjólreiðamenn hafa fullan rétt á því að vera úti á götu. Það þarf hinsvegar að endurskoða ökunámið og koma þeim skilningi til ökumanna að þeir eru ekki þeir einu sem hafa aðgang að samgöngukerfinu.
Á meðan stjórnvöld vilja ekki koma sér saman um að bæta aðstöðu vistvænna, sparsamra og hollra samgangna eins og hjólreiða þá ættu allir hjólreiðamenn nota akbrautir til samgangna. Í dag sjást þeir varla enda eru þeir allir að þvælast meira og minna í felum ljóslausir á gangstéttum. Ef við sættum okkur við gangstéttir sem sumir kalla "hjólastíga" þá getum við EKKI búist við að ástandið batni. Hjólreiðamenn þurfa að vera sýnileg akandi ráðamönnum á akbrautum. Notum fullgildan öryggisbúnað og förum eftir umferðareglum þar sem því er viðkomið, þá fyrst má búast við breytingu til batnaðar
Það kæmi mér ekki á óvart að sá hjólreiðamaður sem fréttin fjallar um hafi hjólað eftir gangstétt og lent í slysi við að þvera akbraut. Hann hefði verið betur settur ef hann hefði hjólað sýnilega eftir miðri akbraut.
Magnús Bergsson, 27.12.2008 kl. 12:27
blank_page
Sammála Örvar... Það vantar allt úpp á að það sé einhver samhæfing milli sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ef ég villist á hjóli útí hafnarfjörð þá er ekki fræðilegur að ég geti farið stutta leið til baka ef ég ætla ekki að vera á stofnbrautum.
Varðandi þessi hlið þá eru þau stórhættuleg. Krakkar sjást ílla og svo er það því miður þannig að þegar bílar eru að taka vinstri beygju eftir að hafa beðið eftir á umferð á móti þá eru gangandi eða hjólandi vegfarendur á grænum kalli ekki ofarlega í forgangi hjá þessum ökumönnum. Þessi hlið eru sett upp góðum tilgangi en að sama skapi er verið að setja bílinn númer 1 2 og 3 með þessum hliðum. Verið að fyrirbyggja að hann þurfi að óttast eða taka tillit til annarrar umferðar.
En það er líka búið að vera ánægjulegt að sjá hversu margir eru farnir að hjóla á götunum í vetur og hversu mikil eftirspurn er eftir góðum hjólum á netinu.
Ef að landinn er að leggja öðrum bílnum í flestum tilfellum þá sé ég ekki þörf á öllum þessum akgreinum á þessum stofnbrautum og auðvelt að banna bílaumferð á ystu akgrein og merkja hana hjólreiðum. Svona svo borg og ríki geti ekki réttlætt þjónustuleysi við hjólreiðafólk með "kreppusparnaði"
Vilberg Helgason, 27.12.2008 kl. 16:44
Já það er kannski rétt hjá þér Magnús ef við erum að tala um götur í Reykjavík og í búðarhverfum ... Ég er hins vegar að tala um stofnbrautir milli byggðarlaga og þá er neðri leiðin frá Hafnarfirðinum bara allt að því að verða vörðuð hjólreiðarstígum/brautum, örsjaldan sem maður þarf að hjola á götum(taktu eftir götum, ekki gangbrautum) en nýja leiðin er gjörsamlega án allrar hugsunar þegar kemur að hjólum. Ég hjóla nefninlega ekki eftir gangstígum, sé ekki að ég eigi erindi þangað.
Raunar sagði mér einn af verkstjórunum/verkfræðingunum við brúarsmíðina við Smáralind(hringtorgarbrúna) að ég væri á fjallahjóli og ætti því að vera á fjallastígum(útskýrir kannski af hverju maður þarf nánast að koma við í Bláfjöllum ef maður reynir að fylgja stígunum í Lindahverfi/Breiðholtinu og Árbæ). Svona hugsunarháttur skýrir líka hversvegna axlir hverfa allt í einu og steyptir kantar þröngva manni inn á akbrautir.
Mín vegna skiptir engu hvað þessir hjólreiðavegir eru kallaðir, bara svo lengi sem þeir tengja saman byggðalög þannig að hægt sé að nota þá !!!!
Örvar Már (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 19:18
Hehehe ... ég er ekki að ná að skrifa svar hérna án leiðréttingar.
(taktu eftir götum, ekki gangstígum)
átti þetta að vera.
Örvar Már (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.