Fyrir örfáum dögum var slys á sæbraut þar sem bíll keyrði á hjólreiðamann eða eins og ég vill orða það að MANNESKJA eða ökumaður ók á hjólreiðamann..... ég hef aldrei skilið hvernig bílar keyra á fólk frekar en byssur skjóta fólk.... Það er svona séríslenskt fyrirbyrði þar sem bílar stunda að keyra niður hjólreiðamenn en öll onnur vopn eða yfirburðir eru tengdir gerandanum.
En allavega þá er sagan þessi að það var drengur sem var í endurskinsvesti að hjóla yfir á grænum kalli þegar einhver óþreyjufullur bílstjóri sem var búin að hugsa aðeins of mikið umferðina á móti eflaust (hef ekki hugmynd um hans hugarásand er er að áætla) tekur sína vinstri beygju og keyrir á hjólreiðamann (reyndar dreng) sem var í fullum rétti.
Drengurinn slapp með skrámur á höfði og vökva undir hnéskél sem er nokkuð gott miðað við að hann var ekki með hjálm. En hann var á grænum kalli í gulu endurskinsvesti og samt tókst einhverjum að keyra á hann.
Hvenær á ég að fíla mig öruggann í umferðinni ef þetta dugar ekki... hjálmurinn er aukaatriði þarna því hjolreiðamaðurinn gat ekki verið meira áberandi ?.
Sjálfur vel ég að hjóla á götunni þar sem að ég nýt sömu réttinda og bílstrjórar þegar ég efast um öryggi mitt... og jafnvel vel ég á hjóla á miðri akgreininni til að tryggja öryggi mitt stundum, þá sérstaklega þegar ég er að fara inn á hringtorg.
En segir þetta ekki svolítið um hvað borg og ríki ættu að fara ð huga að öryggi hjólreiðamanna ef okkar öruggasti kostur er að vera á götunni innan um bílana og jafnvel tefja hraða þeirra ?.
Þetta er kannski hugleiðing til einhverra og ef einhver hefur áhuga á að fræðast meira mun ég eflaust skrifa meira um þetta eða það er hægt að senda mér póst. Ég vill ekki vera of grófur en göngustígar sem flokkaðir eru meðal marga sem "hjólreiðastígar" henta ekki til hjólasamgangna ef maður þarf að þvera 10 götur á leiðinni með gróðri og bindhornum allsstaðar.... Og samt var ekki nokkur skapaður hlutur blindur þar sem keyrt var á drenginn..... og reikniði svo...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.