Ég er grænn í gegn ... Samt er ég ekki vinsti grænn, mér finnst blár himinn fallegur og rauð sól rokkar alveg gjörsamlega... Að sama skapi finnst mér engin ástæða til framsóknar nema markmið séu skýr því ef maður ætlar bara að sækja fram þá gleymast þeir kallar í skákinni sem mestu skipta.
Með öðrum orðum þá hef ég aldrei verið við flokk bundinn né hef almennt ekki getað kosið það sem ég vill... reyndar almennt skilað auðu því það er engin umhverfivænn flokkur á Íslandi.
Á íslandi er bara til álversflokkar... þeas með eða á móti.
Ísland er mesta bíladýrkunarland heims og fyrir skömmu var verið að spá tugum þúsunda bíla um reykjanesbraut og því myndi tvíbreikkun eflaust ekki duga nema til 2026. Það hvarflaði aldrei að neinum að gera eitthvað annað.
Sama er með Miklubraut... það fjölga og fjölga akgreinum og þegar strætó fékk sína vildi steinunn valdís að fólk sem væri fleiri en eitt í bíl fengi að nota hana.
Um að gera að hygla fólki sem samnýtir bíla en á sama tíma er fólkið sem er eitt í bíl að græða... það fær jú meira pláss á hinum akgreinunum. Frekar skamsýn hugsun... en samt kannski verið að reyna sitt besta í grænni hugsun. Kannski nær græn hugsun stjórnmálamanna á Íslandi ekki lengra?
En það sem vantar uppá á Ísland er að stjórnmálamenn og borgarfulltrúar fari að hugsa út fyrir bílarammann...
Hvað gerist núna þegar flest heimili eru að fara úr 2 í 1 bíl og jafnvel úr 1 í engan. Stætó orðin ferðafærri og allt almenningssamgöngukerfið í molum. Jú það á að draga úr hreinsun á stígum og götum .
Hvernig væri að einhverjir stjórnmálamenn eða borgarfulltrúar vöknuðu upp og áttuðu sig á því að það eru fleiri kostir en bíllinn... strætó gæti virkað en hann þarf að vera virkur til að hann virki. En hjólreiðar eru ekki bara sívaxandi heldur stórvaxandi og hvað gerist þar... það er vandamál við að fá gjaldeyri til innflutnings á nagladekkjum eða allavega var....
Hjólreiðar er kreppufararkostur af bestu gerð..... hann hefur alla kostina... hann slítur ekki malbiki... hann þarf ekki milljarða mannvirki, hann er einstaklega lár í slysatíðni og hann dregur úr þörf á sjúkrastofnunum þar sem fólk hreyfir sig jú við að hjóla....
En á þessu bíladýrkandi Íslandi fattar það enginn.
Þannig að ef einhver flokkur er tilbúin í smá stefnumótun í hjólreiðum eða að gera hjólreiðaáætlun skal ég vinna að henni með hvaða sveitafélagi sem er.
Og ef það verða margar eftirspurnir eftir svona aðstoð þá er ég með nóg af fólki í kringum mig til að aðstoða.
Sættum okkur við það að bílar eru ekki lengur nauðsynlegur fyrsti kostur til almenningssamgangna.
Athugasemdir
En hvað ég er sammála þér!
Úrsúla Jünemann, 9.1.2009 kl. 10:34
Sammála. Ábyrgðin hjá skipulagsyfirvöldum er mikil og með því að láta hjólafólk vera afgangsstærð er hreinlega verið að þvinga almenning til að nota bílinn frekar.
Theódór Norðkvist, 9.1.2009 kl. 11:04
Ég er mjög sammála þér og vil benda á rafmagnslestar. En ég var í Boston um jólin og ferðaðist um alla borg með neðanjarðarlestunum. Ég verð bara að segja það að það var alveg frábært. Maður þurfti aldrei að bíða lengi eftir lest. Þær voru mjög fljótar í förum og svo var alltaf sama veðrið á biðstöðunum, enda allt neðanjarðar.
En þetta með rauðu sólina. Ef ég man rétt, þá verður hún svona rauð þar sem er mikil mengun. Allavega þar sem mikið er um skógarelda má oft sjá rauða sól.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:56
Sammála., nema á veturna. Við búum á Íslandi.Hjólið er alltaf auka farartæki.. Ég er atvinnubílstjóri og ég er hræddur við hjólreiðafólk í vetrarmyrkri, hræddur um að drepa það óvart.
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 9.1.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.