Fyrir hvert pund sem eytt væri í hjólreiðar kæmu 3 til baka

Fyrir hvert pund sem eytt væri í hjólreiðar kæmu 3 til baka í þjóðarbúið
Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem vann skýrslu fyrir skoska samgönguráðuneytið.

Þar sem skotar framleiða ekki bíla myndi þetta leiða til hagstæðari vöruskiptarjöfnuðar, auka heilsu og þar með draga úr sjúkrakostnaði ríkisins, viðhald vega yrði minna og þegar farið verður að rukka fyrir útblástur mun hann vera minni.

Þar með komst nefndin að því að fyrir hvert pund sem eytt væri í að gera hjólreiðar að samkeppnishæfum kosti kæmu 3 inn í staðinn.

En til þess að þetta yrði raunhæfur kostur þyrfti að tryggja góðar almenningssamgöngur bæði til styttri og lengri ferða. Og gera hjólastígakerfi sambærilegt við þar sem þau best gerast í evrópu.

Og leggjandi í þann kostnað þá komust þeir að því að það myndu koma 3 pund í kassann fyrir hvert greitt í þágu heilbrigðari og vistvænni samgangna..

Þetta er 5 ára verkefni sem verið er að vinna með í skýrslunni en hana má lesa hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta væri mjög góð leið til sparnaðar. Leitt að bara örfáir eru búnir að átta sig á því. Hefur samgönguráðherra kynnt sér þetta eða er hann ennþá að klippa borða fyrir fleiri jarðgöng?

Úrsúla Jünemann, 15.1.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Athyglisvert! Ég ætla að skoða skýrsluna - takk fyrir hana.

Anna Karlsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband