Hvað er það svalasta á vinnustöðum í dag?, núna þegar jakkafatadrengirnir eru hættir að láta sjá sig í kringlunni í armani og boss og allir alltí einu orðnir svo casual aftur?. Svalasta liðið er það sem mætir á hjóli í vinnuna, engin spurning......
Ég tók púlsinn á þessu og talaði við nokkra aðila um málið... Og auðvitað var það ekki óhlutdrægt heldur spurði ég nokkra sem ég þekki sem ég veit að eiga bíla og fóru flestra sinna ferða á bílum um hvað þeim þætti um liðið sem kæmi á hjóli til vinnu.
Svörin voru nánast öll á sama hátt eða:
- Ég vildi a ég væri svona dugleg að geta drifið mig af stað á hjóli á morgnana, hjólreiðagellur eru með svo fallegan rass og læri.
- Einu sinni sagði ég alltaf að Gulli væru svo nýskur að hann hjólaði frekar en að keyra. Núna er farið að hvarfla að mér að gera það sama.
- Alltaf þegar hjólað í vinnuna vikunni lýkur lofa ég mér að halda þessu áfram en einhvernvegin enda ég alltaf á bílnum á endanum, skil ekki af hverju, kannski af því bíllinn er svo auðveldur kostur.
- Ég hef alltaf hjólað í vinnuna svona 3svar til 4sinnum í viku síðan ég tók þátt í hjólað í vinnuna fyrir 2 árum. Ég hef tekið eftir ótrúlegri aukningu hjólreiðamanna á morgnana og síðdegis og vona að borgarfulltrúar fari að taka eftir því líka.
- Búandi á Akureyri þá er æðislegt að fara frá brekkunni og niður í vinnu á hjóli þegar það er autt og taka svo strætó heim með hjólið. Ókeypis strætó, og ferkst loft fyrir daginn, verður það betra.
Ég hef oft velt fyrir mér hvernig fólk sér hjólreiðar fyrir sér. Einu sinni var það þannig að ef einhver sást á hjóli eða að bíða eftir strætó þá hlaut hann að hafa misst bílprófið.
Svo er það að bara fátæklingar og sérvitrningar hjóli.
En undanfarin ár hafa þessi gildi breyst, fólk af öllum þjóðfélagsstigum og launastéttum er farið að hjóla að jafnaði og í mörgun fyrirtækjum er búið að setja upp sturtur og jafnvel hjólageymslur og þurrkrými fyrir hjólagalla.
Miðað við aukninguna í vetur er ekki spurning um að næsta sumar verður hjólreiðasumar af bestu gerð og það verður þrælspennandi keppni i næstu Bláalónsþraut sem er fjallahjólaþraut frá Hafnarfirði í Bláa Lónið. Því það er alveg hellingur að toppfólki farið að hjóla á fullu.
Þetta sýnir það bara að hjólreiðar væru mörgum sinnum vinsælli kostur á Íslandi ef einhverjum dytti nú í hug að búa almennilegar að aðstæðum fyrir hjólreiðamenn og konur.
Einhverjir eru jú að hugsa þegar þeir lesa þetta hvað stígar og stéttir séu nægar fyrir þetta fólk en samt er það jú þannig að það tekur hjólreiðamann 4 km lengra að komast úr grafarholti niður í miðbæ eftir hjólastígum en eftir götum á bíl.
Og hvor þarf að hafa meira fyrir því, bílstjórinn eða hjólreiðamaðurinn, hvor þarf á minni heilsugæslu að halda, hvor skemmir götur meira og hvor veldur alvarlegri slysum ?.
Er ekki kominn tími til að skoða hjólreiðar sem alvöru samgömngumáta og leggja frekar fé í það en gatnagerð fyrir bíla og mislæg gatnamót.
Ég get lofað því að ef peningunum fyrir mislæg gatnamót á kringlumýrarbraut og miklubraut væri varið í hjólreiðastíga með stofnbrautum og tengistíga við þá myndi bílaumferð dragast stórlega saman og viðhald á gatnakerfinu snarminnka.
Öll önnur vestræn ríki eru búnað reikna úr arðsemi hjólreiða ? England, Skotland, Danmörk, Noregur,´Svíþjóð, Belgíal, USA, Kanada og svo framveigis...... En ekki Ísland, ef ekki væri fyrir einstaklingsframtök og baráttu þeirra fyrir hjólreiðum á Íslandi þá myndi ekki heyrast púkk um þetta málefni
Athugasemdir
Heyrðu félagi. Ég er kominn með nagladekk og alles. En mikið andskoti verður manni kalt á tánum í frosti. Hvaða skóbúnaði mælirðu með, ég er með tvær tær eftir!
Ólafur Þórðarson, 16.1.2009 kl. 04:12
Væri þetta ekki fyrirtaks grein að senda á Smuguna ? Hef fengið fyrispurn um hjólagreina þaðan, en hef ekki komist í það enn.... (www.smugan.is )
Sömuleiðis er áhugi á að birta efni um hjólreiðar á www.natturan.is
Morten Lange, 16.1.2009 kl. 10:43
Ég nota reiðhjólið innanbæjar í flestar mínar ferðir. Og ég fær einmitt fullt af svona jákvæðum athugasemdum, hvað ég er dugleg, hvað hinir og þessir óska sér nú að geta verið það líka osf. Flestir í Mósó þekkja þessa furðulega konu bara vegna þess að hún skilur bílinn eftir heima og hjólar. Þetta er að verða svolítið töff, í alvöru.
Úrsúla Jünemann, 16.1.2009 kl. 11:24
Kallinn kom heim á splunkunýjum vinnuskóm, með stáltá og stálhæl en samt furðu léttir. Vel bólstraðir að innan. Fékk þá gefins í sinni vinnu. Ég var ekki lengi að ræna þeim og það er fantagott að hjóla í þeim. Hef hjólað í 10 stiga frosti í bómullarsokkum einum saman og fann ekki fyrir kulda. Þar áður var ég í einhverjum loðfóðruðum kellingakuldaskóm og varð kalt á tánum í þeim. Ég heppin eða kallinn óheppin að við skyldum nota sömu skóstærð
Flott grein Vilberg. Maður sér þetta alls staðar í nágrannalöndunum, verið að setja umtalsvert fjármagn í að auðvelda og hvetja til hjólreiða. Hér er landi vantar svo sem ekki hvatninguna á vorin frá ráðamönnum, en það vantar bara aðstöðuna.
Hjóla-Hrönn, 16.1.2009 kl. 12:09
vonandi er að verða vitundarvakning hvað þetta varðar. Fínn pistill.
Anna Karlsdóttir, 16.1.2009 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.