Loftmengun verður líklega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Er kalt veður, lítill raki, logn og þurrar götur helsta ástæða þess. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að bæði svifryk og köfnunarefnisdíoxíð gæti því farið yfir mörkin við helstu umferðargötur borgarinnar í dag.
Í tilkynningunni segir að bílaumferðin sé meginorsök loftmengunar í Reykjavík og því er besta ráðið til að draga úr mengun að hvíla bílinn í dag. Svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk ef hún er yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Köfnunarefnisdíoxíð gæti einnig farið yfir klukkutíma heilsuverndarmörk í dag en mörkin eru 110 míkrógrömm á rúmmetra og skapast helst af útblæstri bifreiða.
Svo er fólk með viðkvæm öndunarfæri hvatt til að forðast helstu umferðargötur í dag.
Þrátt fyrr að svona staða er komin upp er ekkert gert til að bjóða fólki uppá aðra kosti.
- Strætó fækkar ferðum
- Akgreinum fyrir bíla er fjölgað en engir hjólastígar settir meðfram stofnbrautum.
Og svo á byggja þetta bílamannvirki við úlfarsfell/vesturlandsveg í von um að það verði 20.000 bílar sem þar fari um eftir að sundabraut verður tekin í gagnið "einhverntíman"
Þurfa menn ekki að fara að hugsa út fyrir bílaramman og hvetja til mengunarminni fararkosta.
Flokkur: Umhverfismál | 10.2.2009 | 14:04 (breytt kl. 14:08) | Facebook
Athugasemdir
Við sem nota reiðhjólið núna þurfum helst að vera með rykgrímu. Þetta er óþolandi þegar maður ætlar að ferðast vistvænt.
Úrsúla Jünemann, 10.2.2009 kl. 14:59
Svo er ástandið náttúrulega orðið forkastanlegt þegar ekki er hægt að leyfa börnum á leikskólum að vera úti að leika sér yfir daginn vegna bílamengunar samanber kvöldfréttir....
Hvar eru V-grænir og samfylkingin núna með hreint ísland og fagra ísland og allt hvað þetta heitir nú.
Ég er nokkuð viss um að ef hvalveiðar skemma ferðamannaiðnaðinn á íslandi þá mun mengunarvandinn ekki verða minna vandamál því fólk er jú að sækja "hreinasta" land í heimi. Það vantar alveg hrópin og köllin vegna þessa
Vilberg Helgason, 10.2.2009 kl. 19:31
Því miður Kristinn, þá er það þannig í þessu tilfelli að í logninu og kuldanum fer útblásturinn úr bifreiðunum (koldíoxíð) ekki neitt og það er aðallega frá þeim komið.
Og þó götur væru hreinsaðar þá myndu nagladekkin halda áfram að spæna upp svifrykinu.
Eina leiðin er að draga úr bílaumferð.
Vilberg Helgason, 11.2.2009 kl. 04:04
Sæll Vilberg.
Alltaf áhugavert að lesa bloggið þitt, þú kemur með góðar ábendingar og fjallar um athyglisverð málefni.
Varðandi mengun og bífreiðanotkun, þá setti ég bílinn minn í gang og notaði hann eins og ég þurfti.
Hvernig í ósköpunum ætlast einhver til þess að notaðar séu almmeningssamgöngur eða reiðhjól, þegar stefna yfirvalda virðist vera að þrengja að notkunarmöguleikum þessara farartækja ?
Ég vísa t.d. í bloggfærslu þína varðandi forgangsgreinar strætisvagnaakreina. Og enn og aftur í hindranirnar á gangbrautum yfir Miklubraut.
Væri ég ekki að vinna eftir 30 mínútur, þá myndi ég líka nota bílinn minn í dag.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:27
Menn þurfa helst að vera með rykgrímu inní bílunum líka. Ekki er rykið minna þar. Safnist upp í farþegarýminu, festist í áklæðnaði , á mælaborði og þess háttar. Loft í bifreiðum mælist hreinlega óhreinni, að meðaltali en loft sem hjólandi og gangandi anda að sér.
Svo segja sérfræðingarnir.
En mengunin er jafnari í bílunum svo menn taki síður eftir þessu en þeir sem eru úti í annars fersku lofti. Yfirvöld er komin hálfa leið í að skilja þennan vanda og bregðast rétt við. Nú virðist aðaláherslan vera að hvetja til að hvíla bílana. En þeir grípa ekki enn til aðgerða til að svo megi vera. Því miður. Það tíðkast viða erlendis að leyfa bara bíla með númer sem enda á oddatölu og jafnatölu á víxl. Önnur leið væri að lækka hraða. Eða setja mun strangari kröfu á útblæstri.
Morten Lange, 11.2.2009 kl. 16:49
Ég sé ekkert að því að miðborg Reykjavíkur verði lokað að stórum hluta fyrir umferð bíla. Hægt að takmarka við íbúa og fatlaða. Aðrir sem eiga erindi þangað geta nýtt sér almenningssamgöngur. En náttúrlega til að svo geti orðið verður að stórauka þjónustu Almenningssamgangna.
Ég er enn að reyna að skilja það hvernig hægt er að halda fram að fækkun á ferðum sé hugsað til að auka þjónustuna !!!!!
Örvar Már (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:21
Sammála Örvari. Sem íbúi í miðbænum hef ég oft verið að velta þessu fyrir mér. Fyrst vill ég samt loka Laugavegi og Skólavörðustíg fyrir akandi umferð og greiða þannig leið gangandi og hjólandi. Það er náttúrlega fáránlegt að ekki sé hjólaakrein á þessum götum, en ástæðan væri aðallega útblásturinn frá bifreiðum. Á mollulegum degi er hreinlega ekki bjóðandi að labbað laugaveginn fyrir útblæstri og mengun.
Brynjar (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:03
Það eina, sem dugir fyrir utan það að fækka bílum, er að setja helstu stofnæðar borgarinnar ofan í jörðina í stokkum og jarðgöngum. Síðan þarf að hafa loftræstikerfi með svifrykssíum í þeim til ná megninu af svifrykinu þar þannig að það fari ekki í andrúmsloftið uppi á yfirborðinu. Ég veit að þetta kostar mikið en á móti er hægt að þétta byggð meira nálægt þessum stofnæðum og spara þannig stórfé í alls konar lögnum og gatnagerð á móti ásamt því að stytta meðalvegalengdir, sem fólk þarf að fara í borginni. Þar að auki batna lífsgæði íbúa bæði vegna minni loftmengunar og minni hávaðamengunar.
Annar kostur við þetta er að menn fá meira svigrúm til að ákvarða mörk skólahverfa þannig að menn geta nýtt skólahúsnæði betur. Í dag bynda stofnæðar mörk skólahverfa vegna þess að ekki er hægt að ætlast til að skólabörn fari yfir þær á leið í og úr skóla.
Síðast en ekki síst verður það mun meira aðlaðandi að ferðast um ofanjarðar á reiðhjóli um borgina og því er líklegt að fleiri velji sér þann ferðamáta til hagsbóta fyrir alla.
Sigurður M Grétarsson, 18.2.2009 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.