Vindkæling á Reiðhjóli eða í Skokki

vindhraði 

Núna er svo að frost og kuldi hefur sótt að okkur útivistarfólki undanfarnar vikur og óneitanlega finnum við hjólreiðamenn svolítið mikið fyrir þessarri auka kælingu.

Málið er nefnilega það að þegar við hjólum í logni þá búum við til vind. Ef vindhraði er 0 og við hjólum á 10 km hraða þá erum við að fá 10 km hraða af vind framan í okkur. Það sama gildir að ef við hjólum í mótvind á 10 km hraða og fáum 10 km af vind framan í okkur þá fáum við 20 km af vind á okkur. Góðu fréttirnar eru samt þær að við getum líka hjólað af okkur vind, sem dæmi að ef við náum að hjóla í meðvind sem er 10 km á 10 km hraða þá erum við búin að núlla vindinn og því engin vindkæling í gangi.

En ef við hjólum á 20 km hraða í 10 km meðvind þá erum við að skapa 10 km hraða af vind.

Þetta hefur allt áhrif á hitastigið sem við fáum á okkur og ég útbjó töflu byggða á grein um vindkælingu á veðurstofunni og hafði samband við Trausta Jónssón veðurfræðing til að vera með allar staðreyndir á hreinu og þakka ég honum veitt svör.

Tökum tvö dæmi:
Dæmi 1: Við hjólum í 5 stiga hita og logni á 50 km hraða niður brekku sem dæmi að þá erum við farin að fá -1 gráðu af kulda á okkur
Dæmi 2: Það eru -10 gráður eins og var á Akureyri í dag og við hjólum á móti 10 metrum af vindi á 14 km hraða þá erum við að fá á okkur 14 metra af mótvind sem er 50 km á klst mótvindur og hitastigið hjá okkur er þá -22 gráður.

Þetta getur haft áhrif á getu okkar og því mikilvægt að klæða vel af sér vindinn með því að vera í vindheldum fötum umfram allt.

Hægt er að reikna sig fram og til baka í töflunni sem ég útbjó með greininni með því að leggja saman hraðan sem við hjólum á við hraðan sem vindurinn er úti ef reikna á hjólreiðar í mótvind, svo notum við frádrátt ef við erum í meðvind en erfiðara er að reikna þegar aðrar gráður eru á vindinum en þetta er ágætt til viðmiðunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband