Það er merkilegt að á Íslandi er hjólreiðaþjófnaður ekki glæpur, Ég leitaði fyrir nokkkrum vikum að dómi í máli þeirra sem hafa stolið reiðhjólum og fann engan ?.
Eini dómurinn sem ég fann var maður sem var tekinn fullur á hjóli og fékk dóm fyrir þjófnaðinn aukalega við að hjóla fullur.
Ég skil ekki af hverju það er hægt að dæma fólk fyrir að stela sultukrukku, ilmvatni eða kjúkling í hattinum hjá sér á meðan hjólreiðaþjófnaður er enskis virði.
Í fyrrasumar var stolið 500.000 kr hjóli fyrir utan kaffihús í Mosfellsbæ og gæinn fékk það jú bætt úr tryggingum en lögreglan rannsakaði þetta enganvegin. Ef ég hefði rænt 5 þúsund kalli úr söluturn eða álíka hefði ég verið hundeldtur og málið leyst.
Kannski er með hjólreiðaþjófnað eins og bankamannaþjófnað, þetta er bara ekki í vitund okkar Íslendinga að það sé eitthvað að þessu ?
Eldri borgari stórtækur hjólaþjófur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 10.3.2009 | 21:25 (breytt kl. 21:25) | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er merkilegt. Reiðhjól flokkast greinilega enn undir leikföng. Og hver stelur leikföng?
Úrsúla Jünemann, 11.3.2009 kl. 15:00
Auðvitað er þjófnaður á reiðhjólum glæpur hér á landi. Í 244. gr. almennra hegningarlaga, sem fjallar um þjófnað, segir:
244. gr. Þjófnaður á fjármunum eða orkuforða varðar fangelsi allt að 6 árum.
Ef þjófnaðarbrot er sérstaklega stórfellt, svo sem vegna verðmætis þess, sem stolið var, eða hvernig hinu stolna eða geymslu þess var háttað, vegna aðferðarinnar, sem höfð var við þjófnaðinn, eða hættu, sem honum var samfara, svo og þegar þjófnaður er framinn af mörgum í sameiningu eða sami maður hefur gerst sekur um marga þjófnaði, þá skal refsing að jafnaði ekki vera lægri en 3 mánaða fangelsi.
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, 11.3.2009 kl. 15:58
OFF TOPIC, ég rústaði hjólinu mínu og vantar því annað og er að leita að góðu notuðu hjóli, helst með diskabremsum. Er rétt rúmlega 1,80 þannig að þetta þarf að vera hjól af fullri stærð. Virðingarfyllst og afsakið ónæðið.
Baldur F. s. 822-2337
Baldur Fjölnisson, 13.3.2009 kl. 12:48
Ég hef það sama á tilfinningunni og Úrsúla. Reiðhjól eru líklega aðeins leikföng í huga "kerfisins".
Magnús Bergsson, 26.3.2009 kl. 00:42
OT : Veistu hvar er hagstæðast að leigja hjól yfir viku í rvík?
ég þyrfti ef til vill að leigja ca 4stk hjól í mismunandi stærðum í viku í sumar. Er búinn að finna Borgarhjól ,er það eini staðurinn eða eru til fleirri?
Magnus Gudmundsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.