Dagskrá Fjallahjólaklúbbsins í Apríl

Var að fá sendan viðburðarlista Íslenska Fjallahjólaklúbbsins í apríl. Mæli eindregið með að fólk finni sér eitthvað við hæfi og kynni sér hvað þeir hafa að bjóða uppá, hvort sem um er að ræða viðgerðarnámskeið á hjólum eða hjólatúrar klúbbsins.

 

Viðburðir í aprílmánuði

2. apríl, fimmtudagur:  Kl. 12:00.  Bíllaus lífstíll afhendir samgönguráðherra bréf fyrir utan samgönguráðuneytið að Tryggvagötu fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.00. Partur af átaki þeirra til að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að gera samgöngusamninga við starfsfólk.  Lesið fréttatilkynninguna alla á vef þeirra billaus.is.

2. apríl, fimmtudagur: Kaffihúsakvöld í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 frá kl. 20, samhliða myndasýningu úr starfssemi klúbbsins frá síðasta ári og myndbandi um hjólaviðgerðir.

5. apríl: Sunnudagshjóltúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 09:30. Vikulegir hjóltúrar á vegum hjolakonur.net frá Víkingsheimilinu kl 09:30 á sunnudagsmorgnum út apríl.  Miðað er við að vera 2 tíma á ferðinni og eru ákvarðanir teknar af hópnum sem mætir hverju sinni. Frá maí skiptum við yfir á racera, hraðinn aukinn og æfingatíminn breytist. Allar nánari upplýsingar gefur Guðný í síma 564 5964.

9. apríl, fimmtudagur: (Skírdagur) Viðgerðanámskeið 1. Grunnatriði tekin fyrir svo sem að gera við sprungið dekk, stilla bremsur og hvernig maður stillir hjólið sitt "rétt". Aðeins talað um gíra.
Undanfarin ár hafa verið haldin viðgerðanámskeið fyrir félagsmenn í apríl. Í fyrra voru haldin þrjú námskeið og þurftu margir frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar. Ekki tókst að bæta við auka námskeiðum af tæknilegum ástæðum. Í ár verða námskeiðin með aðeins öðrum hætti, eða þannig að þeir sem sækja námskeiðin koma með sín hjól og gera við þau í leiðinni. Samtímis á efri hæðinni verður sýnt myndband um hjólaviðgerðir og smá fyrirlestur í lokin um almennt viðhald og góð ráð. Á það þarf ekki að skrá sig. Venjan er að margir reynsluboltar heimsæki klúbbhúsið þegar námskeið eru haldin og því er ekkert því til fyrirstöðu að líta við til að leita ráðlegginga eða bara til að spjalla og forvitnast.
Þeir sem sækja viðgerðanámskeið í apríl og koma með sín hjól verða að skrá sig fyrirfram hjá Garðari: \n gardar@litaland.is Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það  Garðar veitir líka upplýsingar og svarar spurningum varðandi námskeiðin.

12 apríl: Sunnudagshjóltúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.

16 apríl: Viðgerðanámskeið 2. Stilling á bremsum og gírum ásamt almennu viðhaldi.

18 apríl: Hjólatúr með Hjólarækt Útivistar. Lagt af stað frá stóru brúnu húsunum neðst í Elliðaárdalnum kl. 10:00. Allir velkomnir.

18 apríl: Hjólaratleikur um höfuðborgarsvæðið fyrir alla fjölskylduna á Ferðafagnaði.

19 apríl: Sunnudagshjólatúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.

23 apríl: Viðgerðanámskeið 3. Almennt námskeið um allt í sambandi við hjólið með áherslu á drifbúnað, legur og teina.

24 apríl: Dagur umhverfisins. Dagskrá í Perlunni.

26 apríl: Sunnudagshjólatúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.

30 apríl: Vorfögnuður ÍFHK í klúbbhúsinu ! ! !
Dagskráin er aðgengileg á heimasíðu klúbbsins: www.fjallahjolaklubburinn.is Þar má sjá breytingar á dagskrá ef einhverjar verða því stundum ákveðum við viðburði með stuttum fyrirvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ætli það sé svona "senior" klúbbur fyrir gamla hjólreiðamenn sem fara hægt yfir?  Ég kemst nú ansi langt, hef þolið en vantar snerpuna.  Hefði gaman af því að hjóla í félagskap annara, en þar eð ég hef verið með færni á öllum stigum, þá veit ég ósköp vel að það er leiðinlegt að bíða, þegar getan hjá hópnum er mjög misjöfn.  Alveg jafn erfitt að vera aftastur, másandi og blásandi og fá "augnaráð" þegar maður kemur síðastur inn í pásu.  En þetta er ansi áhugavert.

Hjóla-Hrönn, 2.4.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Á sumardaginn fyrsta hef ég síðustu ár skipulagt hjóla og línuskautaleiðangur Línan; Gljúfrasteinn - Grótta. Þetta hefur verið sérlega gaman og við verið heppin með veður. Lagt er af stað klukkan 10 að morgni frá Gljúfrasteini. Þeir sem hafa áhuga á að kynna með mér slíka uppákomu geta haft samband í síma 699-6684. Mbk, G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.4.2009 kl. 20:31

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

frábært - ég þyrfti að skella mér á viðgerðarnámskeiðið.

Anna Karlsdóttir, 2.4.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Magnús Bergsson

Hrönn: Það hefur enginn verið skilinn eftir í ferðum eða uppákomum klúbbsins svo ég viti til. Ekki einu sinni fengið "augnaráð" Því fleiri sem taka þátt þess mun betra.

Magnús Bergsson, 4.4.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband