Færsluflokkur: Bloggar

Er að vera til hægri "gay"

Í dag var agalega gott verður. Reyndar svolíitð kaldur vindur en þegar maður vinnur það upp með hreyfingunni af hjólreiðum þá skiptir það ekki öllu mál því bara ánægjan af því að hjóla er fullkomin.

En í dag var ég að hjóla með öðrum og þegar við hjólum þessa vinsælustu stíga borgarinnar þá reynum við að vera á 1/3 stígsins sem merktur er hjólamegin. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi í vor ætlað að fjarlægja þessa skiptingu því hún þótti bæði hættuleg og gegn eðli allra eðlilegra umferðarreglna og jók á misskilning á stígunum um forgang.

Er í raun ekki eðlilegt að hæri umferð gild þar sem annarsstaðar. Af hverju ættum við að kenna börnunum okkar að hjóla á einhverjum sérsvæðum á meðan hægt vær að kenna þeim umferðarreglur heilt yfir með eðlilegri hægri umferð á göngu/hjólastígum jafn við þær reglur sem gilda á bílagötunni.

En ástæða þess að ég skrifaði þennan pistil var að í dag var ég og félagi minn hlið við hlið og líklega tókum við ekki 1/3 af stígnum heldur tókum við tæplega helming og 3 menn komu á móti sem tóku rétt rúmlega 2/3 af göngustígnum og þegar þeir þurftu að mæta okkur og víkja lítillega öskruðu þeir "helvítis hommarnir ykkar vitið þið ekki að þð eruð öfugumegin"


Vespuplágan komin í Fossvoginn

Ég skal viðurkenna að ég er einskaklega hrifinn af þessari vespumenningu sem er að aukast á Íslandi. Henni fylgja margir kostir eins og minn mengun, minni ógn af þeim þegar maður er að hjóla á götunni og svo fækkar þetta bílum á götunni.

En þær eru til trafala líka. Í fyrra byrjaði mótorkross tískan og maður fór að sjá krakka á mótorhrosshjólum á göngu og hjólastígum innan um gangandi vegfarendur og hjólandi krakka en það var mikið bundið við úthverfin eins og grafarholt, árbæ og fleiri staði þar sem stutt var útúr byggð og heim aftur. Samt ekki líðandi og skapar stóra hættu.

En núna eru það vespurnar sem eru útum allt nema þær halda sig ekki bara í úthverfum heldur mætti ég t.d. 2 á göngubrúnni yfir frá fossvogi að nauthólsvík og svo einni vespu þar rétt áður í fossvoginum og á bakaleiðinn voru 2 í elliðárdalnum þegar ég var að hjóla uppí árbæ.

Persónulega á ég ekkert erfitt með að mæta þessum tækjum og þau hræða mig lítið en litlir krakkar á reiðhjólum og línuskautum eiga einstaklega erfitt með að mæta þessum tækjum eða vita hvernig á að bregðast við þegar þau taka frammúr þeim á jafnvel 50 km hraða.

Það er ekkert spaug að fá á sig 200 kg vespu á 30+ hraða og borgin þarf eitthvað að gera til að sporna við þessari þróun. Einhvertíma hefði verið hægt að segja að ræða þyrfti við foreldra um að brýna fyrir börnunum sínum að vera ekki á vélknúnum tækjum á göngustígum en vandamálið hérna er að þetta er jafnt fullorðið fólk sem og unglingar sem ég er að sjá á göngustígunum.

Í umferðarlögum má ekki vera á mótorknúnu tæki sem kemst á eigin orku á meiri en 15 km hraða og þar með eru vespur ekki löglegar á stígunum né boðlegar.

 


Öryggi og sýnileiki kostar og ríkið græðir

Það er merkilegt með margt í innheimtu Íslenska ríkisins á virðisaukaskatti. Sumt er á fullum skatti og svo eru lægri skattþrep.

Það sem angrar mig samt við þessa innheimtu ríkissjóðs er að öryggisbúnaður fyrir hjólreiðamenn ber bæði 10% toll og 24,5% virðisaukaskatt.

Reiðhjólahjálmar, ljós á hjólin og allur búnaður til að auka sýnileika ber þennan kostnað. Það sama gildir með reiðhjól og allt sem þeim tilheyrir. Þannig að til þess að koma sér upp góðu reiðhjóli til ferðalaga, samgangna innanbæjar eða bara til að leika sér á þá er verið að borga  370 krónur ofan á hvern þúsundkall sem varan kostar. Og meira að segja er virðisaukaskattur settur á flutningsgjaldið til Íslands sem er þó þjónsta sem maður greiðir fyrir í útlöndum.

Á Englandi er t.d. ekki virðisaukaskattur af reiðhjólahjálmum enda verið að stuðla að auknum hjólreiðum í landinu og mörgum finnst þetta nauðsynlegt öryggistæki og því góð stefna hjá þeim. 

Ég hef nú sagt þetta áður en er ekki komin tími til þess að auka veg hjólreiða á Íslandi og afnema öll innflutningsgjöld vegna reiðhjóla, öryggisbúnaðar á reiðhjól og það sem stuðlað gæti að aukningu á þessum vistvæna fararkosti.


Rúmlega ár frá því að sofandi ökumaður keyrði á hjólreiðamann

Núna er einmitt rétt rúmlega ár síðan keyrt var á hjólreiðamann á vesturlandsvegi. Þar var einmitt sofandi ökumaður á ferð.

Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að það þurfi viðunandi aðstöðu fyrir hjólreiðamenn meðfram stofnbrautum. Þeas að þeir séu varðir fyrir umferð bíla því hjólreiðamenn eru ekki búnir loftpúðum, öryggisbeltum og rúmlega tonni af stálgrind utanum sig.

Núna er allavega leyfilegt að gera hjólabrautir meðfram stofnbrautum fyrir vegagerðina og þá er bara að byrja að framkvæma. 


mbl.is Bifreið valt eftir að ökumaður sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulaus staðgengill Viagra

Ég hef oft fengið að heyra mýtuna um að hjólreiðar geti gert karlmenn getulausa. Þetta gekk meira að segja svo langt að þegar ég var að fjalla um hjólreiðar á kynningu fyrir börn í skóla hérna í Reykjavík í vor þá spurði einhver 10 ára gutti mig að þessu og sagði að mamma sín hefði sagt sér það.

En auðvitað er þetta rangt og loksins er búið að gera rannsókn þar sem kynlíf og hjólreiðar eru tengdar saman.  Rannsóknin var gerð á mönnum með slappa hjartavöðva sem ekki gátu lengur stundað kynlíf.

Mennirnir sem rannsóknin var gerð á sýndu miklar framfarir í kynlífi eftir að hafa verið látnir hjóla þrisvar í viku í átta vikur. „Þessa einföldu hreyfingu sem hjólreiðar eru getur þú notað til þess að bæta getu í kynlífi" sagði Ítalinn Romualdo Belardinelli, yfirmaður Lancisi hjartastöðvarinnar í Anvona á Ítalíu. Hann birti niðurstöður sína 12. Nóvember síðastliðinn á ráðstefnu hjá Amersíku hjartasamtökunum í Anahem.

En rannsóknin fór þannig fram að 30 manns hjóluðu sem áður segir á meðan 29 aðrir hjóluðu ekki. Rannsóknarteymið sá aukna getu þeirra sem æfðu í að taka upp súrefni við æfingar og að aukna blóðflæðið. Einnig mældist púls sterkari í framhandlegg.

Mennirnir svöruðu spurningum og einnig makar þeirra. Niðurstöðurnar voru bornar saman til þess að sjá til þess að menn væru að segja satt. Niðurstöðurnar sýndu að menn sem hjóluðu fengu betri stinningu sem og að þeir áttu ánægjulegar stundir með makanum.

Eins og ég hef áður sagt á þessu fína bloggi mínu.... Allir karlar út að hjóla !!!!


Top Gear - Hjólreiðar vs. Bíll í gegnum London

Það var ekki leiðinlegt að horfa á Top Gear í dag.

Þar var sett upp skemmtileg keppni í þvert í gegnum London. Keppt var um hver væri fljótastur frá kew brúnni að London City Airport

Fjórir mismunandi samgöngumátar voru notaðir Almenningssamgöngur (strætó, neðanjarðarlestir og sporvagnar) svo var farið eftir Thames ánni á gríðarlega öflugum bát sem reyndar þurfti að fylgja umferðarreglum og hraðatakmörkunum árinnar.

En fyrir mér þá hafði ég mestan áhuga á keppninni milli bíls sem var eðaljeppi og svo reiðhjóls sem var léttur og meðfærilegur blendingur götuhjóls og keppnishjóls. Keppandi hjólsins var bara einn af kynnum þáttarins (Hammond) og svo virtist sem hann hafði þurft að hjóla einhvernstaðar milli 50 og 60 km til að komast milli brúarinnar og flugvallarins.

Keppt var að mánudagsmorgni þegar allir voru á leið í vinnuna og umferðin var með mesta móti og komu úrslitin ekkert sérstaklega á óvart fyrir mig sem vanann hjólreiðamann. Hammond var á reiðhjóli í umferðinni og þurfti að lúta lögmálum hennar eins og að stoppa á ljósum en að sama skapi gat hann læðst milli bíla og strætisvagna auk þess sem þónokkuð virtist af hjólreiðabrautum meðfram veginum og að hann gat notað stætisvagnaakgreinarnar.

Þegar hann var á beinum og hröðum götum virtist sem hann væri að hjóla á um 30 km hraða og komst því ágætlega yfir, 30 km hraði er t.d. ekki mikið fyrir þaulvanann reiðhjólamann við góðar aðstæður og því hægt að segja að venjulegur hjólreiðamaður hafi verið þarna á ferð enda á fisléttur og vel rennandi hjóli.

En allavega endaði þetta þannig að Reiðhjólið kom fyrst í mark nokkrum mínútum á undan bátnum sem varð í öðru sæti. Svo einhverri stundu seinna kom sá sem ferðaðist með almenningssamgöngum og svo 15 mínútum eftir að almenningssamgöngur komu í mark kom bíllinn loksins. Það kom ekki fram í þættinum en ég myndi skjóta á að munurinn milli reiðhjóls og bíls hafi verið á bilinu 20 - 25 mínútur

Þetta er bara gott dæmi um það sem er að koma betur og betur í ljós með muninn milli bíls og reiðhjóls. Ef aðstæður á Íslandi væru betri og við hefðum eins til eins og hálfs metra breiðan stíg fyrir okkur meðfram stofnbrautum væri ekki spurning að reiðhjólamaður væri fljótari úr Grafarholti niður að Háskóla Íslands sem dæmi. Þessi akgrein fyrir reiðhjól væri þá báðu megin og hjólreiðamaðurinn myndi vera að hjóla í sömu átt og bílarnir. Til þess að hægt sé að ferðst hratt yfir er mikilvægast að hjólreiðar séu ekki blandaðar gangandi vegfarendum og að hjólreiðamenn þurfi ekki að vera að mætast á einbreiðum stígum þar sem umferð er leyfð í báðar áttir.

þannig að slagorð dagsins er Hjólreiðastígar fyrir hjólandi og göngustígar fyrir gangandi.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband