Hættulaus staðgengill Viagra

Ég hef oft fengið að heyra mýtuna um að hjólreiðar geti gert karlmenn getulausa. Þetta gekk meira að segja svo langt að þegar ég var að fjalla um hjólreiðar á kynningu fyrir börn í skóla hérna í Reykjavík í vor þá spurði einhver 10 ára gutti mig að þessu og sagði að mamma sín hefði sagt sér það.

En auðvitað er þetta rangt og loksins er búið að gera rannsókn þar sem kynlíf og hjólreiðar eru tengdar saman.  Rannsóknin var gerð á mönnum með slappa hjartavöðva sem ekki gátu lengur stundað kynlíf.

Mennirnir sem rannsóknin var gerð á sýndu miklar framfarir í kynlífi eftir að hafa verið látnir hjóla þrisvar í viku í átta vikur. „Þessa einföldu hreyfingu sem hjólreiðar eru getur þú notað til þess að bæta getu í kynlífi" sagði Ítalinn Romualdo Belardinelli, yfirmaður Lancisi hjartastöðvarinnar í Anvona á Ítalíu. Hann birti niðurstöður sína 12. Nóvember síðastliðinn á ráðstefnu hjá Amersíku hjartasamtökunum í Anahem.

En rannsóknin fór þannig fram að 30 manns hjóluðu sem áður segir á meðan 29 aðrir hjóluðu ekki. Rannsóknarteymið sá aukna getu þeirra sem æfðu í að taka upp súrefni við æfingar og að aukna blóðflæðið. Einnig mældist púls sterkari í framhandlegg.

Mennirnir svöruðu spurningum og einnig makar þeirra. Niðurstöðurnar voru bornar saman til þess að sjá til þess að menn væru að segja satt. Niðurstöðurnar sýndu að menn sem hjóluðu fengu betri stinningu sem og að þeir áttu ánægjulegar stundir með makanum.

Eins og ég hef áður sagt á þessu fína bloggi mínu.... Allir karlar út að hjóla !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Getur verið að tvær óheppilegar breytur hafi blandast þarna saman í tilrauninni - og hún hafi aðallega sannað að almenn hreyfing ein og sér geti aukið kyngetu og frammistöðu í rúminu?

Nú hefur það sýnt sig að athafnir sem auka hita við kynfærin, s.s. langur akstur hjá atvinnubílstjórum og nb hjólreiðar auki hættu á getuleysi. Það hefði e.t.v. verið betra ef þátttakendurnir í tilrauninni hefðu stundað aðra hrefingu en hjólreiðar - eða gerð hefði verið tilraun þar sem kyngeta hjólreiðamanna miðað við aðra íþróttamenn hefði verið borið saman.

Kristján Hrannar Pálsson, 9.7.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Kristján...

Þetta var mjög heppilega útfærð tilraun fyrir hönd okkar hjólreiðamanna og að sama skapi mjög gleðileg þar sem mýtan um getileysi hjólreiðamanna hefur oft verið of oft sögð.

En af öllum íþróttum sem byggja á þoli þá eru hjólreiðar oft hentugastar vegna þess að þú hefur stjórn á púlsinum á hjóli frá fyrstu æfingu sem þú hefur yfirleitt ekki í öðrum íþróttum nema kannski göngu. Ef þú ætlar að byrja að hlaupa, fara í skipulagða íþróttatíma í líkamsræktarstöðvum og svo framvegis þá er yfirleitt staðan þannig að púlsinn rýkur upp og þú ræður ekki við neitt. En í hjólreiðum færð þú þér púslmæli og leggur af stað og getur hægt og hraðað á þér eins og þú villt án þess að þurfa að stoppa.

Þú getur semsé stjórnað púlsinum að vild. allir eiga sinn hvíldarpúls, þolpúls og áreynslupúls og öllum þeim er best stjórnað á reiðhjóli nema þú ætlir þér að byrja að hjóla upp kambana fyrir ofan hveragerði í fyrstu atrennu.

Vilberg Helgason, 9.7.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Það var í rauninni ekki aðalpunkturinn hjá mér hversu hentug hreyfing hjólreiðar eru, sem ég efast ekki um. Málið var hvort þær auki kyngetu/kynhvöt eitthvað sérstaklega meira en aðrar íþróttir eða önnur hreyfing.

Á síðu wikipedia yfir "bicycling" stendur m.a.: "Cycling has been linked to sexual impotence due to pressure on the perineum from the seat, but fitting a proper sized seat prevents this effect." Hér er semsagt hætta á að hjólreiðarnar valdi auknu álagi á punginn ef sætið er ekki rétt stillt.

Einnig er þessi frétt athugaverð í því samhengi: http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/363070.stm

Kristján Hrannar Pálsson, 9.7.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Skattborgari

Það hefur sína kosti að hjóla en held að ég haldi bílnum frekar.

Skattborgari, 9.7.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

sex 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.7.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Vilberg Helgason

Kristján Hrannar: 

Greinin sem þú byggir á er byggð á rannsókn  Dr Irwin Goldstein. Og í henni sagði hann „menn ættu aldrei að nota reiðhjól. Reiðhjól ættu að vera bönnuð og sett í útlegð“En þegar dýpra var kafað í rannsóknina hjá Goldstein þá kom í ljós að þegar hann fór að bera saman sundmennn og hjólreiðamenn þá var hann að notast við sundmenn sem voru 10 árum yngri en hjólreiðamennirnir og að menn séu tvisvar sinnum líklegri til að eiga við kynlífsvandamál á reiðhjóli  er sama tölfræði og menn eiga með þessum aldursmun sama hvort um ræðir menn sem stunda hjólreiðar, sund eða skokk.

Vilberg Helgason, 9.7.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Morten Lange

Er ekki mál að skella tilvitnun í greinina og málsgrein með samantekt niðurstaðna inn í Wikipedia-greinina sem Kristján vitnar í ?

Morten Lange, 13.7.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband