Færsluflokkur: Hjólreiðar

Viltu hjóla í Nesbúð í góðum félagsskap á sumardaginn fyrsta

sumardagur1Sumardagurinn fyrsti er á næsta fimmtudag 23 apríl, Hjólreiðafélag Reykjavíkur ætlar að hafa veglega æfingu af því tilefni, hjóla í Nesbúð á Nesjavöllum.  Hjóla Mosfellsheiðina og Grafninginn og enda í hádegismat í Nesbúðinni.  Þeir sem vilja meira geta hjólað í bæinn tilbaka sömu leið, ég geri ráð fyrir því að Nesjavallaleiðin verði fær. Þau sem eru búinn að fá nóg láta sækja sig í Nesbúð. Svo er náttúrulega hægt að hjóla með upp á Mosfellsheiði og snúa þar við ef ekki er tími fyrir langan túr.

Við leggjum af stað frá Nauthólsvík kl 9:30, komum við í Húsasmiðjunni í Grafarholti, gerum ráð fyrir því að vera þar kl 10. Hópurinn hjólar rólega í einum hóp að Gljúfrasteini en þá verður skipt upp í hópa eftir hraða, allir eiga að finna hóp við sitt hæfi.

Í tilefni sumarkomu vil ég bjóða Hjólamenn, Hjólakonur, Þríþrautargarpa, IFHK og allt hjólreiðafólk yfirleitt með okkur í þennan túr í tilefni sumarkomu.  Það væri glæsileg byrjun á sumri ef stór hópur hjólreiðafólks legði á heiðina.


Fjölskyldudagur samgönguviku á morgun og allir hjóla

MBL0109792 

Á morgun Laugardag býðst öllum á höfuðborgarsvæðinu að þjappa saman fjölskyldunni og taka fram reiðhjólin.

Það er ekki oft sem Höfuðborgarbúum býðst að hjóla saman úr öllum sveitafélögum höfuðborgarsvæðisins í hjólalestum sem allar sameinast hjá Nauthólsvík og enda svo við Ráðhúsið í Reykjavík þar sem margar skemmtilegar uppákomur verða í boði.

Að taka þátt í svona hjólalest með alla fjölskylduna er meiriháttar upplifun. Það er ekki bara að fjölskyldan sé saman úti að hjóla heldur er stemmingin frábær og umgjörðin í ár í kringum hjólalestirnar er sú lang glæsilegasta til þessa enda hafa hjólalestirnar aldrei verið fleiri.

Það er ekki ólíklegt að met verði slegið og allir geti tekið þátt í að mynda fjölmennustu hjólalest sem sést hefur á Íslandi.

Hjólalestirnar fara eftir stígakerfum höfuðborgarsvæðisins og hjólað er á raunhæfum hraða fyrir alla og þegar hraðinn er hóflegur er ekki mikið mál að hjóla aðeins lengra en maður er vanur og svo er hægt að taka strætó heim með hjólin eftir að fjölskyldan er búin að skemmta sér við að horfa á hjólakeppnir við tjörnina og sjá hjólasirkus inni í Ráðhúsinu og njóta léttra veitinga í boði samgönguviku.

Mig langar að hvetja alla til að mæta og taka þátt í þessum degi og jafnvel læra sitthvað um hvað samgöngur á reiðhjóli er einfaldur og öruggur kostur Höfuðborgarsvæðinu.

11:30     frá Hafnarborg í Hafnarfirði (sjá frétt á hafnarfjordur.is)
12:10     frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50     frá Gerðasafni í Kópavogi (sjá frétt á kopavogur.is)
11:30     frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ (sjá frétt á mosfellsbaer.is)
12:00     frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30     frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00     frá Vesturbæjarlaug
13:45     Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14:30     Hanna Birna ræsir Tjarnarsprettinn á Götuhjólum
15:00     Hjólasirkus Freestyle snillinga í Ráðhúsinu í Reykjavík
15:30     Verðlaunaafhending Tjarnarsprettsins
16:00     Reykjavíkur DownTownHill 2x frá Hallveigarstíg niðurfyrir MR

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband