Viltu hjóla í Nesbúð í góðum félagsskap á sumardaginn fyrsta

sumardagur1Sumardagurinn fyrsti er á næsta fimmtudag 23 apríl, Hjólreiðafélag Reykjavíkur ætlar að hafa veglega æfingu af því tilefni, hjóla í Nesbúð á Nesjavöllum.  Hjóla Mosfellsheiðina og Grafninginn og enda í hádegismat í Nesbúðinni.  Þeir sem vilja meira geta hjólað í bæinn tilbaka sömu leið, ég geri ráð fyrir því að Nesjavallaleiðin verði fær. Þau sem eru búinn að fá nóg láta sækja sig í Nesbúð. Svo er náttúrulega hægt að hjóla með upp á Mosfellsheiði og snúa þar við ef ekki er tími fyrir langan túr.

Við leggjum af stað frá Nauthólsvík kl 9:30, komum við í Húsasmiðjunni í Grafarholti, gerum ráð fyrir því að vera þar kl 10. Hópurinn hjólar rólega í einum hóp að Gljúfrasteini en þá verður skipt upp í hópa eftir hraða, allir eiga að finna hóp við sitt hæfi.

Í tilefni sumarkomu vil ég bjóða Hjólamenn, Hjólakonur, Þríþrautargarpa, IFHK og allt hjólreiðafólk yfirleitt með okkur í þennan túr í tilefni sumarkomu.  Það væri glæsileg byrjun á sumri ef stór hópur hjólreiðafólks legði á heiðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband