Færsluflokkur: Samgöngur
Ætli það sé raunhæfur kostur.
Öll ný reiðhjól sem seld eru væru skráð í þennan gagnagrunn af verslun sem selur hjólið. Kennitala kaupanda og raðnúmer.
Í þennan gagnagrunn gæti fólk einnig skráð hjól sem það á fyrir og þær hjólreiðaverslanir sem selt hafa með með því að skrá kennitölu kaupanda og raðnúmer myndu leggja til sín gögn.
Með þessu móti má ná nokkuð heilstæðum eignargrunni á reiðhjólum á Íslandi. (sem myndi batna á fáum árum)
Kostir eru klárlega að þetta auðveldar fólki að sanna eignahald sitt á reiðhjóli sé því stolið og lögreglan getur flétt upp á eiganda reiðhjóls finnist slíkt.
Stofnkostnaður og rekstur slíks grunns væri síðan kostaður af tryggingarfélögunum sem greiða ógrynni í bætur til fólks sem hjólum er stolið frá á hverju ári. Reiðhjólaþjófnaðir þykja ekki rannsóknarverðir hjá lögreglu og því enda reiðhjól yfirleitt á uppboði ef þeim er stolið eða fá að vera í eigu þjófsins í friði. Allavega eru fyrstu viðbrögð lögreglu ef maður skráir stolið reiðhjól að taka stutta skýrslu og segjast svo senda hana til tryggingarfélagsins.
Gallinn við þetta er að erfitt er að halda svona grunni réttum og því má alveg fara að skrá reiðhjól sem farartæki á einhvern "minni" hátt en vélknúin ökutæki og fólk myndi þurfa að skrá eigandaskipti á reiðhjóli í þar til gerðann gagnagrunn.
Hægt væri að veita almenningi aðgang að slíkum gagnagrunni í heimabanka á sama hátt og fólk fær lykilorð að skattinum eða ættfræðivefnum íslendingabók.
Svo má líka horfa til þess að þegar fólk er komið með aðgang að grunninum getur það skráð sig inn, séð yfirlit yfir reiðhjól skráð á viðkomandi og merkt reiðhjól stolið komi það til eða merkt reiðhjóli fargað sé því hent.
Samgöngur | 5.4.2013 | 18:18 (breytt kl. 18:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á þessa grein á visir.is. Það sem vakti gleði hjá mér að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð lögregluna auglýsa eftir stolnu reiðhjóli.
Þetta tel ég akkúrat vera þá þróun sem þurfti að eiga sér stað. Reiðhjól geta verið rándýr eins og þetta reiðhjól sem ég fann á heimasíðu arnarins www.orninn.is og kostar þar 1.290.000. Svo hafa þau oft annað verðgildi eins og aldur og fleira.
Alvöru hjólasölur skrá serial númer þeirra hjóla sem þeir selja á sölunótu með kennitölu kaupanda þannig að hægt er að rekja hjól til þeirra, hvort sem þau kosta 15.000 eða 1,5 milljónir. Því er full ástæða til að auglýst sé eftir hjólum af lögreglu og yrði kannski til þess að reiðhjólaþjófnaður hætti að flokkast sem "varla" glæpur.
Hingað til hafa reiðhjólaþjófnaðir ekki verið rannsakaðir, menn ekki dæmdir fyrir þjófnað á þeim og lögreglan vísað á tryggingarfélögin þegar hjól hverfur.
Samgöngur | 4.4.2013 | 19:43 (breytt kl. 19:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Núna þegar hjólasumarið fer að skella á fullt hjá okkur mörgum, ungum sem öldnum þá er ýmislegt sem hafa ber í huga.
Fyrst verður mér hugsað til barnanna sem fá hjólin sín oft ósmurð og ílla hert úr geymslunni eða bílskúrnum eftir veturinn. Í mörgum tilfellum eru hjólin of lítil eða foreldrar fara og kaupa ný og hafa þau of stór svo þau séu til lengri tíma. Allt að ofantöldu getur verið hættulegt.
Prófi fullorðinn að setjast á barnahjól og hjóla með þyngdarpunktinn of neðarlega ræður hann ílla við hjólið, sama lendir hann í ef hann ákveður að labba eftir kantstein eða setjast á hjól sem er of hátt fyrir hann, jafnvægið er ekki fullkmomið. Því ber að passa að börn séu á hjólum af hæfilegri stærð.
Þegar börn fara að hjóla fara þau ekki bara útá gangstétt á hjólunum sínum heldur fara þau á þeim yfir gangbrautir, yfir á T gatnamótum þar sem gróður skyggir á sýn ökumanna sem ekkert hugsa né vilja vita hvað er handan við næsta horn og svo koma upp atvik/aðstæður útum allt þar sem þau þurfa að geta brugðist við, t.d. með því að beygja frá, bremsa eða jafnvel kasta sér af hjólinu.
Þá skiptir miklu að eftirfarandi hlutir séu í lagi.
- Bremsur þurfa að vera fullkomnar.
- Stærð hjólsins þarf að henta barninu svo það valdi því
- Keðja þarf að vera smurð og strekkt svo hún sé ekki að detta af (keðjulaust hjól með fótabremsum er bremsulaust hjól)
- Dekk þurfa að vera með munstri svo þau hafi grip á blautu og grófu yfirborði
- Endurskinsmerki eru ekki bara uppá punt á hjólum því í ljósaskiptunum sem bæði verða í vor og haust geta þau gert gæfumuninn um tillitssemi ökumanna (sem eru versti óvinur barns á reiðhjóli)
- Lás þarf að vera á hjólinu og kenna þarf barninu hvernig læsa á hjólinu við hluti til að tryggja að því verði ekki stolið (það þýðir ekki að skamma barnið fyrir að passa ekki hjólið sitt ef því er ekki kennd ábyrgð umgengni um það).
Foreldrar geta keypt olíur til að smyrja keðjur, það þarf yfirleitt 1 sexkant eða skrúfjárn til að herða bremsur og allt þetta er hægt að gera ódýrt. Svo er ekki verra að fara á hjólreiðaverkstæði og láta yfirfara hjólið fyrir sumarið.
Svo er hægt að sannreyna hjólagetu barnanna sinna og útvega þeim þjálfun hjá Hjólafærni á Íslandi http://hjolafaerni.is/index.php?option=com_content&view=article&id=75&Itemid=77
Að senda barn útí umferðina á hjóli er gott og hollt fyrir barnið, eykur sjálfstraust, úthald og athyglisgáfu og ég mæli með því fyrir öll börn. En við erum ekki látin skoða bílinn okkar árlega að ástæðulausu... skoðum hjól barnanna okkar líka.
Samgöngur | 3.4.2013 | 22:06 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna þegar stærsta ferðahelgi ársins er að koma er ekki alvitlaust að minna ökumenn á að vegirnir eru bæði fyrir bíla og reiðhjól og á þjóðveginum og öðrum ferðavegum er allt krökkt af ferðalöngum á reiðhjólum.
Þeir sem ferðast um landið á reiðhjóli þurfa að búa við ýmsar hættur eins og að vera úti í kanti þegar tveir bílar mætast við hliðin á þeim og getur það oft verið óþægileg lífsreynsla fyrir hjólreiðamann sem getur fipast og lent í slysi.
Sérstök hætta stafar af fólki með fellihýsi og hjólhýsi sem eru breiðari en bílinn sem ekið er því ökumenn átta sig oft ekki á breiddinni þegar þeir taka fram úr hjólreiðamanni. Einnig er hætta á því að ökumenn geri sér ekki grein fyrir lengd ökutækis og vagns og fari of snemma í námunda við hjólreiðamanninn sem heldur sig úti í kanti með aftanívagninn.
Það sem líka þarf að varast er hliðarvindur því stór ökutæki eins og flutningabílar, húsbílar og oft stærri jeppar taka hliðarvindinn af hjólreiðamanninum þegar þeir fara of nálægt fram úr honum og þá myndast augnablikslogn hjá hjólreiðamanninum sem getur lent í því að hendast ýmist útaf eða inná veginn þegar ökutækið er farið framhjá og vindurinn kemur í öllu sínu veldi aftur.
Ökumenn, sýnið því hjólreiðamönnum tillitssemi með því að mæta ekki bílum við hliðin á hjólreiðamanni, bíðið frekar fyrir aftan þar til pláss gefst til framúraksturs og munið að hjólreiðamaðurinn er jafn rétthár bílnum í umferðinni og hefur ekki aðra aðstöðu til sinna ferðalaga.
Samgöngur | 28.7.2011 | 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég byrjaði að blogga á sínum tíma(og þá einungis um hjólreiðar) ... sem ég hef nánast tekið mér árs frí frá þá var ekkert fjallað um hjólreiðar í fjölmiðlum nema að hvort hjólreiðamenn í umferðaslysum væru með hjálm eða ekki.
Tour de France fékk dræma umfjöllun, íslenskar hjólreiðakeppnir féngu enga umfjöllun nema þá Tjarnarhringurinn og þá var það bara ef ekki væri neitt að gerast annarsstaðar í íþróttaheiminum og ef eitthvað var fjallað um var það hversu frekir hjólreiðamenn væru ef þeir voguðu sér útá götu.
Í dag er allt breytt. Tour de France fær daglega umfjöllun í öllum miðlum, hjólreiðamót fá einhverja umfjöllun, þó fær Einar Bárða meiri umfjöllun en mótið sjálft ef hann tekur þátt en samt í rétta átt og svo er alltaf verið að tala um fjölgun hjólreiðamanna.
Gísli Marteinn kvartar yfir svikum besta flokksinns sem á sama hátt og L listinn á Akureyri lofaði hjólreiðastígum útum allt en svíkja báðir. ( BF ætlaði að bæta við 10 km á ári af stígum og L listinn á Akureyri ætlaði að gera stíg frá Krossanesborgum útí Kjarnaskóg og nú þegar búið er að malbika götuna útí Kjarnaskóg á Akureyri er ekki vottur af vísi af stíg útí kjarnaskóg)
2 Fréttir í vikunni voru um milljón krónu hjól sem seljast eins og heitar lummur. Undanfarið ár hefur farið ágætlega fyrir umfjöllun um fjallahjólabrunsstíga í Skálafelli og lyftuna sem hægt er að fara upp með og að sama skapi hefur hjólastígurinn í Kjarnaskógi fengið umfjöllun.
Allir frægir eru duglegir að auglýsa að þeir hjóla og Eiríkur sjálfur er með fyrirsögn þar sem hann skrapp í bónus á hjólinu sínu í dag og birtir mynd af hjólinu sínu með bónuspokana.
Þetta er frábær þróun því þegar ég byrjaði að blogga um hjólreiðar var bloggið nokkuð nýtt á nálinni.... allavega rétt að verða "inn" og ég man þegar í morgunútvarpinu á rás2 einn daginn var verið að útskýra þetta hugtak blogg og hvað allir gætu tekið þátt að þá sagði viðmælandinn "það er meira að segja einn bloggari sem bloggar einungis um hjólreiðar" og svo hlógu þau bæði eins og þetta væri svo útópískt.
En í dag er þetta svo á réttri leið. Það hafa komið hjólreiðablöð í miðjum stærstu dagblaða, hjólreiðar fá síður í útivistarblöðum og ferðaþjónustur keppast við að bjóða hjólreiðaferðir.
Núna ætlar Fjármálaráðherra hugsanlega að auka álögur á bensín og því enn meiri ástæða til að huga að öðrum orkugjöfum og þá liggur náttúrulega við að við virkjum okkar eigin orku til samgangna og heilbrigðs lífsstíls.
En til að það geti gengið þarf að bæta aðstæður til hjólreiða á landinu og jafnvel að styrkja enn betur til frábærra verkefna eins og hjólafærni www.hjolafaerni.is og hugsa til lengri tíma og fara að mennta krakka í hjólreiðum unga og virkja réttan hugsunarhátt
Það er langtímasjónarmið
Samgöngur | 16.7.2011 | 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Var að lesa bloggið hans Gísla Marteins áðan og rakst þar á ótrúlega skemmtilega hugmynd fyrir Reykjavíkinga og þá sem nota stígakerfið þar.
Hugmyndin fellst í því að útbúa rafrænt leiðakerfi fyrir hjólreiðamenn sem svipar til leiðarkerfis Strætó, þe. að maður geti skrifað hvaðan maður kemur og hvert maður ætlar að fara og vefsíða sýnir öruggustu og hentugustu leiðina.
Þetta er í fullkomið framhald af hjólreiðaáætlun sem samþykkt var í fyrravetur.
En nú er svo komið að umhverfisvæn og umhverfishvetjandi borgarstjórnarsamstarf Besta og Samfó ákvað að fresta þessu.
Vonandi að þetta sé ekki ein af sparnaðartillögum flokkanna að fresta þessu því allur hvati til hjólreiða er sparnaður við gatnaviðhald, umferðarslysakostnað, mengun og fleira.
Samgöngur | 12.8.2010 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Endilega sendið inn ef þið hafið skoðun hvað frambjóðendur eiga að leggja fram í kostningarbaráttu sinni varðandi hjólreiðar..... Það vantar herfilega hjá öllum nema Gísla Martein og Dorfa einhverja hjólreiðastefnu en hvað viljum við að frambjóðendur vilji gera fyrir okkur í Reykjavík ?
Endilega sendið inn comment... Það er jú hjólað í vinnuna og allir eru að pirra sig yfir einhverju eins og götuljósum, skort á samgönguæðum, samlífi með gangandi fólki, samlífi með bílum og svo framvegis... .endilega koma með eitthvað....
Samgöngur | 14.5.2010 | 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Undanfarna pistla hef ég aðeins komið inn á reiðhjólaþjófnað, farið yfir hvernig passa skuli uppá hjólin sín og að lítið sé viðhafst þegar reiðhjóli sé stolið.
Þessvegna fannst mér gaman að sjá í morgun frétt á RUV.is um að kona hefði verið tekin með 2 reiðhjól sem hún hafði stolið.
Þetta eru ekki fyrstu reiðhjólaþjófnaðir sumarsins. Það virðist vera í tísku að ræna Cannondale hjólum og ég hef rekist á allavega 2 greinar þar sem Cannondale Bad Boy hjólum, sem eflaust eru verðmetin á vel í kringum hálfa milljón hvort á Íslandi ef flutt inn í dag og keypt ný.
Það sem stakk mig aðeins í greininni á RUV var samt að það klárlega vantaði að taka fram hvar manneskjan var tekin með hjólin og hvernig hjól þetta væru.
Ef þetta hefði verið snjósleði eða mótorkrossari hefði tegund verið gefin upp og óskað eftir eigandanum. Jafnvel þó þetta væri einskis virði snjósleði eða mótorkrossari.
Núna er það fjölmiðla að opinbera umræðuna um reiðhjólaþjófnaði og krefja lögregluna um meiri upplýsingar því þetta er að kosta samfélagið og tryggingarfélögin tugi milljóna á ári.
Samgöngur | 11.5.2010 | 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ekki bara hjólum stolið á Íslandi.Dekkjum/gjörðum er stolið, sætum er stolið og ýmsum aukabúnaði af þeim.Í dag fylgir yfirleitt með hjólum svokallað Quick Release á bæði sæti og dekkjum.
En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er róin öðru megin með handfangi sem hægt er að losa auðveldlega með handafli. Margir læsa hjólunum sínum við hluti með því að festa dekk, eða sætispípuna við. En ef hjólið er með svona þægindum eins og Quick Release (snögg losun) er auðvelt að stela hálfu hjólinu án þess að þurfa að klippa eða saga á einhvern lás og skilja bara gjörðina eftir.
Besta leiðin er að setja alvöru ró í staðinn.
Einnig vil ég minna á að best er að vera með lás sem nær í gegnum stellið og í eitthvað fast.
Quick Release fyrir dekk/gjarðir
Reiðhjólaþjófnuðum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 19.4.2010 | 11:00 (breytt kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Núna er ég ekki alveg að fatta...
Er virkilega fylgni með síki á Akureyri ennþá... þeas þessu sem á að ná uppí miðbæ.
Er ekki forgangur að eitthvað af götunum hérna á Akureyri fari í lag og fólk geti hjólað á einhverju öðru en fjallahjólum án þess að það fari dekk eða gjörð.
Í fyrrasumar skemmdi ég allavega þrjár slöngur og 1 dekk við að hjóla á götuhjóli með hrútastýri á götum bæjarins... Það væri ágætt að kröfurnar og forgangurinn væri meiri fyrir samgöngur og minni fyrir einhverja skrúðsýningu fyrir túrista... plús að bæjarmynd Akureyrar er svo falleg að maður spyr sig, af hverju að laga það sem ekki er brotið.
Akureyrarbær... gefið nú okkur Akureyringum almennilega hjólastíga, framkvæðið hjólaáætlunina og hafið göturnar í lagi svo við sem hjólum á götunni séum ekki með fjallabrunstilfinningu við a hjóla eftir götum bæjarins.
Samgöngur | 2.2.2010 | 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)