Færsluflokkur: Lífstíll
Var að fá sendan viðburðarlista Íslenska Fjallahjólaklúbbsins í apríl. Mæli eindregið með að fólk finni sér eitthvað við hæfi og kynni sér hvað þeir hafa að bjóða uppá, hvort sem um er að ræða viðgerðarnámskeið á hjólum eða hjólatúrar klúbbsins.
Viðburðir í aprílmánuði
2. apríl, fimmtudagur: Kl. 12:00. Bíllaus lífstíll afhendir samgönguráðherra bréf fyrir utan samgönguráðuneytið að Tryggvagötu fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.00. Partur af átaki þeirra til að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að gera samgöngusamninga við starfsfólk. Lesið fréttatilkynninguna alla á vef þeirra billaus.is.
2. apríl, fimmtudagur: Kaffihúsakvöld í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 frá kl. 20, samhliða myndasýningu úr starfssemi klúbbsins frá síðasta ári og myndbandi um hjólaviðgerðir.
5. apríl: Sunnudagshjóltúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 09:30. Vikulegir hjóltúrar á vegum hjolakonur.net frá Víkingsheimilinu kl 09:30 á sunnudagsmorgnum út apríl. Miðað er við að vera 2 tíma á ferðinni og eru ákvarðanir teknar af hópnum sem mætir hverju sinni. Frá maí skiptum við yfir á racera, hraðinn aukinn og æfingatíminn breytist. Allar nánari upplýsingar gefur Guðný í síma 564 5964.
9. apríl, fimmtudagur: (Skírdagur) Viðgerðanámskeið 1. Grunnatriði tekin fyrir svo sem að gera við sprungið dekk, stilla bremsur og hvernig maður stillir hjólið sitt "rétt". Aðeins talað um gíra.
Undanfarin ár hafa verið haldin viðgerðanámskeið fyrir félagsmenn í apríl. Í fyrra voru haldin þrjú námskeið og þurftu margir frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar. Ekki tókst að bæta við auka námskeiðum af tæknilegum ástæðum. Í ár verða námskeiðin með aðeins öðrum hætti, eða þannig að þeir sem sækja námskeiðin koma með sín hjól og gera við þau í leiðinni. Samtímis á efri hæðinni verður sýnt myndband um hjólaviðgerðir og smá fyrirlestur í lokin um almennt viðhald og góð ráð. Á það þarf ekki að skrá sig. Venjan er að margir reynsluboltar heimsæki klúbbhúsið þegar námskeið eru haldin og því er ekkert því til fyrirstöðu að líta við til að leita ráðlegginga eða bara til að spjalla og forvitnast.
Þeir sem sækja viðgerðanámskeið í apríl og koma með sín hjól verða að skrá sig fyrirfram hjá Garðari: \n gardar@litaland.is Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það Garðar veitir líka upplýsingar og svarar spurningum varðandi námskeiðin.
12 apríl: Sunnudagshjóltúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.
16 apríl: Viðgerðanámskeið 2. Stilling á bremsum og gírum ásamt almennu viðhaldi.
18 apríl: Hjólatúr með Hjólarækt Útivistar. Lagt af stað frá stóru brúnu húsunum neðst í Elliðaárdalnum kl. 10:00. Allir velkomnir.
18 apríl: Hjólaratleikur um höfuðborgarsvæðið fyrir alla fjölskylduna á Ferðafagnaði.
19 apríl: Sunnudagshjólatúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.
23 apríl: Viðgerðanámskeið 3. Almennt námskeið um allt í sambandi við hjólið með áherslu á drifbúnað, legur og teina.
24 apríl: Dagur umhverfisins. Dagskrá í Perlunni.
26 apríl: Sunnudagshjólatúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 9:30. Léttur hjólatúr um höfuðborgarsvæðið.
30 apríl: Vorfögnuður ÍFHK í klúbbhúsinu ! ! !
Dagskráin er aðgengileg á heimasíðu klúbbsins: www.fjallahjolaklubburinn.is Þar má sjá breytingar á dagskrá ef einhverjar verða því stundum ákveðum við viðburði með stuttum fyrirvara.
Lífstíll | 2.4.2009 | 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það verður samt að gæta varúðar þegar verið er að troða ávöxtum í börn á skólatíma. Ég þekki dæmi þar sem börn hafa borðað ávexti og grænmeti og fundist þeir góðir þangað til morgunmat krakkanna var breytt úr brauðmeti yfir í skylduávexti í skólanum.
Þetta olli því að barnið sem um ræðir hætti að borða ávexti og bananar, tómatari, kiwi og allt sem barninu fannst veislumatur og borðaði við og við á hverjum degi varð að skyldu og varð því vont. Semsé til þess að börn færu að borða hollt var fjölskyldu sem tekist hafði að ala barnið sitt upp við að ávextir væru herramannsmatur gert erfitt fyrir að láta barnið sitt halda áfram ávaxtaáti heima í skiptum fyrir 1 ávöxt í skyldu á dag í skólanum.
Offita barna liggur heldur ekki bara í mataræði heldur einnig í hreyfingu. Börn eru keyrð í skólann og þeim bannað að fara á hjólum í skólann. Annaðhvort af skólayfirvöldum sjálfum, foreldrum sem eru hrædd um börnin og að hjólunum yrði stolið og svo af samgönguyfirvöldum sem sjá börnunum ekki fyrir öruggum leiðum til og frá skóla.
Það ætti virkilega að breyta þessum áherslum og skylda skóla til þess að útbúa viðunandi geymslusvæði fyrir hjól barnanna sem eru vel sýnilegir frá kennarastofu eða kennslustofum þannig að þeim sé síður stolið og svo á að banna skólum að setja takmarkanir á að börn uppað 10 ára megi ekki koma á hjóli fyrir þann aldur. Og að lokum á að gera foreldrum erfiðara fyrir að keyra börn sín í skóla með verri aðkomu fyrir bíla að skólum. Þá myndu börn fara að hreyfa sig meira og fyrsta skrefið væri stigið í aðgerðum gegn offitu barna.
Það er alltaf verið að horfa á einhverjar róttækar lausnir á meðan þær einföldustu eru að láta börn öðlast sjálfstæði og koma sér sjálf til og frá skóla, til og frá vinum og í íþróttir og þessháttar sem er innan svæðis. Jafnvel er sniðugt að senda börnin útí búð eftir smáhlutum sem vantar til matargerðar og þessháttar í stað þess að fara það sjálf á bílnum.
Reynt að sporna við offitu barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 8.7.2008 | 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
- Á reiðhjóli eyðir þú jafn mikilli orku á 1037 kílómetrum og fæst úr einum lítra af bensíni
- Á reiðhjóli getur þú búist við að vera með heilsu á við 10 árum yngri manneskju ef þú hjólar reglulega
- Á reiðhjóli er hjólreiðamaðurinn yfirleitt um 6 sinnum þyngri en hjólið en bíll er um 20 sinnum þyngri en ökumaður að jafnaði
- Á reiðhjóli leggur þú til vélina, hjartað í þér sem bætir þinn eigin styrk og skilvirkni. Það skilar sér til einnig til betri afkasta í vinnu
- Á reiðhjóli notar þú færri wött af orku við að hjóla heldur en bíll notar til að halda ljósunum logandi á sömu vegalengd.
- Með því að hjóla verndar þú þig gegn hjartasjúkdómum, háum blóðþrýsting, offitu og stressi.
- Á meðan þú hjólar notar þú einn fimmtánda af súrefni miðað við bílvél og gefur ekki frá þér neina mengun.
- Með því að hjóla ferðastu um fjórum sinnum hraðar en ef þú gengur með sömu orkunotkun.
- Með því að hjóla til og frá vinnu er ekki ólíklegt að þú brennir 11 kílóum af fitu á ári aukalega.
- Á reiðhjóli kemst þú hraðar yfir, ert á vinalegri samgöngumáta og frjálsari en nokkuð annað farartæki í miðbæjarumferð.
Lífstíll | 8.7.2008 | 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á mann um daginn sem var að fikta eitthvað í hjólinu sínu í Laugardalnum þar sem hann var að fara með barnabörnin sín í smá rúnt eftir stígum borgarinnar. Ég ákvað að stöðva og spyrja hvort ekki væri allt í góðu og hann sagði mér að keðjan dytti alltaf af hjólinu hans þegar hann hjólaði. Þar sem ég er nú yfirleitt með nauðsynlegustu smáverkfæri í töskunni tók ég mér smá tíma og lagaði þetta fyrir hann.
Á meðan ég var að laga þetta fyrir hann þá ákvað ég að spyrja hann hvað hann hefði verið að hjóla lengi enda á glænýju hjóli. Hann sagði mér að hann væri 68 ára gamall og væri að hjóla í fyrsta skipti í 30-40 ár, þeas hann hefði byrjað núna í vor þegar barnabörnin hans komu til aldurs að geta farið að hjóla með honum.
Mér fannst þetta náttúrulega frábært og hélt áfram að fræðast um hvernig hefði gengið í sumar og hann sagði mér að í fyrsta lagi þá væri þetta einu skiptin sem honum þætti hann til jafns við barnabörnin sín sem voru eitthvað í kringum 8 og 12 ára. Þarna skipti aldursmunurinn engu máli því markmiðið væri jú að vera bara úti og njóta þess að vera saman og þvælast milli staða.
Fyrst þegar hann fór að hjóla í vor var hann pínu óöruggur en það fór fljótlega og hann undirstrikaði að ef maður kynni einu sinni að hjóla þá kynni maður það alltaf og mest hefði komið honum á óvart þegar hann áttaði sig á því að hann gat hjólað 15 - 20 km án þess að "steindrepast" eins og hann orðaði það. Honum fannst alveg frábært hvað þetta væri auðvelt og þrekið batnaði með hverri ferðinni.
Hann sagði mér líka að hann væri slæmur í annarri mjöðminni og fyndi ekki fyrir því þegar hann hjólaði og það væri þannig að á hjóli væri hann það yngsta sem honum hefði hann fundið sig vera í 20 ár.´
Ég óskaði honum náttúrulega til hamingju með þessa frábæru upphvötun sína og sagði honum hvað mér þætti frábært að sjá einhvern svona jákvæðan til hjólreiða og hvað þá að byrja aftur orðin svona gamall. Þá brosti hann og leit til mín og sagði "veistu það ungi vinur minn að ef þetta er ekki leiðin til að hafa fjörið á milli fótanna þá veit ég ekki hvað" Ég náttúrulega hló vel og hjólaði svo í burtu en þegar ég kom heim sá ég að hægt er að kaupa boli á netinu með slagorðinu "put the fun between your legs" kannski ég panti mér einn
Lífstíll | 6.7.2008 | 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir ekki löngu síðan, í upphafi júní hafi gengið verið að falla duglega og olían að hækka jafn duglega og þegar gengið stóð í stað einn daginn og olían lækkaði var þessi sami maður spurður af hverju bensínið lækkaði ekki í dag og þá svaraði hann svo glæsilega "Verðið hérna á íslandi stjórnast miklu meira af genginu en verðinu úti þessvegna er þetta ekki tilefni til lækkunar" og viti menn. Samt varð það tilefni til hækkunar í dag.
Ég veit að ég hef aðeins hamrað á þessu hérna á blogginu en við verðum að hætta að versla benslín og olíu eftir fremsta magni, nota strætó og auðvitað er best að draga fram reiðhjólin.
Ég tók rúnt um daginn í allar reiðhjólaverslanir í Reykjavík og komst að því að fyrir fyrir um 2272 km af bensíni miðað við verðið akkúrat í dag fær maður ekki bara skítsæmilegt heldur gott hjól. Ekki nóg með að maður fái hjól og fari og stuðli að bættri heilsu, betra umhverfi og fái ómældar ánægjustundir - Maður fær tækifæri til þess að hætta að skæla yfir bensínverðinu og jafnvel brosa útí annað þegar það hækkar og hugsa hvað maður er að spara.
Eldsneytisverð hækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 1.7.2008 | 12:00 (breytt kl. 12:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var ánægjulegt að sjá heila opnu tileinkaða umræðu um samgöngumál hjólreiðamanna í Reykjavík í dag. Ég hvet náttúrulega alla til að lesa hana enda margt sem kemur þarna fram.
Rætt er við Þá Pétur Þór hjá Fjallahjólaklúbbnum og Magnús Bergsson hjá Landssamtökum hjólreiðamanna. Inntak greinarinnar er í raun að fólk eigi að hjóla götunum ekki á gangstígum. Það er nefnilega hárrétt en til þess að hjóla á götunni þarf maður að kunna nokkur grunnatriði.
Flestir sem ég sé hjóla á götunni hjóla alveg úti í kanti hægra megin og bílar þjóta hjá og taka oft lítið tillit til þeirra. Ökumenn setja öryggið alfarið í hendur hjólreiðamannsins og taka því lítið tillit til hans og treysta á að hann hjóli beint og ekkert muni koma uppá.
Óöryggi bílstjóra er mikilvægt
Málið er samt það að til að tryggja eigin öryggi þarf að vekja upp óöryggi hjá bílstjóranum og sjá til þess að hann taki tillit til þín. Það fyrsta sem maður þarf að gera er að vera sýnilegur. Sýnilegur hjólreiðamaður er í mun betri málum. Hjólreiðamaður er ekki sýnilegur úti í kanti í mikilli umferð.
Tilraun Bohmte í þýskalandi
Besta dæmið um að vekja upp óöryggi er náttúrulega tilraun sem Bæjaryfirvöld í Bohmte í Þýskalandi gerðu fyrir um ári síðan. Þeir tóku eina 300 metra götu þar sem 47 slys höfðu orðið á einu ári og tóku burtu alla gangstíga, sebrabrautir, hjólastíga og umferðarmerkingar og eftir varð bara gata með varúð til hægri reglu fyrir alla. Tilgangurinn var að vekja upp óöryggi umferðarinnar og gera fólk eftirtektarsamt og meðvitað um umferð í kringum sig. Þessi tilraun er búin að heppnast frábærlega og slysum fækkað mjög. Enda eiga allir sama rétt á malbikinu þar sem hjólandi, gangandi og keyrandi umferð er blandað í einn graut.
Að taka ríkjandi stöðu á veginum
En þegar verið er að hjóla á götu þarf að passa eftirfarandi. Ef hjólað er á götu þar sem bílar leggja í kantinum eins og t.d. Hverfisgötu þarf að passa að hjóla aldrei í línunni þar sem hurðir geta opnast útá götuna. Einnig er mikilvægt að þegar þú ætlar að beygja til hægri eða vinstri að taka fyrst ríkjandi stöðu á veginum. Það er gert þannig að þú ferð útá miðja akreinina þannig að umferð fyrir aftan þig þurfi að stoppa fyrir aftan þig og geri ekki keyrt samhliða þér í beygjunni. Algengustu slysin verða yfirleitt í hægri beygju þegar bíll þrengir að hjólreiðamanni með því að keyra samhliða honum í beygjunni.
Gísli Marteinn hjólar á miðri akreininni í Frakklandi
Í opnunni í fréttablaðinu í dag er talað við Gísla Martein um þessi mál og svo skemmtilega vildi til að hann er í sumarfríi í Frakklandi og að hjóla með fjölskylduna. Hann útskýrði fyrir blaðamanni að þar hjólaði hann á miðri akreininni sinni og börnin hans hægra megin við hann. Hann sagði að hann hagaði sér eins og bíll í umferðinni og þannig væri hann öruggur.
Þetta er akkúrat málið. Til þess að hjólreiðamaður sé öruggur þarf hann að haga sér eins og bíll og hjóla eftir reglum umferðarinnar.
Lífstíll | 28.6.2008 | 21:06 (breytt kl. 21:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir um ári síðan hóf Trek framleiðslu á nýju hjóli - Trek Lime
Og þetta hjól hefur heldur betur slegið í gegn hjá fræga fólkinu þarna úti. Það er samt ekki dýrt, það er ekki með fullt af gírum ekki með dempurum og það er ekki með neinu aukadóti á. Það eru ekki einu sinni handbremsur á því. Það eina sem það hefur er að það er hægt að velja um liti á því, svona Ipod liti og það er með gamaldags fótbremsu en það er að vísu með 3ja gíra rafdrifinni sjálfskiptingu. Já það er með þriggja gíra sjálfskiptingu og svo er hægt að lyfta upp hnakknum og þá er lítið hólf undir honum fyrir smáhluti.
Trek Lime og litirnir sem hægt er að fá á því
En að mörgu leiti má segja að þetta sé það sem koma skal því einfaldleikinn er að ryðja sér til rúms aftur í hjólreiðum og margir eru farnir að kaupa sér aftur eins gíra hjól og sem dæmi þá þykir mjög fínt á Íslandi að eiga Kristjaníu hjól sem eru yfirleitt gíralaus og svo fara svona hjól betur við jakkafötin og dragtirnar en fjalla eða götuhjól. En aðalkosturinn er að það þarf bara að setjast á það og hjóla.
Trek Lime er orðið svo vinsælt úti að fræga fólkið talar um hjólin sín í viðtölum og Tom Hanks kallar þetta hjól framtíðarinnar, Cameron Diaz sést iðulega á Lime hjólinu sínu og Ellen Degeneres eða Ellen eins og við þekkjum hana gaf öllum gestunum í sjónvarpssal hjá sér svona hjól.
En þetta er samt ekki eina hjólið með sömu eiginleika því Giant Suade er að keppa á sama markaði og er samkvæmt mörgum áhugamönnum á netinu með skemmtilegra hjól enda búið öllum búnaði sem það hefur á myndinni hér að neðan eins og skermum og tösku en því vantar þennan Ipod fíling sem Trek Lime virðist hafa sem höfðar til fræga fólksins.
Giant Suade
Lífstíll | 26.6.2008 | 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)