Heimsmarkaðsverð og gengi

Fyrir ekki löngu síðan, í upphafi júní hafi gengið verið að falla duglega og olían að hækka jafn duglega og þegar gengið stóð í stað einn daginn og olían lækkaði var þessi sami maður spurður af hverju bensínið lækkaði ekki í dag og þá svaraði hann svo glæsilega "Verðið hérna á íslandi stjórnast miklu meira af genginu en verðinu úti þessvegna er þetta ekki tilefni til lækkunar" og viti menn. Samt varð það tilefni til hækkunar í dag.

Ég veit að ég hef aðeins hamrað á þessu hérna á blogginu en við verðum að hætta að versla benslín og olíu eftir fremsta magni, nota strætó og auðvitað er best að draga fram reiðhjólin.

Ég tók rúnt um daginn í allar reiðhjólaverslanir í Reykjavík og komst að því að fyrir fyrir um 2272 km af bensíni miðað við verðið akkúrat í dag fær maður ekki bara skítsæmilegt heldur gott hjól. Ekki nóg með að maður fái hjól og fari og stuðli að bættri heilsu, betra umhverfi og fái ómældar ánægjustundir - Maður fær tækifæri til þess að hætta að skæla yfir bensínverðinu og jafnvel brosa útí annað þegar það hækkar og hugsa hvað maður er að spara.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband