Færsluflokkur: Íþróttir

Græjuhornið: Fellihýsi fyrir reiðhjól

fellihýsi

Midget Buhtrekka er fellihýsið fyrir þá sem vilja ferðast með smá klassa á reiðhjóli. Fyrir okkur sem höfum gert það er yfirleitt það versta þegar tjalda þarf á blauta jörð, þarna losnar maður alveg við það.

Gallinn við þetta er samt eflaust að það er hundleiðinlegt að hjóla með svona breiðan aftanívagn sem er ástæðan fyrir því hvað vagnarnir Bob-Yak hafa náð miklum vinsældum enda jafn breiðir og hjólið með manni.

En þetta er samt eitthvað sem er alveg vert að skoða og kostar rúmlega 300$ frá framleiðanda (sjá slóð að neðan).

Græjan sjálf er 25 kg og tekur allt að 180 lítra af farangri sem er nokkuð gott. Vagninn er þrælsterkur og færi leikandi yfir meðalgróft yfirborð og ætti þar með að opna á flestar af fjallaleiðum hjólatúristans eins og sprengisand og kjöl.

Vagninn er stillanlegur á fjölmargann hátt og hentar dekkjum frá 20 til 29 tommum sem ætti að vera sirka öll hjól.

Fulltjaldað er innanrýmið 230 cm á lengd 80 cm á breidd og um 1m.  á hæð sem gerir þetta þægilegt 1 manns tjald og hálf vonlaust tveggjamanna :) En fyrir pör sem sofna í faðmlögum gæti það alveg gengið. En eins og áður kom fram er 180 lítra geymslupláss í vagninum þannig að ef 2 ferðast saman væri hægt að vera með aukatjald þar þó það hljómi hálf fáránlega.

Það verður spennandi að sjá hvort við fáum að sjá fyrsta svona vagninn á slóðum íslands næsta sumar, fann allavega ekki neinn umboðsaðila á Íslandi þegar ég athugaði.

Hér er slóðin á þetta hjá framleiðanda og svo myndband af þessu í aksjón.

http://store.kamprite.com/catalog/Midget-Bushtrekka-p-16143.html

 


Aldraðir á hjólum...

step trhough

Það er langt síðan þessi uppbygging á hjólum hætti að flokkast sem kvenna hjól. Heldur kallast þetta "step through frame" eða stíga í gegnum stell ef reyna má að íslenska það.

Þessi hönnun hefur tíðkast hjá bæði karlkyns og kvenkyns hjólreiðamönnum í þónokkuð mörg ár og sér maður nokkuð af karlmönnum á Íslandi notast við þessa hönnun...

Þó upphaflega hafi hún verið hugsuð fyrir konur í pilsi þá hentar hún ekki síður fyrir karlmenn í jakkafötum, þröngum gallabuxum og bara þeim klæðnaði sem ekki er sérlega teigjanlegur.

En varðandi að eldra fólk eigi frekar að notast við þessa ramma finnst mér hvernig maður fer á hjólið eða af einungis segja hálfa söguna því eflaust hefur ekki minni áhrif staða hjólreiðamannsins.

Eigi hann við síðra jafnvægi en á yngri árum (eða bara jafnvægisraskanir almennt)  þarf að huga að því að hjólreiðamaðurinn geti rétt úr hnjánnum til að auka jafnvægi meðan hann hjólar, hann þarf að vera með höfuðið í eins lóðréttri stöðu og mögulegt er frá hryggsúlu til uppá jafnvægisskynfærin í innra eyranu sem skynja halla og fleira ruglist ekki auk þess sem sjónarhornið á að vera eins eðlilegt og þegar við löbbum. Fólk með jafnvægisvanda upplifir oft svima ef það lítur niður og svo aftur upp sem gerist frekar ef staða hjólreiðamannsins er þannig að hann halli sér fram.

Þessvegna henta hjól þar sem maður situr uppréttur á með hátt stýri þeim sem eiga við einhverjar jafnvægisraskanir mjög vel.

En auðvitað eiga allir að hjóla eins lengi og þeir treysta sér til.... Og svo eru náttúrulega til 3ja dekkja hjól sem henta öllum... með og án jafnvægisraskananna

elderly_cyclist

 

 

 


mbl.is Eldri karlmenn noti kvenreiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þykir ekki tiltökumál að reiðhjóli sé stolið á Íslandi

Ég frétti reglulega af því að hjólum sé stolið, nóg er auglyst eftir þeim á samfélagsmiðlum. Virði sumra þessarra hjóla er stundum yfir hálf milljón og vel það..... Þarna er fréttin í fréttinni að meira að segja vespu að virði 130.000 kall hafi verið stolið. Svo virðist sem löggan sjái ekki vanda og virði við þjófnað af tvíhjólum nema mótor sé kominn á þau

mbl.is Tíðir hjólaþjófnaðir á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wow hjólreiðakeppnin og vá hversu flott framtak þetta er

Piltarnir-300x199

Það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með Wowcyclothoninu á netinu, í fréttum og svo á facebook. Já líka í fréttum því þetta er fyrsti hjólreiðaviðburður íslandssögunnar sem fær aðra eins athygli.

Sýnir bara hversu mikilvægt það er að hafa PR sterka aðila á bakvið sig. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með hjólreiðamótum á Íslandi, séð um skipulagningu þeirra eða tekið þátt í henni. Hef reynt að hafa samband við fjölmiðla og aldrei var áhugi, meira að segja fengið virtann PR gæja til að senda póst með fréttatilkynningum sem hafa ekki fengið birtast. Þetta var reyndar allt fyrir 2008 áður en hjólreiðavakningin var á Íslandi og hærra eldsneytisverði.

Núna er öldin önnur og Bláalónsþrautin fékk ágætis en þó alltof  litla umfjöllun í ár þrátt fyrir að vera stærsti hjólaviðburður á Íslandi ef horft er til fjölda þáttakenda. Að hafa WowAir á bak við sig gerir greinilega muninn en samt tókst Wow að gera þetta svo hárrétt. Landsþekktir þáttakendur féngu ekki athyglina eins og Skúli Morgensen, Ármann Þorvalds eða Bjarki Diego heldur fengu hjólreiðarnar að njóta sín og bestu hjólreiðamenn landsins sem kláruðu þetta á svo skömmum tíma að biðja þurfti þá að hægja aðeins á sér á hellisheiðinni því markið var ekki alveg til. Enda 7 tímum fyrr en ætlað var að fyrstu liðin kæmu í mark.

Sigurliðið er lið vaskra hjólreiðamanna sem hafa verið á sigurpöllum hjólreiðakeppna undanfarinna ára og má þar helst nefna Hafstein Ægi Geirsson sem keppt hefur á Ólympíuleikunum fyrir Ísland í siglingum (sá eini að ég held) sem þvældist út í hjólreiðar til að viðhalda og æfa upp þol fyrir siglingarnar (taki sér aðrir íþróttamenn úr öðrum greinum sér það til fyrirmyndar)

Árni Már sem hefur einn af sterkustu hjólreiðamönnum Íslands undanfarin ár og er nýlega komin að utan úr stórri keppni þar sem hann sýndi að bestu hjólreiðamenn Íslands gefa snjólausari þjóðum ekkert eftir ef smá snjór og kuldi er ekki eitthvað til að skæla yfir.

Pálmar er þarna og elstur í hópnum en sýnir að hjólreiðar eru ekki bara fyrir tvítuga stráka og hefur verið á verðlaunapöllum vinstri hægri í hjólreiðum hér á landi undanfarin ár.

Og svo að lokum er það Kári sem æfir hjólreiðar í Danmörku og er búinn að vera að keppa útum allt á norðurlöndum undanfarin ár og er bæði ungur og ótrúlega sterkur hjólreiðamaður.

Að þessir strákar hafi skipt með sér 1332 km á rétt rúmlega 40 klst er náttúrulega ótrúlegt afrek og þegar ég heyrði viðtalið við þá þar sem stærsta vandamálið var að allir vildu þeir helst alltaf vera að hjóla og helst ekki tilbúnir að gefa hinum tækifæri sýnir hversu miklir íþróttamenn þetta eru og hvað hjólreiðar eru ótrúlega flott sport fyrir menn í toppformi.

Crossfit, bootcamp eða hvað sem við köllum það á ekki roð í þol þessarra hjólreiðamanna og langar mig að óska þeim til hamingju með þetta.

Svo fyrst ég taldi upp liðið þá má ekki gleyma bílstjórunum þeirra sem hafa gert alveg ótrúlegustu hluti fyrir hjólreiðaíþróttina. Albert þjálfari HFR sem var annar ökumannanna er búin að þjálfa HFR nánast eða alveg launalaust síðan ég kynntist sportinu og löngu fyrir það og án hans væri HFR eflaust ekki til.

Elvar sem var með honum í ökumannadjobbinu er búin að mynda og videomynda hjólreiða í fjölda ára og ásamt Albert og fleirum varðveita þessa sögu sem fréttamenn hafa ekki haft áhuga á en videoin hans á finna á youtube á slóðinni http://www.youtube.com/user/elvarorn76?feature=results_main

Að lokum langar mig að setja inn slóð á youtube video sem er alveg frábært og myndað frá bíl sigurvegaranna. Og svo flott myndasafn á heimasvæði ofangreins Alberts

http://www.youtube.com/watch?v=v98XZ9ntl5U&feature=youtu.be

https://notendur.hi.is/~aj/mynd/2012/cyclathon2012/

Takk Wow og þáttakendur fyrir frábæra keppni sem vert var að fylgjast með.


mbl.is Hafa safnað yfir 3 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðar heilla og til heilla... Styrkjum málefnin

róbert

Sem sérstakur áhugamaður um hjólreiðar þá finnst mér frábært hvað hjólreiðar eru valdar sem áheitaferðir eða til stuðnings málefnum

Í sumar og næstunni veit ég um allavega 4 ferðir sem eru í gangi eða á næstu grösum þar sem hjólreiðar eru hornsteinn söfnunar eða notaðar til að vekja athygli á málefni.

Þetta er alveg frábært og gerir ekkert annað en að lyfta hjólreiðaíþróttinni og hjólreiðaáhugamálinu hærra upp og vekja meiri athygli á hjólreiðum.

Tók saman það sem ég veit af í augnablikinu.


Snorri Már Snorrason Parkison sjúklingur 6. júní
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/06/hjolar_hringinn_um_landid/

Wow cyclothon hjólreiðamót í einni lotu til styrktar barnaheilla.
http://www.wowcyclothon.com/

Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu. Til að benda á nauðsyn reiðhjólahjálma fullorðina
http://www.visir.is/hjola-meira-en-200-kilometra-a-dag/article/2012120619075

Róbert hjólar hringinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna
http://www.facebook.com/#!/1332km

Nú er um að gera að hvetja þessa vösku hjólreiðamenn og konur áfram með því að styrkja málefnin.


Fyrir Tour de France nörda

Þá er frábær umfjöllun um hverja dagleið fyrir sig að henni lokinni hjá danska ríkissjónvarpinu.

Þættirnir heita Aftentour 2011 og eru um 25 mín og alveg þess virði að horfa á.

Reyndar er einblínt svolítið mikið á Danska hjólreiðamenn en það gerir þetta ekkert verra.

Slóðina á þættina má sjá hér:
http://www.dr.dk/nu/player/#/aftentour-2011/13326


mbl.is Cavendish fljótastur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmyndin hverfisgata

Miðað við framkvæmd og frágang á þessum stíg þá var hann aldrei hugsaður til lengri tíma.

En hann var flott sviðsmynd í kynningarmyndbandi borgarinnar fyrir Green Capital verðlaunin...

Spurning hvort hann hafi verið gerður sem slíkur.

Myndbandið og stíginn má sjá í þessu myndbandi:

http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/umhverfissvid/gr_na_borgin/RVK_Green_MASTER_v2.wmv

Reyndar má  þessi stígur eiga það að hann fékk fram skemmtilegar skoðanir þeirra sem aldrei hjóla nema á sólríkum  sumardögum þar sem sagt var að "það mun enginn nota hann því hann er ekki sólarmegin í hverfisgötunni"  Og legg ég hér með til að engir stígar verði lengur lagðir á Íslandi fyrir hjólreiðafólk nema sólarmegin svo ég geti farið að hjóla allt árið í sól og blíðu.


mbl.is Hjólastígurinn á Hverfisgötu hverfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband frá opnunardegi Hjólamiðstöðvarinnar í Skálafelli

Ég lofaði í pistli mínum í gær um frábæra aðstöðu fyrir hjólreiðamenn í skíðabrekkunum í Skálafelli að setja inn myndir þaðan þegar ég rækist á þær á netinu. En sem fyrr klikkar ElvarO ekki og fór með videovél þarna uppeftir og klippti saman skemmtileg myndband sem sýnir svæðið í fullum gangi með hjólreiðamönnum og liftum í gangi og öllu. Mæli með því að fólk kíkji á þetta og sjái að þetta er nánast fyrir alla að prófa.

Svo eru strákarnir á bak við verkefnið búnir að skella inn nokkrum myndum á Facebook síðuna sína þar sem sjá má nokkra ofurhuga að leika sér í flottum stökkvum og fleira.

http://www.facebook.com/home.php?#!/album.php?aid=19771&id=104465589604583&ref=mf


Einstaklingsframtakið sannar gildi sitt.

Mér finnst alveg frábært að verið sé að auka við þjónustu við hjólreiðamenn á Íslandi með þessarri frábæru útfærslu á skálafelli.

Allt er þetta unnið með frumkvæði einstaklinga sem hafa áhuga á hjólreiðum og vonandi verður framhald á.

Undanfarin ár hefur samt aðstaða til hjólreiða verið að batna fyrir þá sem vilja fara útfyrir útivistarstíga borgarinnar. T.d. er að finna frábæra sérútbúna stíga fyrir hjólreiðamenn í Kjarnaskógi á Akureyri.

Einnig er frábær braut í Vífilstaðahlíðinni og svo er náttúrulega kjörið að skella sér niður úlfarsfellið eða fara í öskjuhlíðina.

En það sem skálafellsverkefnið færir hjólreiðamönnum er að geta farið með skíðalyftum upp og svo látið sig flakka niður í móti, sparar manni burðinn á hjólinu upp bröttustu brekkurnar og auðveldar manni að komast fleiri ferðir á dagsparti.

114409239.Si8eadln.IMG_6926 Mynd úr brautinni í Kjarnaskógi

Til að sjá myndir frá fjallahjólamóti sem haldið var í Kjarnaskógi 2008

http://www3.hi.is/~aj/mynd/2008/akfjalla08/

Set tilvísun í myndir frá brautinni í Skálafelli og leið og ég finn einhverjar á netinu.


mbl.is Hjólreiðagarður opnaður í Skálafelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnun í Skálafelli á sunnudaginn

skalafell

Sunnudaginn næsta opnar tímamótaþjónusta fyrir hjólreiðamenn í Skálafelli. Það er ekki flóknara en svo að 3 snillingar tóku sig saman og fengu styrk og leyfi til að gera 3 km. langa hjólabraut niður Skálafellið og maður þarf ekki að hafa mikið fyrir því að skemmta sér þarna því um helgar verður opið í skíðalyfturnar svo maður tekur bara hjólið sitt með í lyftuna og lætur sig flakka niðureftir.

Nú er þetta ekki svo að þetta sé einhver ofurhugabraut því allir sem eiga fjallahjól eiga að geta farið og látið sig renna niðureftir og hver velur hvað fast hann heldur í bremsuna.

En þetta er fyrsta svokallaða Bike Parkið á Íslandi því einnig verður þarna aðstaða fyrir BMX og svokallað Dirt-Jump.

Ég vil endilega hvetja alla hjólreiðamenn til að fara annaðhvort á sunnudaginn og prófa eða fara næstu helgar eftir það því við vitum öll að góð ásókn eykur við stuðning við svona verkefni og ekki væri leiðinlegt að sjá svona svæði á helstu skíðasvæðum landsins á næstu sumrum.

Ég ætla að taka það persónulega að mér fyrir hönd hjólreiðaiðkenda á Íslandi að þakka þeim drengjum Ormi Arnarsyni, Magne Kvam og David Robertson fyrir þetta frábæra frumkvæði og óska þeim góðs gengis með þetta snilldarverkefni.

Það er greinilega á hreinu að ég þarf að grípa hjól með mér þegar ég fer til Reykjavíkur eftir rúmlega viku. (eins gott að það séu seldir dagspassar í þessa braut ;)

En fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta verkefni er hægt að finna frekari upplýsingar á vefslóðinni http://www.hjolandi.net/index.php?p=news&a=54

og svo eru þeir náttúrulega á Facebook og eiga svo skilið eitt gott LIKE http://www.facebook.com/pages/Skalafell-Bike-Park/104465589604583?ref=ts&v=wall

Og að lokum kort af brautinni sem er 350 metra lækkun á 3km braut.

Picture 31


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband