Þá er Arionbanki búin að sýna sig fremstan meðal banka á Íslandi með því að vera fyrstur að koma með almennilega mynd á forsíðuna hjá sér.
Hjólanördinn í mér hefur alltaf jafn gaman að því að því þegar hjólreiðum er sýndur áhugi á Íslandi. Þegar ég opnaði þetta hjólablogg mitt fyrir rúmum 2 árum var ekki að finna neina umfjöllun um hjólreiðar eða svo mikið sem mynd af hjólreiðamanni á áberandi stöðum eða í fjölmiðlum. Og ef það var að eitthvað sjáanlegt þá var það undantekningarlaust frá einhverjum af meðlimum Landssamtaka hjólreiðamanna www.lhm.is.
Þetta er sem betur fer breytt og núna eru stjórnmálamenn farnir að tala um hjólreiðar sem samgöngumáta, fréttamenn farnir að fjalla um hjólreiðar á bloggum sínum og fyrirtæki farin að nota hjólreiðar í auglýsingum sínum. Þetta hefði allt verið óhugsandi fyrir 2 - 3 árum.
Ef þetta er afleiðing kreppunnar þá verð ég að segja að hún er ekki alslæm.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.1.2010 | 12:27 | Facebook
Athugasemdir
Það skildi þó aldrei vera að kreppan neiði fólk til að hætta að keyra og fara að hjóla í staðinn.
kveðja.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.