Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Sjálfstæðisflokkurinn

Þá er ég búin að lesa yfir stefnuskrá þriggja flokka á Akureyri og taka það úr sem snýr að almenningssamgöngum/hjólreiðum. Þriðji flokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn en í stefnuskrá hans má finna nokkur atriði, þeir eiga samt svolítið erfitt með að greina milli göngustíga og útivistarstíga í stefnuskránni: 

Draga úr hraðaakstri til að vernda gangandi og hjólandi vegfarendur.
Líst vel á þetta, enda engin ástæða til að hámarkshraði sé yfir 30 km í íbúðarhverfum. Reyndar hefði ég viljað sjá hvað þeim langar að gera á markvissari hátt. Persónulega vill ég sjá þrengingar á götum eins og Skarðshlíð og Skógarlundi sem eru báðar orðnar 30km götur en eru bæði breiðar og bjóða uppá hraðakstur. Góð leið til þrenginga er að merkja hluta götunnar fyrir hjólandi umferð eins og gert hefur verið í nokkrum götum í Reykjavík og komið vel út.

Ljúka við göngustíg og fegrun umhverfis við Glerá, frá brú til sjávar.
Svolítið misræmi að kalla þetta göngustíg og telja hann svo með sem hjólreiða- og göngustíg aðeins neðar í stefnuskránni. Það er reyndar málið með þennan stíg við Glerána að á köflum er allt of mikill halli á honum til að margir geti hjólað upp hann, en engu að síður einhver fallegast stígur bæjarins að fara um.

Að framkvæmdir við göngustíg meðfram Drottningarbraut hefjist strax á næsta ári.
Aftur er bara talað um göngustíg, hvoru megin vill t.d. sjálfstæðisflokkurinn hafa stíginn, vonandi sjávarmegin og af hverju er ekki hægt að setja markið aðeins hærra og fara með stíginn inn í kjarna eða alveg inn í Hrafnagil.

Vinna áfram að lagningu hjólreiða- og göngustíga innan bæjarlandsins en á
kjör tímabilinu bættust 10 kílómetrar við stígakerfið. Mikilvægt er að bæta tengingar
innan kerfisins þannig að úr verði ein heild frá Kjarnaskógi til Krossanesborga.
Þessi klassíska, vinna áfram að stígagerð...jájá.  Í Reykjavík fyrir seinustu kosningar voru loforð um ákveðna stíga lagðir fram og að mörgu leiti staðið við þá. Í Tíð sjálfstæðisflokksins á Akureyri var gerð ágætis hjólreiðaáætlun í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit sem átti að gera Akureyri að hjólreiðabæ, af hverju er flokkurinn ekki að fylgja því eftir í stefnuskrá sinni. Man meira að segja eftir viðtali við Sigrúnu þáverandi bæjarstjóra um þessa áætlun. Hvar er hún í dag ?
Svo ég vísi í frétt um málið þá skrifaði ég bloggfærslu um þetta 2008 http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/552134/


Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Framsókn

Eftir að hafa rúllað yfir hvar hjólreiðar má finna í stefnuskrá Bæjarlistans á Akureyri ákvað ég að renna yfir Framsókn.

Fann það sem tengst gæti hjólreiðum í stefnuskrá Framsóknarflokksins á Akureyri og setti athugasemdir mínar við það. http://www.framsokn.is/Kosningar_2010/Akureyri 

Undir Skipulagsmál má finna eftirfarandi

Vinna að frágangi strandlengjunnar frá miðbæ að flugvelli.
Ekki sérlega kjarnyrt stefna en vitanlega þarf að ráðast í þetta en ætlar Framsóknarflokkurinn að hafa útivistarstíg inní frágangi strandlengjunnar alla leið eða tengja hann við stígakerfið sem hefst hjá skautahöllinni ? Get ekki sagt að ég sé miklu nær eftir þennan lestur.

Vinna að heildarskipulagi útivistarsvæða í Eyjafirði í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.
Þarna erum við að tala, að fá gott heildarskipulag og samvinnu. En engu að síður er ekkert talað um tengingu milli þeirra eða hvað átt er við þannig að ég myndi vilja heyra betur um þetta.

Undir samgöngumál má svo finna eftirfarandi:

Vinna áfram markvisst að uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga á Akureyri.
Það vantar eitthvað í þetta. þetta er of flatt fyrir mig. Mér finnst leiðinlegt að ekki sé hægt að setja eitthvað meira en bara að halda eigi áfram að gera eitthvað sem er ekki til fyrirmyndar nú þegar.

Svo í lokin undir flokknum Náttúruverndarmál má finna:

Gera stígakerfi útvistarsvæða hluta af göngu- og hjólreiðakerfi bæjarins og stuðla með því að umhverfisvænni ferðamáta. Bæta aðgengi að Glerárdal sem fólkvangi. 
Kominn tími til, það eru góð útivistarsvæði á Akureyri og í nágrenni sem þarf að tryggja að fólk geti hjólað með börnin sín á án þess að þurfa að vera með þau í rykmekki eða í hraðri umferð.

Leggja aukna áherslu á merkingar á örnefnum og göngu- hjóla- og reiðleiðum um bæjarlandið.
Þetta finnst mér standa uppúr hjá Framsókn, að fara að merka inn örnefni og gera leiðirnar meira aðlaðandi með því. Spurning hvort ekki hefði átt að fylgja með að gera kort af göngu og hjólaleiðum bæjarins í leiðinni. Það er nefnilega alveg fáránlegt að ekki sé hægt að nálgast, hvorki á vef bæjarins eða í prentuðu formi stígakort af Akureyri

 


Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Bæjarlistinn

 Í fyrstu úttekt minni á hversu viljugir flokkarnir á Akureyri eru til að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðamenn á Akureyri tók ég mig til og las stefnuskrá Bæjarlistans -XA á Akureyri. Það var nú ekki mikið á því að græða en það voru þó sérstaklega 2 atriði sem stungu mig lítillega.

En undir hlutanum Umhverfismál á heimasíðu þeirra (www.baejarlistinn.is) má finna eftirfarandi texta og svo set ég glósurnar mínar inn í bláu.

Bæjarlistinn leggur ríka áherslu á lagningu göngu- og reiðhjólahjólastíga
Bæjarlistinn verður að átta sig á því að gangandi og hjólandi umferð á enga sérstaka samleið sérstaklega ef notast á við reiðhjól sem samgöngutæki. Reyndar er gatan alltaf til staðar fyrir þá sem vilja fara hraðar.

og að lagðir verði stígar fyrir línuskauta
Fatta ekki alveg hvað er verið að fara þarna. Er einhver sérstakur línuskautamaður í Bæjarlistanum sem vill fá sér stíg fyrir línuskautafólk en sameiginlegan stíg fyrir gangandi og hjólandi.

 og fleiri brautir fyrir gönguskíðafólk.
Hvar eiga þessar brautir fyrir gönguskóðafólk að liggja ? ekki er hægt að samnýta göngustíga, línuskautastíga, hjólastíga á veturna með gönguskíðabrautum. (Set þetta með þar sem gönguskíðabraut kom undir umhverfishluta stefnuskráarinnar og var settur í lið með öðrum möguleikum til samgangna)

Þannig stuðlum við að aukinni hreyfingu, minni bílanotkun og minni mengun. Jafnframt er komið til móts við ferðalanga sem sækjast eftir útivist og hreyfingu.
Göfug marmið en engu að síður engin markmið. Það er hægt að setja inn markviss verkefni í tengslum við bílaumferð en bara að skella stígum hér og þar fyrir aðra samgöngumáta.

Síðan í undir Skipulagsmál má finna eftirfarandi

Gönguleið sú sem á að liggja meðfram strandlengjunni inn að flugvelli og finnst nú einungis í gömlum skinnhandritum verði kláruð á kjörtímabilinu.
Þetta er verkefni sem tími er kominn á. Reyndar hefur þetta aðallega staðið á vegagerðinni sem á í raun veginn inn að flugvellinum og því er um samstarfsverkefni bæjarins og vegagerðarinnar að ræða í þessu tilfelli.
En af hverju er samt ekki hægt að setja markmiðið hærra og útbúa tildæmis stíg alla leið uppí kjarna eftir þessarri leið og útbúa þar með góðann hring fyrir fólk að þvælast á nokkuð öruggri leið og svo fyrst við erum byrjuð í samstarfsverkefnum þá á náttúrulega að fara með þennan stíg alveg inn í Hrafnagil og stækka þjónustusvæði beggja sveitafélaganna með þessarri tengingu og búa þar til áhugaverðan kost jafnt fyrir Eyfirðinga sem ferðamenn.

 


Að setja sér markmið í sumar

Það er frekar stutt síðan ég tók þá ákvöðun að ég þyrfti að koma mér í almennilegt form aftur í sumar, búin að vera í hjólabanni síðan ég fór í uppskurð fyrir um ári síðan á öxl og hef bara rétt mátt dútla mér á hjóli.

Til þess að þetta myndi ganga setti ég mér það markmið að ég ætla að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur yfir kjöl um miðjan júní. Í þeim tilgangi þarf ég að koma mér í form og stunda æfingar þangað til. Og ég er byrjaður og það er frábært.

Markmiðin þurfa ekki endilega að vera svona stór en maður þarf að eiga markmið.

Þessvegna fannst mér frábært að lesa pistilinn hennar Karenar Axels þríþrautamanneskju um markmið sem hún birti í gær og langar að benda ykkur á hann því hann er algjör  skyldulesning.

Pistilinn hennar má sjá á forsíðu mbl.is neðarlega eða með því að fylgja þessari slóð http://www.mbl.is/mm/folk/serefni/pistlar/karen/entry.html?entry_id=1048783

Gleðilegt hjólreiðasumar 


Enginn dæmdur fyrir hjólreiðaþjófnað á þessarri öld

Ég hafði samband við vin minn sem er lögfræðingur eftir pælingar mínar um hjólreiðaþjófnaði, þ.e. að hugsanlega séu 5%  hegningabrota hjólreiðaþjófnaður.

Hann sendi mér til baka nokkra lista úr dómasöfnum og fleiru og niðurstaðan var sú að 41 dómur á þessari öld inniheldur orðið Reiðhjól, og ef það kom fyrir var það ekki þjófnaður á því heldur var hjólið notað ýmist sem "getaway car" eða sem samgöngutæki þjófsins og svo hafði einhver óheppinn hjólað fullur og fékk að líða fyrir það.

Í þeim dóm kom fram að hann hafði stolið hjólinu en var dæmdur fyrir að hjóla fullur... Algjör snilld

Þannig að til hvers að kaupa hjól í dag... Maður tekur bara það næsta og viðkomandi fær það úr tryggingum og allir sáttir.

Ég vill sjá tryggingafélögin vera með átak um þetta í sumar og leiðbeinandi örþættir um þetta í sjónvarpinu.


Sumardagurinn fyrsti: Hjólaferð fyrir alla til Nesjavalla

Þessi tilkynning er á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur:

Sumardagurinn fyrsti er á næsta fimmtudag 22. apríl, Hjólreiðafélag Reykjavíkur ætlar að hafa veglega æfingu af því tilefni og leggja saman sam-hjól og vera með Samhjól á sumardaginn fyrsta, hjóla í Nesbúð á Nesjavöllum.  Komdu með !

Hjólað verður Mosfellsheiðina og Grafninginn og endað í Nesbúðinni.  Þeir sem vilja meira geta hjólað í bæinn tilbaka sömu leið, ég geri ráð fyrir því að Nesjavallaleiðin verði fær. Þau sem eru búinn að fá nóg láta sækja sig í Nesbúð. Svo er náttúrulega hægt að hjóla með upp á Mosfellsheiði og snúa þar við ef ekki er tími fyrir langan túr.

Við leggjum af stað frá Nauthólsvík kl 9:30, komum við í Húsasmiðjunni í Grafarholti, gerum ráð fyrir því að vera þar kl 10. Hópurinn hjólar rólega í einum hóp að Gljúfrasteini en þá verður skipt upp í hópa eftir hraða, allir eiga að finna hóp við sitt hæfi.

Í tilefni sumarkomu vil ég bjóða hjólafélagið Bjart, Hjólamenn, Hjólakonur, Þríþrautargarpa, HMS,  IFHK og allt hjólreiðafólk yfirleitt með okkur í þennan túr í tilefni sumarkomu.  Það væri glæsileg byrjun á sumri ef stór hópur hjólreiðafólks legði á heiðina.

 


Agalega var ég stoltur af Akureyringum í gær

Ég vaknaði, fór og rölti í vinnu, það hafði snjóað, það var ekki búið að skafa götur enda kannski ekki þörf á nema einhver ætti sportbíl en ég sá allavega 3 göngustígaruðningstæki á leiðinni frá brekkunni niður á eyri.

Þetta þarf að vera í forgangi alltaf.. Hvernig eigum við annars að geta lagt bílnum og gert eitthvað annað en hann?

En þegar mikill snjór kemur snýst allt um að koma bílum milli staða og þá er skafið uppá gangstíga og bílar ganga alveg fyrir.

Núna eru að koma kosningar á Akureyri sem og annarsstaðar eftir 100 daga eða svo.

Er ekki málið fyrir einhvern frambjóðanda að taka þetta upp og nota sem stefnumál.

 

 


Hvort er hjálmur eða heilsan mikilvægari

Hjálmaskylda á fullorðið fólk

Hverjir eru viklarnir á þessu ? fullorðið fólk þarf jú að nota öryggisbelti í bílum og þarf að hlýða því þar af hverju eiga hjólreiðamenn ekki að vera alltaf með hjálm ?

Þetta eru rök sem maður heyrir stundum.

Ástæða þess að ég ákvað að bogga um þetta í kvöld er að ég las blogg á http://hjoladu.wordpress.com/hjolablogg/ sem er smá hugleiðing um þessa hjálmanotkun.

Sjálfur hef ég ákveðna skoðun á þessu en viðrum smá rök með og á móti áður

Byrjum á á móti

Vel til höfð persóna sem starfar í fronti fyrirtækis og þarf að koma vel fyrir setur rúllur í hárið eða gelar sig vel fyrir daginn og þarf svo að koma sér til vinnu. Þá er hjólið góður kostur flesta daga ársins nema maður þurfi að vera með hjálm yfir allri fyrirhöfninni og skemma gelið eða rúlluvinnuna alla.

Er þetta góður kostur að fórna því að þetta fólk hjóli til vinnu með hjálmaskyldu ?

Tökum svo smá með:

Manneskja lendir í því að detta eða það sé keyrt á hana og höfuðið fer í götuna og þá gerir hjálmurinn sjálfkrafa gagn og allir ganga sáttir frá . Allavega höfuðið í lagi .... Það réttlætir klárlega að manneskjan var með hjálm... Sjálfur hef ég lent í slysi þar sem ég höfuðkúpubrotnaði með hjálm á hausnum (þið hefðuð átt að sjá hjálminn ;)

Síðan eru það hin rökin að fullorðnir þurfi að vera fyrirmyndir með því að vera með hjálm því annars noti börn hann ekki eða unglingar.

En þá eru það mótrökin sem eru ef fólk hjólar ekki af því þarf að vera með hjálm þá er það varla að sýna börnum sínum þá fyrirmynd að þau eigi að hjóla sinna ferða er það ?

 

Ps. Helling um hjálmamálið stóra má finna á heimasíðu www.lhm.is

Reyndar með að fullorðnir þurfi að vera fyrirmyndir barna á hjóli meira en annarsstaðar hef ég ekki alveg skilið... Af hverju fara ekki foreldrar að sofa klukkan 8 til að vera góðar fyrirmyndir eða borða bara nammi og gos á laugardögum  ? þetta er svipað finnst mér.

Svo eru það hin rökin sem eru nokk skemmtileg.... sem eru hvar draga eigi mörkin.....

A Línuskautum eru örugglega meiri líkur á höfuðmeiðslum en á reiðhjóli.... Sama gildir með gangandi í hálku og náttúrulega ökumenn í bílum sem lenda í hliðarárekstri þar sem höfuðið skellur í hliðarglugganum. Hvar er hjálmaskyldan þar ?

En án þess að ég hafi þetta lengra vill ég bara segja að ég er algjörlega á móti hjálmaskyldu þó hjálmurnn hafi bjargað mér enda vel ég mér að nota hjálm eftir því hvernig hjólreiðar ég er að stunda hverju sinni.

Maður þarf varla hjálm til að hjóla elliðárdalinn með famelíunni og borða nesti á leiðinni  ?

Segið mér samt hvað finnst ykkur... Er heilsan eða öryggið mikilvægara... Svona baunateljaraspurning.

 

Eftir góða fyrstu athugasemd við bloggið mitt í dag... spyr ég sem ekki veit... Er hjálmaskylda á fullorðnum hestamönnum og ef ekki hvar er sú umræða hjá viðeigandi ráðuneytum ?


Hjólablogg að verða heitt

Það er ekki á hverjum degi sem maður sér bloggað um hjólreiðar eða allavega sá.

Fyrir um ári síðan var fjallað um blogg í dægurmálaútvarpinu á Rás 2 ef ég man rétt og þar var maður að útskýra hvað það væri gaman hvað blogg væri sterkt sem miðill og hvað þetta hleypti fólki af stað í að skrifa um hluti sem kannski væri ekki vettvangur fyrir annarsstaðar.

Það sem var samt skemmtilegast við þessa umræðu var þegar viðmælandinn hafði að orði að fólk gæti bloggað um hvað sem er, það væri t.d. einn sem skrifaði eingöngu um hjólreiðar og svo hló hann lítillega til að undirstrika hversu langt væri hægt að ganga í blogg skrifum ;)

Þar sem ég var nú á þeim tíma með eina bloggið sem eingöngu fjallar um hjólreiðar þá tók ég þetta til mín og var bara nokk ánægður með.

En í dag er ég ekki svo viss um að hjólreiðar af öllu yrði dregið út sem eitthvað "séráhugamál" sem einhver tæki sérstaklega eftir að bloggað væri um.

Það er nefnilega þannig í dag að mörg góð blogg sem fjalla að miklu leiti um hjólreiðar eða þá að bloggarar gefi hjólreiðum meiri gaum í skrifum sínum en áður.

Núna var ég t.d. að lesa bloggið hans Gísla Marteins http://eyjan.is/goto/gislimarteinn/ sem er orðið alveg eðal hjólreðablogg ef skoðaðar eru efstu færslurnar sérstaklega.... Mæli bæði með því að fólk lesi það og sérstaklega að það horfi á hans hluta af Silfri Egils... þetta hefur ekkert með pólitík að gera heldur eingöngu með frábæra borgarsýn og fær Gísli fjöður í hattinn fyrir það.

Svo skrifaði náttúrulega nýji forsprakki Framsóknar í Reykjavík Einar Skúlason http://www.pressan.is/pressupennar/EinarSkulason Grein í byrjun febrúar undii fyrirsögninni Hjólaborgin Reykjavík.

Hann skrifaði meðal annars í sinni færslu
"Það eru allra hagsmunir að nýta hjólin enn meira sem samgöngutæki dags daglega og sérstaklega þeirra sem hjóla, það hefur jákvæð áhrif bæði á heilsu þeirra og budduna. "

Svo  eru fleiri, náttúrulega ef rennt  er yfir bloggvina listann minn og smellt á þá sem duglegir eru að skrifa við færslurnar mínar má finna marga eðalhjólabloggara.

En þróunin er á réttri leið og ég fagna öllum góðum skrifum um Hjólreiðar.... Til hamingju Ísland


Hjólamyndin á forsíðu Arionbanka

arionbanki 

Þá er Arionbanki búin að sýna sig fremstan meðal banka á Íslandi með því að vera  fyrstur að koma með almennilega mynd á forsíðuna hjá sér.

Hjólanördinn í mér hefur alltaf jafn gaman að því að því þegar hjólreiðum er sýndur áhugi á Íslandi. Þegar ég opnaði þetta hjólablogg mitt fyrir rúmum 2 árum  var ekki að finna neina umfjöllun um hjólreiðar eða svo mikið sem mynd af hjólreiðamanni á áberandi stöðum eða í fjölmiðlum. Og ef það var að eitthvað sjáanlegt  þá var það undantekningarlaust frá einhverjum af meðlimum Landssamtaka hjólreiðamanna www.lhm.is.

Þetta er sem betur fer breytt og núna eru stjórnmálamenn farnir að tala um hjólreiðar sem samgöngumáta, fréttamenn farnir að fjalla um hjólreiðar á bloggum sínum og fyrirtæki farin að nota hjólreiðar í auglýsingum sínum. Þetta hefði allt verið óhugsandi fyrir 2 - 3 árum.

Ef þetta er afleiðing kreppunnar þá verð ég að segja að hún er ekki alslæm.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband