Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Sjálfstæðisflokkurinn

Þá er ég búin að lesa yfir stefnuskrá þriggja flokka á Akureyri og taka það úr sem snýr að almenningssamgöngum/hjólreiðum. Þriðji flokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn en í stefnuskrá hans má finna nokkur atriði, þeir eiga samt svolítið erfitt með að greina milli göngustíga og útivistarstíga í stefnuskránni: 

Draga úr hraðaakstri til að vernda gangandi og hjólandi vegfarendur.
Líst vel á þetta, enda engin ástæða til að hámarkshraði sé yfir 30 km í íbúðarhverfum. Reyndar hefði ég viljað sjá hvað þeim langar að gera á markvissari hátt. Persónulega vill ég sjá þrengingar á götum eins og Skarðshlíð og Skógarlundi sem eru báðar orðnar 30km götur en eru bæði breiðar og bjóða uppá hraðakstur. Góð leið til þrenginga er að merkja hluta götunnar fyrir hjólandi umferð eins og gert hefur verið í nokkrum götum í Reykjavík og komið vel út.

Ljúka við göngustíg og fegrun umhverfis við Glerá, frá brú til sjávar.
Svolítið misræmi að kalla þetta göngustíg og telja hann svo með sem hjólreiða- og göngustíg aðeins neðar í stefnuskránni. Það er reyndar málið með þennan stíg við Glerána að á köflum er allt of mikill halli á honum til að margir geti hjólað upp hann, en engu að síður einhver fallegast stígur bæjarins að fara um.

Að framkvæmdir við göngustíg meðfram Drottningarbraut hefjist strax á næsta ári.
Aftur er bara talað um göngustíg, hvoru megin vill t.d. sjálfstæðisflokkurinn hafa stíginn, vonandi sjávarmegin og af hverju er ekki hægt að setja markið aðeins hærra og fara með stíginn inn í kjarna eða alveg inn í Hrafnagil.

Vinna áfram að lagningu hjólreiða- og göngustíga innan bæjarlandsins en á
kjör tímabilinu bættust 10 kílómetrar við stígakerfið. Mikilvægt er að bæta tengingar
innan kerfisins þannig að úr verði ein heild frá Kjarnaskógi til Krossanesborga.
Þessi klassíska, vinna áfram að stígagerð...jájá.  Í Reykjavík fyrir seinustu kosningar voru loforð um ákveðna stíga lagðir fram og að mörgu leiti staðið við þá. Í Tíð sjálfstæðisflokksins á Akureyri var gerð ágætis hjólreiðaáætlun í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit sem átti að gera Akureyri að hjólreiðabæ, af hverju er flokkurinn ekki að fylgja því eftir í stefnuskrá sinni. Man meira að segja eftir viðtali við Sigrúnu þáverandi bæjarstjóra um þessa áætlun. Hvar er hún í dag ?
Svo ég vísi í frétt um málið þá skrifaði ég bloggfærslu um þetta 2008 http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/552134/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur tu godi madur ad kosningar snuist um hjolreidar

Einar Olafsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 22:50

2 identicon

Þetta er fín úttekt hjá þér.

Ég hef sjálfur mikið verið að spá í stígum og stígaáætlunum á Akureyri og verið í svolitlum tölvupóstsamskiptum við menn, t.d. Ólaf Jónsson (D-lista, formann íþróttaráðs og fulltrúa í skipulagsráði) og Tómas Björn verkefnastjóra á framkvæmdadeildinni.

Áætlunin sem Mannvit var að gera hefur verið í vinnslu frá því a.m.k. í mars 2003! Hún er ekki tilbúin. Árið 2007 bauð LHM til að fara yfir hana (bréfið má finna á síðu LHM) en eftir því sem ég best veit hefur það ekki verið gert. Ég veit að það stendur til að leyfa einhverjum hjólreiðamönnum að skoða hana því hestamenn voru með töluverðar athugasemdir og séróskir og því þykir sjálfsagt að fá álit hjólreiðamanna líka. Þó að áætlunin sé ekki tilbúin, hafi ekki fengið umsögn hjólamanna og liggji hvergi opinberlega frammi, er framkvæmdadeild að vinna eftir áætluninni. Bæði með forgangsröðun þjónustu (moksturs) og lagningu nýrra stíga. Ég hef ekki enn fengið leyfi til að birta stígakortið á blogginu mínu, en er að vinna í að fá leyfið. Að mínu mati er þessi áætlun út úr kú, en það er kannski ekki rétt að gagnrýna hana efnislega hér án þess að geta birt hana. En ég get þó sagt þér að göngubrýrnar yfir Glerá sem sýndar eru á deiliskipulagstillögunni "Glerá frá stíflu til sjávar", sem auglýst var á dögunum, eru ekki inni á þessari áætlun Mannvits, en þær gjörsamlega kollvarpa öllum forsendum varðandi stígatengingar bæjarins (og að mínu viti er vinna Mannvits að hluta til ónýt með tilkomu þessara göngubrúa).

Það er líka stígaáætlun í aðalskipulaginu sem var samþykkt 2005, bæði forgangsröðun þjónustu og áætlun um nýja stíga. Mér finnst persónulega sú áætlun vera mikið skynsamlegri. En þar eru ekki heldur þessar nýju Glerárbrýr, svo þetta er alls ekki fullkomin áætlun. En hún hefur verið unnin á sama tíma og Mannvit var að gera hina áætlunina. Samkvæmt því sem Óli Jóns sagði þá eru menn búnir að leggja stígaáætlunina í aðalskipulaginu til hliðar.

Aðalmarkmið bæði gildandi aðalskipulags og allra deiliskipulagstillagna sem birst hafa síðustu misserin eru þau sömu. Þétta byggð og hvetja til umhverfisvænna samgangna m.a. með því að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi. En allir sem maður ræðir við um þessi mál segja það sama. Á Akureyri eru ekki forsendur fyrir því að leggja sérstaka hjólastíga út um allt.  Hólreiðamenn eru þá bara afgreiddir sem viðskeyti við gangandi umferð og málið leyst. En það eru til svo margir aðrir möguleikar sem eru alls ekkert skoðaðir. Þarfir hjólandi og gangandi eru gjörólíkar og því eru hagsmunir hjólandi algjörlega gleymdir með þessum þankagangi (að láta það sama gilda fyrir gangandi og hjólandi). Þar með er verið að vinna gegn grundvallar markmiðum sem skipulagsyfirvöld hafa að leiðarljósi. Ég get ekki séð að þetta sé af öðrum ástæðum en hreinni vanþekkingu.

Vilberg, ég held að það sé kominn tími til að stofna hagsmunasamtök hjólreiðamanna á Akureyri.

 kv.

jens

Jens (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband