Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Meiri timi til að rækta fjölskylduna og auka þroska barna

untitled.jpgÉg er undanfarna daga búin að vera á flakki milli Reykjavíkur og Akureyrar vegna vinnu minnar. Á Akureyri verð ég alltaf jafn doffallinn af því að sjá fjölskyldur hjóla saman. Það er alltaf eitthvað við Akureyri og fjölskylduheildina sem ég nýt þess að horfa á. Í Fyrrasumar bloggaði ég um hvað margar fjölskyldur eru saman úti að hjóla saman og njóta þess að vera til alla daga vikunar.

Ég hef aldrei orðið jafn var við þetta í Reykjavík enda kannski búin að vera minni tími til þar sem vinna, ferðalög innanbæjar og fleira setja strik í reikninginn. En núna með hjöðnun á vinnumarkaði og meiri tími hjá fólki sem ætti að nota til að kenna börnunum sínum almennilega umferðarreglur á reiðhjólumhjólum, venja börn á sjálfsstæðann samgöngumáta og hjálpa þeim að þroskast með því að þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér á reiðhjóli.

Með þessu má auka heilsu barna, styrkja fjölskylduheildina og bara að njóta þess að vera til.

 

 


Einokun flugbjörgunarsveita á flugeldasölu.

Persónulega versla ég alltaf flugelda af flugbjörgunarsveitinni um áramótin. Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður. Eflaust er sú stærsta að ég eða einhver sem ég þekki mun þurfa á þjónustu þeirra að halda.

Það hefur ekki ennþá þurft að bjarga hjólreiðanni af hálendinu svo ég viti til en með auknum hjólreiðum til fjallaferða yfir sumartímann er ekki  lengur spurning um  hvort heldur hvenær einhver fótbrotnar, ofkólnar eða eitthvað af þessum klassísku hlutum sem geta komið óvænt uppá í óbyggðum. Þá er eins gott að flugbjörgunarsveitir séu vel búnar og til taks...

Það er náttúrulega þannig að allt kostar peninga og aukinn rekstrarkostnaður sveitanna er fyrirsjáanlegur með fallandi gengi og hækkandi eldseytisverði. Þeir eru reyndar það heppnir að launakostnaður er lítill sem enginn sem sýnir hversu óeigingjarn starf þessi menn vinna og því nauðsynlegt að standa vel við bakið á þeim.

Þar sem einokun er því miður ekki lengur leyfileg í þessu samfélagi er það skylda okkar sem þegna og hjólreiðamanna að styrkja þá í þessarri mikilvægustu fjáröflun þeirra.

Ég ætla að versla við Flugbjörgunarsveitirnar og vonandi þú líka.  


Nagladekk uppseld á höfuðborgarsvæðinu - en koma vonandi á föstudag

Það er alveg á hreinu að veturinn er kominn og fólk er ekki alveg tilbúið að leggja heilsuna og fjárhagslegan ávinning til hliðar á þessum síðustu og verstu...

Staðan er allavega sú að ég þurfti í dag að fara og redda nagladekkjum á hjól stráksins minns sem var að skríða úr 24" í 26" hjól. Sem þýðir eiginlega barna/unglinga yfir í fullorðnishjól. Hann er nú samt bara 10 ára ennþá en ákvað að vera stór eftir aldri og er kominn yfir 150 cm

Ég hóf leit mína með nokkrum símtölum. Fyrst hafði ég samband við Markið þar sem dekkin eru öll uppseld og þeir eru að bíða eftir að fá gjaldeyri til að geta flutt inn nagladekk. Svo hafði ég samband við Örninn sem er að vonast til að geta verið komin með dekk í kringum helgi helst á föstudag. Svo fór ég í Hjólasprett í Hafnarfirði og þeir áttu örfá dekk eftir sem reddaði mér gjörsamlega en til að skilja engan eftir útundan þá reyndi ég að hringja í Hvell og GAP en engin svaraði, vonandi nóg að gera í nagladekkjasölu þar.

En aðalmálið er að í forgangi í innflutning eru jú lyf, matur og svo OLÍA ?????? það er erfitt fyrir hjólreiðasölurnar til að fá gjaldeyri til að flytja inn NAGLADEKKá reiðhjól þar sem þau falla ekki undir bíladýrkunarstefnu DO og sjálfstæðisflokksins eða reyndar allra flokka því allir eru jú "umhverfisflokkar" en umhverfisvitund snýst bara um virkjanir og álver á Íslandi. Það hvarlar ekki að neinum að með því að hjálpa til með gjaldeyri fyrir Nagladekkjum á reiðhjólum er verið að draga úr olíunoktun, sliti á götum og verið að draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins með því að fólk sé jú að hreyfa sig og bæta heilsu.

Toppurinn var náttúrulega að Davíð Oddsson hringdi í forstjóra N1 sem er jú löggildur XD maður til að tilkynna honum að hann fengi gjaldeyri. Af hverju hringdi hann ekki í Markið og Örninn til að tilkynna þeim að þeir gætu flutt inn Nagladekk á reiðhjól og bætt svo marga þætti samfélagsins með því.

Ég tel að það eigi að fella öll gjöld af reiðhjólum, nagladekkjum og öllu sem tilheyrir hjólreiðum því það er fáránlegt að það sé verið að toll og virðisaukaskattsrukka einhverja bestu umhverfis,- heilsu,- og fjölskyldubót sem hægt er að virkja á Íslandi


Að tryggja öryggi barna sinna á kostnað annarra

Núna eru allir að skipta yfir á vetrardekkin á bílunum sínum, foreldrar farnir að keyra börnin sín til skóla sem aldrei fyrr enda finnst mörgum stórhættulegt að senda börnin sín út í umferðina þegar það kemur hálka úti og enn aðrir vilja bara ekki að greyjunum verði kalt.

Það er nú því miður þannig að allir þessir pössunarsömu foreldrar sem vilja að ekkert komi fyrir börnin sín  eru samt hópurinn sem sem er að valda allri hættunni. Kannski ekki fyrir sín börn en skapa stórhættu fyrir börn annarra. Sérstaklega þeir sem eru á sumardekkjum að keyra börnin sín í hálkunni.

Fyrr í vikunni kom fyrsta hálkan og stráknum mínum var tilkynnt að það mætti ekki lengur koma á hjóli í skólann. það er svosem skiljanlegt viðhorf en ég fór samt að velta fyrir mér hvort að börn sem eru með ljós á hjólunum sínum og þessvegna nagladekk falli jafnt undir þessa reglu og önnur. Miðað við þessa jafnræðisreglu sem allt gengur útá í skólum nútil dags kæmi mér ekki á óvart ef svo væri en ég á eftir að athga það betur.

Ég hef nefnilega hug á því að láta strákinn hjóla í vetur og vera bara samferða honum fyrst um sinn og hafa hann vel búinn. Hann er orðin 7 ára og alveg orðin fær að hjóla á nagladekkjum og nýta sér kosti reiðhjólsins til hins ýtrasta og nýtur hverrar mínútu á reiðhjóli.

Það er samt eitt sem veldur mér áhyggjum við að leyfa honum að hjóla til og frá skóla. Það er ekki hálkan eða myrkið því nagladekk og ljós leysa það. Það eina sem ég get ekki leyst eru þessir foreldrar sem eru að keyra börnin sín í skóla á kostnað öryggis annarra barna.


Fá lánaða tengivagna í matvörubúðinni

bob_trailer_ibex.jpgÞað var gaman að lesa að verslunin Waitrose í 22.000  manna bænum Kenilworth í Englandi vildi leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og hvetja fólk til hreyfingar. 

Waitrose verslunin fór og keypti allnokkra tengivagna fyrir reiðhjól og lánar viðskiptavinum sínum sem koma á reiðhjólum í verslunina gegn framvísun kortanúmers.  Vel hefur verið tekið í þetta og fólk strax farið að gera pantanir á kerrunum eða nýta sér að mæta á svæðið og grípa eina með heim. Eini gallinn við þetta er að þurfa að skila kerrunni aftur en í bensín sparnaði og útfrá heilsulegum sjónarmiðum held ég að sá tími sem fer í það verði seint tekin til taps.


Hvað þarf til að lögreglan finni eiganda þýfis

Sá á DV áðan að þeir voru að auglýsa eftir eiganda einhverrar motorcross skellinöðru.  sjá hér 

Í fyrrahaust var hjóli stolið sem kostaði þá 550 þúsund en miðað við gengi þá og er það klárlega yfir 800.000 kr virði í verslun í dag.

Eigandinn fór til lögreglu, auglýsti og bauð fundarlaun og hjólið skilaði sér aldrei. Ef 300.000 kr bíl væri stolið væri það forsíðufrétt á mbl og vísi um einhverja stund.

Ef lögreglan finnur óskráð mótorcrosshjól eða hest á víðavangi hvað gera þeir með hann.. Ég man ekki eftir uppboði á hestum eða mótorhjólum. Af hverju eru reiðhjól öðruvísi og ekkert gert til að hafa upp á eigendum þeirra ?. Væri ekki ráðlegt að tryggingarfélögin sem þurfa eflaust að borga tugi milljóna vegna reiðhjólaþjófnaða myndu gera eitthvað í því.

væri til dæmis ekki ráðlegt að setja upp síðu þar sem öll stolin hjól ásamt raðnúmeri væru birt og menn gætu komið með kvittanir eða einhverja sönnun fyrir kaupum á hjólunum og fengið þau aftur.

Það er því miður oft þannig að fólk kaupir sér hjól á 50.000 kall og kaupir svo ljós, skerma, bögglabera og töskur á hjólið og það er orðið 100.000 kr virði en tryggingar eru bara fyrir grunnvirðinu og menn tapa gífurlega.

Það er náttúrulega þannig að starfsmannasjóður lögreglunnar fær allar tekjur af uppboði stolinna hjóla sem er ekki heppilegt þó ég sé ekki að segja að lögreglan dragi lappirnar vegna þess. Ég myndi vilja sjá einhvern metnað í að finna eigendur stolinna hjóla og vildi sjá samvinnu lögreglu og tryggingarfélaga til þess.

En vonandi finnst eigandi þessa krossara sem fannst en gaman væri að sjá þegar dýrari hjól en þessi krossari finnast sambærilegar auglýsingar í fjölmiðlum landsins.


Fjölskyldudagur samgönguviku á morgun og allir hjóla

MBL0109792 

Á morgun Laugardag býðst öllum á höfuðborgarsvæðinu að þjappa saman fjölskyldunni og taka fram reiðhjólin.

Það er ekki oft sem Höfuðborgarbúum býðst að hjóla saman úr öllum sveitafélögum höfuðborgarsvæðisins í hjólalestum sem allar sameinast hjá Nauthólsvík og enda svo við Ráðhúsið í Reykjavík þar sem margar skemmtilegar uppákomur verða í boði.

Að taka þátt í svona hjólalest með alla fjölskylduna er meiriháttar upplifun. Það er ekki bara að fjölskyldan sé saman úti að hjóla heldur er stemmingin frábær og umgjörðin í ár í kringum hjólalestirnar er sú lang glæsilegasta til þessa enda hafa hjólalestirnar aldrei verið fleiri.

Það er ekki ólíklegt að met verði slegið og allir geti tekið þátt í að mynda fjölmennustu hjólalest sem sést hefur á Íslandi.

Hjólalestirnar fara eftir stígakerfum höfuðborgarsvæðisins og hjólað er á raunhæfum hraða fyrir alla og þegar hraðinn er hóflegur er ekki mikið mál að hjóla aðeins lengra en maður er vanur og svo er hægt að taka strætó heim með hjólin eftir að fjölskyldan er búin að skemmta sér við að horfa á hjólakeppnir við tjörnina og sjá hjólasirkus inni í Ráðhúsinu og njóta léttra veitinga í boði samgönguviku.

Mig langar að hvetja alla til að mæta og taka þátt í þessum degi og jafnvel læra sitthvað um hvað samgöngur á reiðhjóli er einfaldur og öruggur kostur Höfuðborgarsvæðinu.

11:30     frá Hafnarborg í Hafnarfirði (sjá frétt á hafnarfjordur.is)
12:10     frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50     frá Gerðasafni í Kópavogi (sjá frétt á kopavogur.is)
11:30     frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ (sjá frétt á mosfellsbaer.is)
12:00     frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30     frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00     frá Vesturbæjarlaug
13:45     Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14:30     Hanna Birna ræsir Tjarnarsprettinn á Götuhjólum
15:00     Hjólasirkus Freestyle snillinga í Ráðhúsinu í Reykjavík
15:30     Verðlaunaafhending Tjarnarsprettsins
16:00     Reykjavíkur DownTownHill 2x frá Hallveigarstíg niðurfyrir MR

 


Fatlaðri stúlku synjað um heilbrigða hreyfingu á Íslandi

Það var athyglisvert að fylgjast með umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 í gær og svo aftur í kvöld varðandi umsókn foreldra um að barn þyrfti að fá þríhjól sem hjálpartæki frá Tryggingarstofnun þar sem hún ætti við jafnvægisröskun að stríða og gæti því ekki hjólað á tvíhjóli.

Nú þekki ég náttúrulega ekkert til þessarrar fjölskyldu né veit neitt um fötlun stúlkunnar.  Svo eru menn ekki alveg sammála um hvort henni hefði verið synjað á þeim försendum að hún væri of þung til að fá svona hjól.  Varðandi þyngdina þá veit ég allavega að hún þarf að vera yfir 120 kg til að eðlileg þríhjól gætu farið að lenda í vandræðum með hana.

En það sem í raun skiptir máli hérna að mínu mati er að það er verið að synja barni frá eðlilegri hreyfingu og eðlilegum hreyfiþroska því fyrir börn eru hjólreiðar stór þáttur í þroska þegar kemur að samhæfingu , styrkingu stoðkerfis og fyrirbyggingu yfirþyngdar.

Þríhjól eru einhver besta uppfinning sem til er fyrir hreyfihamlað fólk. Þau eru til í mismunandi úrfærslum og henta misvel hverjum einstakling.  En þau eru misdýr og yfirleitt ekki ódýr. Samt er kostnaður við þríhjól á Íslandi fáránlegur miðað við það sem það gæti verið því bæði leggur ríkið 10% toll og svo 24,5% virðisaukaskatt á hjólin. Þrátt fyrir að þau geri ríkinu ekkert annað en gott því hjólreiðar draga úr sjúkdómum, styrkja stoðkerfið og draga úr mengun. Ef við tækjum svona 300.000 kr. Þríhjól og tækjum þessi gjöld af þá væri kostnaðurinn frekar 220.000 en 300.000 og er þá eftir að gera ráð fyrir tolli og virðisaukaskatti af flutningsgjöldum á leið til landsins.

En fyrst ég er byrjaður að tala um þríhjól ætla ég að sýna smá úrfærslumun á þríhjólum:

3-Wheeler
Þríhjól af gamlaskólanum erum eins og gömlu góðu þríhjólin sem maður hjólaði á sem smápatti með 1 hjól að framan og 2 að aftan nema það er komin keðja, bremsur og jafnvel gírar. Þessi útfærsla er sniðug og hentar sumum ágætlega

Windcheetah-1
Svo er þessi úrfærsla þar sem hjólreiðamaðurinn situr eins og í hægindastól og stígur fótstigin mun framar og þar með hentar hjólið fólki með stoðverki og jafnvel verki í öxlum og hálsi enda sætið yfirleitt komið með hnakkapúða og áreynslan allt öðruvísi en á venjulegu hjóli.

Svo eru náttúrulega til fleiri útfærslur en að sjálfsögðu á ekki að taka þá frá barninu að fá að hjóla þó ekki sé hægt að kaupa 20.000 kr hjól í byko þar sem hún þjáist af einhverjum vandræðum með jafnvægi eða líkamann. Tryggingarstofnun á að sjá til þess að öll börn sem ekki ráða við tvíhjól fái unnið í sínum málum.  


Hver verður nýji Gísli Marteinn í borginni

Ég verð nú að viðurkenna að það verður spennandi að vita hver verður í forsvari fyrir samgönguráð borgarinnar eftir þetta.

Gísli hefur verið duglegur að tala upp hjólreiðar og meira að segja að hjóla sjálfur. Tók meira að segja hjólreiðasumarfrí í Frakklandi í sumar ef ég man rétt úr viðtali við hann í 24.

Gísli hefur verið talsmaður allra áætlana  tengdum hjólreiðum í Reykjavík undanfarna mánuði og verið mikið áberandi og mjög duglegur að tala um hvað Grænu skrefin ætli að gera fyrir hjólreiðamenn sem er gott og blessað. Ég sem hjólreiðamaður og áhugamaður um samgöngur á reiðhjólum vill náttúrulega sjá Róm byggða á einni nóttu og athuga útum gluggan á hverjum morgni hvort eitthvað hafi gerst í þessum málum.

Það er bara vonandi að næsti formaður samgönguráðs verði jafn áhugasamur um hjólreiðar og Gísli var og ég geti athugað útum gluggann og séð eitthvað af nýja hjólastígnum frá Ægissíðu að Reykjanesbraut rísa.


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróf stéttaskipting í umferð á Íslandi

nobicycles.jpgÍslendingar státa sig af lítilli stéttaskiptingu þar sem allir eigi sama rétt til sjúkra og almannaþjónustu þrátt fyrir að annað sýnist mörgum. Allavega þegar horft er fram á veginn.

Undanfarin ár hefur fólk aftur á móti verið skipt í hópa sem eru misvel þjónustaðir og allt gengur út á að þjónusta einn hóp. Þessi hópur er alltaf í fullum forgangi og ríki og borg hafa reynt að fá sem flesta í þennan hóp með því að sinna öðrum hópum ekki eða jafnvel loka á að þeir séu til.

En þessi hópur sem gengur fyrir eru þeir sem ferðast á bíl. Þegar gerð eru ný hverfi eru fyrst teiknaðar götur fyrir bíla, svo eru teiknaðar gangstéttir og svo göngustígar.

Þegar þetta er allt búið þá er hafist framkvæmda. Fyrst eru göturnar gerðar og jafnvel malbikaðar fljótlega svo getur liðið nokkuð langur tími, jafnvel einhver ár þangað til gangstéttar eru kláraðar en þangað til þurfa krakkar á leið til skóla að labba á malarstígum sem aldrei eru mokaðir yfir veturinn eða að rölta eftir götunni á leið til skóla.

Þegar þarna er svo komið og allt tilbúið fyrir bílana og þá sem þurfa að labba á gangstéttunum meðfram vegunum er farið að huga að göngustígum sem eru í besta lagi þriggja metra breiðir og þeir lagðir milli hverfishluta eða tengdir stígakerfi borgarinnar. Þessir göngustígar eru ágætir til síns brúks og mikið notaðir af gangandi vegfarendum.

Síðan standa allir frammi fyrir því að hjólandi umferð þurfi að vera einhverstaðar sem ekki hafði verið gert sérstaklega ráð fyrir í öllum teikningum og plönum við gerð nýs hverfis. Þannig að þá er best að göngustígarnir séu kallaðir göngu og hjólastígar og þeim skipt niður í 1 metir handa hjólandi og 2 handa gangandi. Sem þýðir að til að vera hjólandi þarf að hjóla í röð það er ekki hægt að hjóla hlið við hlið  með barninu sínu til dæmis.

Síðan fyrst búið var að gefa hjólreiðamönnum 1/3 af stígnum hvarflar ekki að neinum að gera reglur um notkun þessara stíga eins og t.d. hvernig menn eiga að mætast á tveimur hjólum sem koma úr sitthvorri áttinni. Ekki er hægt að ætlast til þess að hægri reglan sé notuð því í raun er ekkert til sem segir hvernig mætast á á svona stígum.

Það má því velta því fyrir sér hverjir eru verðmætustu vegfarendurnar.

Eru það bílstjórar sem fá alltaf styðstu og fljótförnustu leiðina og allt gert til þess að þeir komist leiðar sinnar án tafa og hættu.

Eru það gangandi vegfarendur sem þurfa að þvera götur bílanna í gríð og erg því til að gera leið bílstjórans sem stysta og þægilegasta þá eru þvergötur útum allt svo bílstjórar þurfi ekki að leggja krók á leið sína útúr hverfum.

Eru það hjólreiðamenn sem eiga engan stað í umferðinni en þurfa líka að komast leiðar sinnar oft á sem stystum tíma en velja sér hagkvæmari, umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta heldur en bíl. Það er nefnilega ekkert gert til þess að hjólreiðamenn komist inní og útúr hverfum á góðum hraða og án þess að þurfa að setja sig í hættu og án þess að vera sístoppandi. Hjólreiðamenn á 20-40 km hraða eiga nefnilega enga samleið með gangandi umferð.

Því er ekki i fjarri lagi að telja að það sé stéttaskipting í umferðinni þar sem einn tegund af umferð er upphaldið með öllum mögulegum leiðum og hvatt til hennar einnar af stjórnvöldum. Þrátt fyrir að bygging og rekstur mannvirkja og leiða fyrir þá umferð sé langmest af öllum mögulegum samgöngumátum.

Ætli þetta hafi ekki undirstrikast ágætlega í hátíðarræðu Geirs H,. Haarde þegar hann sagði að fólk þyrfti að velja sér óhefðbundna orkugjafa til aksturs í stað þess að benda fólki á að skoða með aðra samgöngumáta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband