Ég var að rýna í tölur um fjölda hjólreiðaþjófnaða á Íslandi og sá þar að þeir voru 787 á árinu 2009. Á sama tíma voru hegningarbrot 15.296. Það þýðir að 5,14% allra hegningarbrota á Íslandi eru hjólreiðaþjófnaðir.
Þetta fær litla umfjöllun, það er lítil fræðsla og engar aðvaranir neinstaðar.
Af hverju eru tryggingarfélögin ekki að keppast við að fræða fólk um hvernig bera skuli sig að við að ganga frá hjólinu.
Af hverju er ekki verið að setja upp hjólreiðastanda við skóla og í fjölbýlishúsum sem hægt er að læsa hjólunum við ?. Hvernig er útfærsla í skólum og almennum stofnunum, er hægt að læsa hjólinu sínu við fastann stand á þeim stöðum.
Sjálfur nota ég ljósastaura, garðbekki og hvað sem ég finn sem er boltað niður. Passa að hafa dekkin á hjólinu mínu vel hert með alvöru róm og skil ekki ljós og hraðamæla og þessháttar eftir á því.
Ég á dýr og flott hjól en hef ekki ennþá lent í því að það sé stolið frá mér hjóli á undanförnum árum vegna þessa frágangs.
Persónulega er ég með hnakktösku undir sætinu og í henni er ég með nokkuð volduga og langa keðju auk sterklegs hengiláss. Þegar ég fer svo í sund þá þræði ég keðjuna í gegnum alla helstu hluta hjólsins og jafnvel í gegnum hjól guttanna minna ef þeir eru með og svo vef ég henni utan um eitthvað sem er niðurskrúfað.
Endilega gangið vel frá lásamálum við börnin ykkar því það er ekkert sorglegra fyrir barn en nýja hjólinu sé stolið.
Flokkur: Íþróttir | 27.4.2010 | 15:30 (breytt kl. 15:32) | Facebook
Athugasemdir
En hvað féllu margir dómar fyrir hjólreiðaþjófnað? Er heildarfjöldi hegningarlagabrota hjá þér ekki fjöldi dóma?
Hvert ætli þessi tæplega 800 hjól hafi farið?
Jens (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:39
Ég byggi þessar tölur á grein í morgunblaðinu um daginn þar sem fjöldi stolinna reiðhjóla kom fram.
og svo eru það skráð hegningarlagabrot fengin úr bráðabirgðatölum á afbrotatölfræði á vef lögreglunnar. Inn í þessu eru ekki umferðalagabrot eða önnur brot.
http://www.logreglan.is/upload/files/%DEr%F3un%20brota%20%E1ri%F0%202009%281%29.pdf
Einhver hluti þessara hjóla er seldur á uppboði og svo held ég að einhver hluti endi í svona "samsetningarverkefnum" Allavega kom upp á Akureyri fyrir um 3 árum að nokkrir strákar voru búnir að stela í kringum 20 hjólum og voru með í bílskúr að dunda sér í niðurrifi og samsetningum.
Vilberg Helgason, 28.4.2010 kl. 15:00
Ps. Jens, ég sendi fyrirspurn um fjölda mála í hjólreiðamálum til dómstóla. Fann einn dóm um ölvaðann hjólreiðamann er ég leitaði á netinu... Trúi því ekki að það séu ekki til fjöldi dóma eða sátta vegna hjólreiðaþjófnaða
Vilberg Helgason, 28.4.2010 kl. 22:01
Gallinn er að fæstir hjólaþjófnaðir komast upp. Við erum með heimilistryggingu og þess vegna gerðum við lögregluskýrslu þegar mínu hjóli var stolið í vetur. Svo vorum við að fatta að einu krakkahjóli hefur líka verið stolið, við áttum alla vega 12-16-20 og 24 tommu hjól, en finnum hvergi 20 tommu hjólið þegar við ætluðum að láta yngri pjakkinn skipta um stærð. Það hjól var keypt notað á netinu á örfá þúsund krónur, svo við erum ekkert að tilkynna stuld á því.
Hjóla-Hrönn, 29.4.2010 kl. 09:10
Ég held Hrönn, að þetta sé málið í mörgum tilfellum. Að hjólaþjófnaður sé ekki skráður.
Í mörgum öðrum löndum, sérstaklega þar sem hjól gagnast öllum allt árið getur þjófnaður á reiðhjólum farið alveg upp í 10% af fjölda hengningalagabrota.
Vilberg Helgason, 29.4.2010 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.