Enginn dæmdur fyrir hjólreiðaþjófnað á þessarri öld

Ég hafði samband við vin minn sem er lögfræðingur eftir pælingar mínar um hjólreiðaþjófnaði, þ.e. að hugsanlega séu 5%  hegningabrota hjólreiðaþjófnaður.

Hann sendi mér til baka nokkra lista úr dómasöfnum og fleiru og niðurstaðan var sú að 41 dómur á þessari öld inniheldur orðið Reiðhjól, og ef það kom fyrir var það ekki þjófnaður á því heldur var hjólið notað ýmist sem "getaway car" eða sem samgöngutæki þjófsins og svo hafði einhver óheppinn hjólað fullur og fékk að líða fyrir það.

Í þeim dóm kom fram að hann hafði stolið hjólinu en var dæmdur fyrir að hjóla fullur... Algjör snilld

Þannig að til hvers að kaupa hjól í dag... Maður tekur bara það næsta og viðkomandi fær það úr tryggingum og allir sáttir.

Ég vill sjá tryggingafélögin vera með átak um þetta í sumar og leiðbeinandi örþættir um þetta í sjónvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég hefði haldið að það væri kappsmál fyrir tryggingafélögin að kæra svona þjófnað. Sérstaklega þegar hjólin eru komin upp í 100-200 þús.kr.

Annars var einu hjóli stolið frá mér fyrir nokkrum árum. Ég hafði upp á kauðanum og lét hann borga skemmdirnar án þess að lögreglan þurfti að skipta sér af.

Sumarliði Einar Daðason, 29.4.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Morten Lange

Þörf umræða, Vilberg. Takk fyrir að vekja máls á þessu.

En auðvitað eru ekki allir sáttir með það sem tryggingarnar borga. Sá hlutur sem maður fær ekki dekkað ( eiginábyrgð ?)  getur verið verið töluverður. Sérstaklega fyrir fólk sem er á gömlu hjóli  og ekki mjög framhlaupið um að fá sem mestu út tryggingunum. 

Kannski ætti löggan, tryggingafélög og hjólabúðir koma á samstafi um að geyma skráningarnúmer í gagnagrunn. Já, og að sjálfsögðu fara að lita á þjófnaði eða skemmdir á hjóli sem alvöru glæp. 

Morten Lange, 30.4.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég var nú bara sátt við afgreiðsluna hjá mínu tryggingafélagi.  Hjólið var eins árs gamalt.  Ég var með splunkuný nagladekk á hjólinu, var með tösku sem mátti smella á framhandfangið með einu handtaki (festingarnar voru á hjólinu og taskan því ónothæf) og það var allt týnt til sem við höfðum kvittanir fyrir.  Heildarverðmæti var áætlað 65 þúsund (af okkur, tryggingarfélagið samþykkti það) og við borguðum 20 þús í sjálfsábyrgð.  Veit ekki hvort við þurfum að borga skatt af því sem við fengum, en ég var alla vega mjög sátt við afgreiðsluna.

Hjóla-Hrönn, 30.4.2010 kl. 11:10

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Mikið rétt Morten, þetta er löngu þörf umræða. Það eru nefnilega fleiri hliðar á þessu en bara tap eiganda hjólanna og tryggingarfélaganna.

Ef þú átt hjól sem er stolið frá þér sem þú keyptir þá dugar ekkert að fara til löggunnar og fá hjólið aftur nema vísa fram kvittun fyrir kaupunum. Þess í stað þarf fólk að fara til tryggingarfélagsins og leggja út hugsanlegt matstap á hjólinu og svo sjálfsábyrgðina. Og svo fer þetta útí iðgjöldin hjá tryggingarfélaginu

Síðan safnast hjól sem fólk getur ekki lagt kvittanir fram fyrir eða athugar ekki einu sinni hvort þau séu hjá löggunni upp hjá þeim sem selja  þessi hjól á uppboði og þeir peningar renna í starfsmannasjóð lögreglunnar.

Eina leiðin til að tryggja að hjól sem finnast á víðavangi eða eru tekin af þjófum skili sér til eiganda sinna er að koma upp skráningarnúmerakerfi og vitanlega eiga tryggingarfélögin, hjólabúðirnar og fleiri að koma að þessu svo þetta verði nothæft.

En auðvitað á að byrja á grunninum og kenna börnum og fullorðnum hvernig á að ganga frá hjólum og jafnframt að gera aðstöður þar sem hægt er að læsa hjólum við hluti. Draga úr notkun standara á hjólum og setja upp hjólreiðagrindur í staðinn, því ekkert er auðveldara en að grípa með sér frístandandi hjól þó því hafi verið læst.

En niðurstaðan er í raun alltaf þessi, sama hvar orðið hjólreiðar koma fyrir þá eru þær aftast á merinni, í samgöngumálum, í öryggismálum og svo í þjónaðarmálum.  Ef 200.000 kr mótorkross hjóli sem er óskráð er stolið koma myndir af því í öllum fjölmiðlum sendir af lögreglunni útum allt en ef 500.000 kr reiðhjóli væri stolið þá færi engin rannsókn af stað og það eru dæmi um það.

Vilberg Helgason, 30.4.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband