Endilega sendið inn ef þið hafið skoðun hvað frambjóðendur eiga að leggja fram í kostningarbaráttu sinni varðandi hjólreiðar..... Það vantar herfilega hjá öllum nema Gísla Martein og Dorfa einhverja hjólreiðastefnu en hvað viljum við að frambjóðendur vilji gera fyrir okkur í Reykjavík ?
Endilega sendið inn comment... Það er jú hjólað í vinnuna og allir eru að pirra sig yfir einhverju eins og götuljósum, skort á samgönguæðum, samlífi með gangandi fólki, samlífi með bílum og svo framvegis... .endilega koma með eitthvað....
Athugasemdir
Ég vil stuttar og beinar hjólreiðaleiðir meðfram stofnbrautunum án aukakróka og 90° beygjur.
Úrsúla Jünemann, 16.5.2010 kl. 12:48
Væri flott að fá samgönguhjólastíga svo að hægt sé að nota hjólið sem samgöngutæki ekki sem frístundartæki. Þeir stígar sem að ég hef verið að hjóla eftir eru ekki samgönguvænir, þeir eru frekar svona huggasig með fjölskyldunni vænir.
ps. Þú ert að halda úti flotti bloggi, kíki oft á þetta hjá þér en er frekar latur að kvitta.
Gunnar H (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 15:12
Ég vil að kjörnir fulltrúar
Morten Lange, 21.5.2010 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.