Mér finnst alveg frábært að verið sé að auka við þjónustu við hjólreiðamenn á Íslandi með þessarri frábæru útfærslu á skálafelli.
Allt er þetta unnið með frumkvæði einstaklinga sem hafa áhuga á hjólreiðum og vonandi verður framhald á.
Undanfarin ár hefur samt aðstaða til hjólreiða verið að batna fyrir þá sem vilja fara útfyrir útivistarstíga borgarinnar. T.d. er að finna frábæra sérútbúna stíga fyrir hjólreiðamenn í Kjarnaskógi á Akureyri.
Einnig er frábær braut í Vífilstaðahlíðinni og svo er náttúrulega kjörið að skella sér niður úlfarsfellið eða fara í öskjuhlíðina.
En það sem skálafellsverkefnið færir hjólreiðamönnum er að geta farið með skíðalyftum upp og svo látið sig flakka niður í móti, sparar manni burðinn á hjólinu upp bröttustu brekkurnar og auðveldar manni að komast fleiri ferðir á dagsparti.
Mynd úr brautinni í Kjarnaskógi
Til að sjá myndir frá fjallahjólamóti sem haldið var í Kjarnaskógi 2008
http://www3.hi.is/~aj/mynd/2008/akfjalla08/
Set tilvísun í myndir frá brautinni í Skálafelli og leið og ég finn einhverjar á netinu.
![]() |
Hjólreiðagarður opnaður í Skálafelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Íþróttir | 9.8.2010 | 00:05 (breytt kl. 00:56) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.