Hjólreiðar heilla og til heilla... Styrkjum málefnin

róbert

Sem sérstakur áhugamaður um hjólreiðar þá finnst mér frábært hvað hjólreiðar eru valdar sem áheitaferðir eða til stuðnings málefnum

Í sumar og næstunni veit ég um allavega 4 ferðir sem eru í gangi eða á næstu grösum þar sem hjólreiðar eru hornsteinn söfnunar eða notaðar til að vekja athygli á málefni.

Þetta er alveg frábært og gerir ekkert annað en að lyfta hjólreiðaíþróttinni og hjólreiðaáhugamálinu hærra upp og vekja meiri athygli á hjólreiðum.

Tók saman það sem ég veit af í augnablikinu.


Snorri Már Snorrason Parkison sjúklingur 6. júní
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/06/hjolar_hringinn_um_landid/

Wow cyclothon hjólreiðamót í einni lotu til styrktar barnaheilla.
http://www.wowcyclothon.com/

Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu. Til að benda á nauðsyn reiðhjólahjálma fullorðina
http://www.visir.is/hjola-meira-en-200-kilometra-a-dag/article/2012120619075

Róbert hjólar hringinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna
http://www.facebook.com/#!/1332km

Nú er um að gera að hvetja þessa vösku hjólreiðamenn og konur áfram með því að styrkja málefnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem áhugamaður um hjólreiðar get ég ekki annað en tekið undir með þér.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband