Það er langt síðan þessi uppbygging á hjólum hætti að flokkast sem kvenna hjól. Heldur kallast þetta "step through frame" eða stíga í gegnum stell ef reyna má að íslenska það.
Þessi hönnun hefur tíðkast hjá bæði karlkyns og kvenkyns hjólreiðamönnum í þónokkuð mörg ár og sér maður nokkuð af karlmönnum á Íslandi notast við þessa hönnun...
Þó upphaflega hafi hún verið hugsuð fyrir konur í pilsi þá hentar hún ekki síður fyrir karlmenn í jakkafötum, þröngum gallabuxum og bara þeim klæðnaði sem ekki er sérlega teigjanlegur.
En varðandi að eldra fólk eigi frekar að notast við þessa ramma finnst mér hvernig maður fer á hjólið eða af einungis segja hálfa söguna því eflaust hefur ekki minni áhrif staða hjólreiðamannsins.
Eigi hann við síðra jafnvægi en á yngri árum (eða bara jafnvægisraskanir almennt) þarf að huga að því að hjólreiðamaðurinn geti rétt úr hnjánnum til að auka jafnvægi meðan hann hjólar, hann þarf að vera með höfuðið í eins lóðréttri stöðu og mögulegt er frá hryggsúlu til uppá jafnvægisskynfærin í innra eyranu sem skynja halla og fleira ruglist ekki auk þess sem sjónarhornið á að vera eins eðlilegt og þegar við löbbum. Fólk með jafnvægisvanda upplifir oft svima ef það lítur niður og svo aftur upp sem gerist frekar ef staða hjólreiðamannsins er þannig að hann halli sér fram.
Þessvegna henta hjól þar sem maður situr uppréttur á með hátt stýri þeim sem eiga við einhverjar jafnvægisraskanir mjög vel.
En auðvitað eiga allir að hjóla eins lengi og þeir treysta sér til.... Og svo eru náttúrulega til 3ja dekkja hjól sem henta öllum... með og án jafnvægisraskananna
Eldri karlmenn noti kvenreiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Íþróttir | 31.3.2013 | 21:24 (breytt kl. 21:40) | Facebook
Athugasemdir
Góðir punktar, Vilberg !
Morten Lange, 31.3.2013 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.