Ég hef hjólað í nokkur ár og hef bæði haft ánægðu sem og heilsubót af.
Í vor hafa drengirnir mínir tveir stækkað um hjólastærð og þurftu báðir að fá ný hjól. Ég er á því að fólk eigi ekki að kaupa ódýrustu möguleg hjól handa börnunum sínum því ódýrari hjól eru yfirleitt þyngri, óáreiðanlegri og þarfnast meira viðhalds heldur en hjól keypt í viðurkenndum hjólreiðaverslunum og sett saman af fagmönnum á íslandi.
Það eina sem ég klikkaði á í ár er að ég fór ekki nógu snemma af stað því gengishækkunin tók virkilega í budduna þetta árið. Ég tók eftir því að hjól af sömu týpu og tegund voru að hækka um allt að 20% milli ára sem eflaust er auðskýrt með gengisbreytingu og að eftir því sem gengið er hærra greiðum við líka hærri toll. Kannki ekki í prósentum heldur í krónutölu þar sem grunnkostnaður sem tollur er reiknaður af heftur hækkað.
Allir eru að kvarta yfir hækkandi bensínverði og strax er komin mikil umræða um hvort lækka eigi gjöld af bensíni og olíu en það er kannski annað sem við ættum að skoða.
Í okkar svokallaða "græna" landi þá er engin hvati fyrir fólk að taka upp hjólreiðar sem ferðamáta og fyrst núna virðist vera vitundarvakning hjá fólki að taka upp hjólreiðar sem samgöngumáta til að draga úr útgjöldum heimilis við rekstur bíls. Einnig er forsætisráðherra að hvetja okkur til að keyra minna og spara með því.
Af hverju tekur ríkisstjórnin sig ekki til og afnemur 10% toll af reiðhjólum og varahlutum og jafnvel lækkar virðisaukaskatt niður í 7% af þessum tækjum og gefur fólki þar með möguleika á að nálgast þennan samgöngu máta á raunhæfari hátt.
Það er nefnilega þannig að það er með hjól eins og bíla að ef þú kaupir hjól sem hentar þér eða barninu þínu af réttri stærð og útfærslu þá bæði nýtur maður þess betur að hjóla og líður betur á hjólinu.
Því hvet ég stjórnvöld að hvetja til bensínsparnaðar með hvetjandi aðgerðum og afnema toll á reiðhjólum og lækka virðisaukaskatt.
Vilberg
Flokkur: Íþróttir | 6.5.2008 | 14:17 (breytt kl. 14:47) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.