Top Gear - Hjólreiðar vs. Bíll í gegnum London

Það var ekki leiðinlegt að horfa á Top Gear í dag.

Þar var sett upp skemmtileg keppni í þvert í gegnum London. Keppt var um hver væri fljótastur frá kew brúnni að London City Airport

Fjórir mismunandi samgöngumátar voru notaðir Almenningssamgöngur (strætó, neðanjarðarlestir og sporvagnar) svo var farið eftir Thames ánni á gríðarlega öflugum bát sem reyndar þurfti að fylgja umferðarreglum og hraðatakmörkunum árinnar.

En fyrir mér þá hafði ég mestan áhuga á keppninni milli bíls sem var eðaljeppi og svo reiðhjóls sem var léttur og meðfærilegur blendingur götuhjóls og keppnishjóls. Keppandi hjólsins var bara einn af kynnum þáttarins (Hammond) og svo virtist sem hann hafði þurft að hjóla einhvernstaðar milli 50 og 60 km til að komast milli brúarinnar og flugvallarins.

Keppt var að mánudagsmorgni þegar allir voru á leið í vinnuna og umferðin var með mesta móti og komu úrslitin ekkert sérstaklega á óvart fyrir mig sem vanann hjólreiðamann. Hammond var á reiðhjóli í umferðinni og þurfti að lúta lögmálum hennar eins og að stoppa á ljósum en að sama skapi gat hann læðst milli bíla og strætisvagna auk þess sem þónokkuð virtist af hjólreiðabrautum meðfram veginum og að hann gat notað stætisvagnaakgreinarnar.

Þegar hann var á beinum og hröðum götum virtist sem hann væri að hjóla á um 30 km hraða og komst því ágætlega yfir, 30 km hraði er t.d. ekki mikið fyrir þaulvanann reiðhjólamann við góðar aðstæður og því hægt að segja að venjulegur hjólreiðamaður hafi verið þarna á ferð enda á fisléttur og vel rennandi hjóli.

En allavega endaði þetta þannig að Reiðhjólið kom fyrst í mark nokkrum mínútum á undan bátnum sem varð í öðru sæti. Svo einhverri stundu seinna kom sá sem ferðaðist með almenningssamgöngum og svo 15 mínútum eftir að almenningssamgöngur komu í mark kom bíllinn loksins. Það kom ekki fram í þættinum en ég myndi skjóta á að munurinn milli reiðhjóls og bíls hafi verið á bilinu 20 - 25 mínútur

Þetta er bara gott dæmi um það sem er að koma betur og betur í ljós með muninn milli bíls og reiðhjóls. Ef aðstæður á Íslandi væru betri og við hefðum eins til eins og hálfs metra breiðan stíg fyrir okkur meðfram stofnbrautum væri ekki spurning að reiðhjólamaður væri fljótari úr Grafarholti niður að Háskóla Íslands sem dæmi. Þessi akgrein fyrir reiðhjól væri þá báðu megin og hjólreiðamaðurinn myndi vera að hjóla í sömu átt og bílarnir. Til þess að hægt sé að ferðst hratt yfir er mikilvægast að hjólreiðar séu ekki blandaðar gangandi vegfarendum og að hjólreiðamenn þurfi ekki að vera að mætast á einbreiðum stígum þar sem umferð er leyfð í báðar áttir.

þannig að slagorð dagsins er Hjólreiðastígar fyrir hjólandi og göngustígar fyrir gangandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband