Hjólað í vinnuna - Bláalónsþrautin

Það er gaman að því hversu góð þáttakan er í Hjólað í vinnuna. Ótrúlegur fjöldi þáttakanda og allir að komast í betra form með hverjum deginum.

Bláalóns þrautin.
8. Júní næstkomandi heldur Hjólreiðafélag Reykjavíkur Bláalónsþrautina .
Bláalónsþrautin hefur stækkað ár frá ári og er orðin mikill hluti þeirra hjólreiðarstemmingar sem er að myndast á íslandi og í fyrra tóku 160 manns þátt í þrautinni.

Þáttakendur eru ræstir úr Hafnarfirði og hjóla í Bláa Lónið eftir malargötum og malbiki. Þegar í Bláa Lónið er komið er öllum keppendum boðið uppá heitt snarl og svo er Ókeypis í Bláa Lónið. Á leiðinni er drykkjarstöð þar sem þáttakendur geta stoppað og fengið sér smá orkugefandi drykk áður en haldið er áfram.

Það sem er skemmtilegast við þessa þraut er að þetta er fyrir flestum meiri keppni við sjálfan sig en aðra. Brautin er ekki mjög erfið og því ættu flestir að geta klárað og fá til þess þann tíma sem þeir þurfa. Þáttaka er líka frábær leið til þess að stimpla sig inní sumarið og til þess að nýta áunna krafta úr Hjólað í vinnuna. Svo er það þannig að ef eitthvað kemur uppá á leiðinni eins og bilað hjól eða að fólk þreytist þá er alltaf bíll á ferðinni til þess að taka uppí þá þáttakendur sem þess óska.

Hægt er að sjá kort af leiðinni hér 

Fyrirkomulag
Fyrirkomulag Bláalónsþrautarinnar er þannig að þáttakendum er skipt niður í flokka eftir kyni og aldrei og svo er opinn flokkur. Þáttakendur til þessa hafa verið á öllum aldri eða frá 9 ára um uppfyrir sextugt.

Þrautin skiptist einnig í 3 flokka.

Einstaklingar
Einstaklingsþrautin þar sem þáttakendur velja milli 40 og 60 km. vegalengdar
þáttökugjald er 2500 kr á einstakling ef skráð er á keppnisstað en 1500 ef skráð er á staðnum.

Liðakeppni.
Liðakeppni þar sem 4-5 geta tekið sig saman og hjólað á 60 km. leiðinni. Í þessum flokk er besti tími þriggja fremstu manna í liðinu tekin saman og það lið sem er með besta samanlagða tímann vinnur liðakeppnina. Þáttakendur í liðakeppninni eru einnig þáttakendur í einstaklingskeppninni.

Firmakeppni.
Firmakeppnin er nýtt fyrirkomulag þar sem fyrirtæki geta sent lið samsett úr 5 þáttakendum þar sem samanlagður tími 4 fyrstu manna úr lilðinu er lagður saman. Hvert fyrirtæki getur sent eins mörg lið og það vill til þáttöku. Öll lið fá viðurkenningarskjal fyrir þáttöku og svo fá þrjú efstu sætin verðlaunaplatta.
Liðsmenn í firmakeppni fá sjálfkrafa þátttökurétt í einstaklingskeppninni og eru einnig skráðir sem þáttakendur í henni.
Fyrirtæki borga 10.000 kr fyrir 5 manna lið og hægt er að fá sendan greiðsluseðin til fyrirtækis fyrir liðið.

Flutningur á hjólum til höfuðborgarsvæðiðsins eftir þrautina.
Til boða stendur að flytja reiðhjól með Flutningabíl til Reykjavíkur og er tekið sanngjarnt gjald fyrir það.

Ég mæli eindregið fyrir alla sem hafa áhuga á því að reyna aðeins meira en venjulega á sig að taka þátt því þetta er upplifun og svo mæta allir stoltir af sér í Bláa lónið og sofna værum svefni um kvöldið. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband